Skuldsetning kann að aukast vegna hækkunar húsnæðisverðs Sæunn Gísladóttir skrifar 6. apríl 2017 14:16 Harpa Jónsdóttir framkvæmdastjóri fjármálastöðugleika Seðlabankans fór yfir ritið á fundi í morgun. Vísir/Anton Brink Hætta er á að hátt fasteignaverð leiði til aukinnar skuldsetningar sem gerir heimili og fjármálafyrirtæki viðkvæmari fyrir hugsanlegu bakslagi í þjóðarbúskapnum. Þetta kemur fram í nýju riti Seðlabankans, Fjármálastöðugleiki 2017/1, sem kom út í dag. „Heilt yfir stöndum við mjög vel um þessar mundir,“ sagði Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, á fundi þar sem skýrslan var kynnt fyrr í dag. Hann sagði að áhætta í fjármálakerfinu tengdist um þessar mundir fyrst og fremst aukinni spennu í þjóðarbúskapnum, ástandinu á fasteignamarkaði, örum vexti ferðaþjónustu og breyttum aðstæðum í framhaldi af losun fjármagnshafta. Hann benti á að fasteignaverð sé orðið sögulega hátt og virðist á síðustu mánuðum hafa hækkað umfram tekjur. Aukin spenna í þjóðarbúskapnum gæti þegar fram líða stundir leitt til fjármálalegs ójafnvægis ef hún brýst út í ofhitnun hagkerfisins og/eða endar með snörpum viðsnúningi. Einna skýrast kemur þessi spenna fram á fasteignamarkaði segir í ritinu. Harpa Jónsdóttir, framkvæmdastjóri fjármálastöðugleika, fór yfir helstu þætti skýrslunnar á fundinum sagði að enn sem komið er hefði skuldavöxtur ekki fylgt í kjölfar verðhækkana fasteigna. „Hættan er meiri ef verður aukin skuldsetning. Við erum að sjá fyrstu merki þess. Ekki eru skýr merki um aðkallandi kerfishættu, en skýr teikn eru á lofti,“ sagði Harpa. Verðhækkun íbúðarhúsnæðis hefur verið mun hraðari en hækkun almenns verðlags undanfarin misseri segir í skýrslunni. Því skuldsettari sem fasteignaviðskipti eru á meðan verðlag húsnæðis er hátt því verri verður staða lántaka og lánveitenda ef verðið lækkar á ný. Mikil og hröð hækkun fasteignaverðs samhliða vexti íbúðaskulda skapar því hættu á óstöðguleika í fjármálakerfinu. Eins ov Vísir hefur greint frá undanfarið hefur fasteignaverð hækkað um 18,6 prósent á síðastliðnu ári og er spáð allt að þriðjungs hækkun á komandi árum. Hrein ný útlán til íbúðarkaupa tóku að aukast um mitt ár 2015. Þar gæti verið komin fram fyrstu merki um auknar lánveitingar til íbúðarkaupa í kjölfar verðhækkananna. Enn sem komið er telst vöxturinn í ihúsnæðisskuldum þó hóflegur. Verðhækkun íbúðarhúsnæðis hefur þar til síðustu mánuði verið í takt við vöxt ráðstöfunartekna. Sveiflur í ráðstöfunartekjum geta þó verið tímabundnar og hröð hækkun þeirra getur verið ósjálfbær. Aukin íbúðafjárfesting undanfarin misseri ætti hins vegar að halda aftur af verðhækkunum þegar fram líða stundir segir í ritinu. Húsnæðismál Tengdar fréttir Húsnæðismarkaðurinn áfram erfiður fram á næsta ár Greiningardeild Arion banka telur að líklega muni byrja að draga úr húsnæðiskorti á næsta ári en þangað til verði markaðurinn áfram erfiður fyrir kaupendur. 6. apríl 2017 12:31 Húsnæðisverð hvergi hækkað meira en á Íslandi Húsnæðisverð hækkaði hvergi í heiminum meira en á Íslandi á síðasta ári samkvæmt skýrslu fasteignafélagsins Knight Frank. 21. mars 2017 18:35 Örvænting á húsnæðismarkaði Byggja þarf að minnsta kosti 8.000 íbúðir á landinu öllu á næstu þremur árum til að halda í við fólksfjölgun. Afar ólíklegt er það náist og mun sú staðreynd aðeins ýta undir frekari hækkanir á íbúðamarkaði. 23. febrúar 2017 07:00 Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Fleiri fréttir Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Sjá meira
Hætta er á að hátt fasteignaverð leiði til aukinnar skuldsetningar sem gerir heimili og fjármálafyrirtæki viðkvæmari fyrir hugsanlegu bakslagi í þjóðarbúskapnum. Þetta kemur fram í nýju riti Seðlabankans, Fjármálastöðugleiki 2017/1, sem kom út í dag. „Heilt yfir stöndum við mjög vel um þessar mundir,“ sagði Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, á fundi þar sem skýrslan var kynnt fyrr í dag. Hann sagði að áhætta í fjármálakerfinu tengdist um þessar mundir fyrst og fremst aukinni spennu í þjóðarbúskapnum, ástandinu á fasteignamarkaði, örum vexti ferðaþjónustu og breyttum aðstæðum í framhaldi af losun fjármagnshafta. Hann benti á að fasteignaverð sé orðið sögulega hátt og virðist á síðustu mánuðum hafa hækkað umfram tekjur. Aukin spenna í þjóðarbúskapnum gæti þegar fram líða stundir leitt til fjármálalegs ójafnvægis ef hún brýst út í ofhitnun hagkerfisins og/eða endar með snörpum viðsnúningi. Einna skýrast kemur þessi spenna fram á fasteignamarkaði segir í ritinu. Harpa Jónsdóttir, framkvæmdastjóri fjármálastöðugleika, fór yfir helstu þætti skýrslunnar á fundinum sagði að enn sem komið er hefði skuldavöxtur ekki fylgt í kjölfar verðhækkana fasteigna. „Hættan er meiri ef verður aukin skuldsetning. Við erum að sjá fyrstu merki þess. Ekki eru skýr merki um aðkallandi kerfishættu, en skýr teikn eru á lofti,“ sagði Harpa. Verðhækkun íbúðarhúsnæðis hefur verið mun hraðari en hækkun almenns verðlags undanfarin misseri segir í skýrslunni. Því skuldsettari sem fasteignaviðskipti eru á meðan verðlag húsnæðis er hátt því verri verður staða lántaka og lánveitenda ef verðið lækkar á ný. Mikil og hröð hækkun fasteignaverðs samhliða vexti íbúðaskulda skapar því hættu á óstöðguleika í fjármálakerfinu. Eins ov Vísir hefur greint frá undanfarið hefur fasteignaverð hækkað um 18,6 prósent á síðastliðnu ári og er spáð allt að þriðjungs hækkun á komandi árum. Hrein ný útlán til íbúðarkaupa tóku að aukast um mitt ár 2015. Þar gæti verið komin fram fyrstu merki um auknar lánveitingar til íbúðarkaupa í kjölfar verðhækkananna. Enn sem komið er telst vöxturinn í ihúsnæðisskuldum þó hóflegur. Verðhækkun íbúðarhúsnæðis hefur þar til síðustu mánuði verið í takt við vöxt ráðstöfunartekna. Sveiflur í ráðstöfunartekjum geta þó verið tímabundnar og hröð hækkun þeirra getur verið ósjálfbær. Aukin íbúðafjárfesting undanfarin misseri ætti hins vegar að halda aftur af verðhækkunum þegar fram líða stundir segir í ritinu.
Húsnæðismál Tengdar fréttir Húsnæðismarkaðurinn áfram erfiður fram á næsta ár Greiningardeild Arion banka telur að líklega muni byrja að draga úr húsnæðiskorti á næsta ári en þangað til verði markaðurinn áfram erfiður fyrir kaupendur. 6. apríl 2017 12:31 Húsnæðisverð hvergi hækkað meira en á Íslandi Húsnæðisverð hækkaði hvergi í heiminum meira en á Íslandi á síðasta ári samkvæmt skýrslu fasteignafélagsins Knight Frank. 21. mars 2017 18:35 Örvænting á húsnæðismarkaði Byggja þarf að minnsta kosti 8.000 íbúðir á landinu öllu á næstu þremur árum til að halda í við fólksfjölgun. Afar ólíklegt er það náist og mun sú staðreynd aðeins ýta undir frekari hækkanir á íbúðamarkaði. 23. febrúar 2017 07:00 Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Fleiri fréttir Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Sjá meira
Húsnæðismarkaðurinn áfram erfiður fram á næsta ár Greiningardeild Arion banka telur að líklega muni byrja að draga úr húsnæðiskorti á næsta ári en þangað til verði markaðurinn áfram erfiður fyrir kaupendur. 6. apríl 2017 12:31
Húsnæðisverð hvergi hækkað meira en á Íslandi Húsnæðisverð hækkaði hvergi í heiminum meira en á Íslandi á síðasta ári samkvæmt skýrslu fasteignafélagsins Knight Frank. 21. mars 2017 18:35
Örvænting á húsnæðismarkaði Byggja þarf að minnsta kosti 8.000 íbúðir á landinu öllu á næstu þremur árum til að halda í við fólksfjölgun. Afar ólíklegt er það náist og mun sú staðreynd aðeins ýta undir frekari hækkanir á íbúðamarkaði. 23. febrúar 2017 07:00