Stony landaði hlutverki í mynd með Terrence Howard, Cara Delevinge og Jaden Smith Stefán Árni Pálsson skrifar 6. apríl 2017 14:30 Stony er heldur betur að slá í gegn. Þorsteinn Baldvinsson, betur þekktur sem Stony, hefur landað hlutverki í kvikmyndinni Life in a Year. Þetta kemur fram í frétt á vefsíðunni Miðjan. Með aðalhlutverk í kvikmyndinni fara þau Terrence Howard, ofurmódelið Cara Delevinge og Jaden Smith, sonur Jada Pinkett Smith og Will Smith. Leikstjóri myndarinnar er Mitja Okorn en hún verður frumsýnd árið 2018. Um er að ræða rómantíska kvikmynd um 17 ára dreng sem fær þær fréttir að kærastan hans er að deyja. Hann setur sér það markmið að gefa henni heila ævi á aðeins einu ári, og fara þau saman í ferðalag og reyna upplifa eins mikið og þau geta. Jaden Smith leikur 17 ára drenginn en Stony fer með hlutverk besta vinar hans. Cara Delevinge fer með hlutverk kærustunnar sem ber nafnið Isabell og fær hún þær fréttir að hún á aðeins eitt ár eftir ólifað. Sjá einnig: Stony í nýjum þætti á Nickelodeon Á dögunum greindi Vísir frá því að Stony fari með eitt aðalhlutverkanna í þáttunum Hunter Street sem frumsýndir voru á bandarísku barnastöðinni Nickelodeon á dögunum og það er því nóg að gera hjá þessum norðlenska þúsundþjalasmið. Bíó og sjónvarp Mest lesið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Þorsteinn Baldvinsson, betur þekktur sem Stony, hefur landað hlutverki í kvikmyndinni Life in a Year. Þetta kemur fram í frétt á vefsíðunni Miðjan. Með aðalhlutverk í kvikmyndinni fara þau Terrence Howard, ofurmódelið Cara Delevinge og Jaden Smith, sonur Jada Pinkett Smith og Will Smith. Leikstjóri myndarinnar er Mitja Okorn en hún verður frumsýnd árið 2018. Um er að ræða rómantíska kvikmynd um 17 ára dreng sem fær þær fréttir að kærastan hans er að deyja. Hann setur sér það markmið að gefa henni heila ævi á aðeins einu ári, og fara þau saman í ferðalag og reyna upplifa eins mikið og þau geta. Jaden Smith leikur 17 ára drenginn en Stony fer með hlutverk besta vinar hans. Cara Delevinge fer með hlutverk kærustunnar sem ber nafnið Isabell og fær hún þær fréttir að hún á aðeins eitt ár eftir ólifað. Sjá einnig: Stony í nýjum þætti á Nickelodeon Á dögunum greindi Vísir frá því að Stony fari með eitt aðalhlutverkanna í þáttunum Hunter Street sem frumsýndir voru á bandarísku barnastöðinni Nickelodeon á dögunum og það er því nóg að gera hjá þessum norðlenska þúsundþjalasmið.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira