Ferðast aftur hringinn í kringum landið til að vekja athygli á aðgengismálum Nadine Guðrún Yaghi skrifar 4. apríl 2017 21:00 "Og þó það verði það eina sem stendur eftir í minni forsetatíð þá skal það vera rampur hérna,“ segir Guðni Th Jóhannesson. Brandur Bjarnason Karlsson hefur lengi barist fyrir málefnum fatlaðs fólks. Fyrir um tveimur árum fór hann í hringferð um landið til að vekja athygli á aðgengismálum á landsbyggðinni. Í dag ákvað hann að endurtaka leikinn en hann lagði af stað í morgun ásamt nokkrum félögum sínum. Fyrsti áfangastaður Brands var á Bessastöðum þar sem Guðni Th Jóhannesson, forseti Íslands, tók vel á móti honum. Brandur segist vona að búið sé að bæta úr aðgengismálum á landsbyggðinni. „Það var víðast hvar frekar slæmt aðgengi. Það er þessi hugmynd um að maður sér velkomin. Ef það eru rampar þá veit maður að það þarf ekki að kalla út fjóra einstaklinga til að halda á manni upp stiga,“ segir Brandur og bætir við að aðgengismál á Íslandi séu ekki nógu góð. „Þetta eru náttúrulega mikið gömul hús og byggt á þeim tíma sem fólk var ekki mikið að hugsa um þetta. Kannski að einhverju leiti því á þeim tíma þá lifði fólk ekki af þau veikindi sem það lifir af í dag. Maður reynir að taka þessu ekki persónulega en þegar þetta gerist aftur og aftur og aftur og á ólíkum stöðum þá á endanum hættir maður að reyna og einangrar sig við bara við þessa örfáu staði þar sem maður veit að maður kemst inn. Þetta á það til að minnka soldið veröldina sem er aðgengileg fyrir manni,“ segir Brandur. Í dag er ferðinni heitið á Vík í Mýrdal, svo á Egilstaði, á Akureyri, á Borganes og svo aftur til Reykjavíkur. Aðgengi fyrir Brand á Bessastöðum var ekki uppá tíu og þótti Guðna það miður. „Okkur vantar ramp til dæmis. Auðvitað getum við reddað okkur og gerum það en eins og Brandur sagði við mig það er eitt að segja við getum reddað þessu og svo er annað hér er rampur og þið eruð velkomin. Og þó það verði það eina sem stendur eftir í minni forsetatíð þá skal það vera rampur hérna,“ segir Guðni Th Jóhannesson, forseti Íslands og bætir við að það sé heiður að fá að kveðja Brand fyrir reisuna í dag. „Þar sem rampinn vantar,“ segir Guðni. Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Fleiri fréttir Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Sjá meira
Brandur Bjarnason Karlsson hefur lengi barist fyrir málefnum fatlaðs fólks. Fyrir um tveimur árum fór hann í hringferð um landið til að vekja athygli á aðgengismálum á landsbyggðinni. Í dag ákvað hann að endurtaka leikinn en hann lagði af stað í morgun ásamt nokkrum félögum sínum. Fyrsti áfangastaður Brands var á Bessastöðum þar sem Guðni Th Jóhannesson, forseti Íslands, tók vel á móti honum. Brandur segist vona að búið sé að bæta úr aðgengismálum á landsbyggðinni. „Það var víðast hvar frekar slæmt aðgengi. Það er þessi hugmynd um að maður sér velkomin. Ef það eru rampar þá veit maður að það þarf ekki að kalla út fjóra einstaklinga til að halda á manni upp stiga,“ segir Brandur og bætir við að aðgengismál á Íslandi séu ekki nógu góð. „Þetta eru náttúrulega mikið gömul hús og byggt á þeim tíma sem fólk var ekki mikið að hugsa um þetta. Kannski að einhverju leiti því á þeim tíma þá lifði fólk ekki af þau veikindi sem það lifir af í dag. Maður reynir að taka þessu ekki persónulega en þegar þetta gerist aftur og aftur og aftur og á ólíkum stöðum þá á endanum hættir maður að reyna og einangrar sig við bara við þessa örfáu staði þar sem maður veit að maður kemst inn. Þetta á það til að minnka soldið veröldina sem er aðgengileg fyrir manni,“ segir Brandur. Í dag er ferðinni heitið á Vík í Mýrdal, svo á Egilstaði, á Akureyri, á Borganes og svo aftur til Reykjavíkur. Aðgengi fyrir Brand á Bessastöðum var ekki uppá tíu og þótti Guðna það miður. „Okkur vantar ramp til dæmis. Auðvitað getum við reddað okkur og gerum það en eins og Brandur sagði við mig það er eitt að segja við getum reddað þessu og svo er annað hér er rampur og þið eruð velkomin. Og þó það verði það eina sem stendur eftir í minni forsetatíð þá skal það vera rampur hérna,“ segir Guðni Th Jóhannesson, forseti Íslands og bætir við að það sé heiður að fá að kveðja Brand fyrir reisuna í dag. „Þar sem rampinn vantar,“ segir Guðni.
Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Fleiri fréttir Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Sjá meira