Túristi gekk örna sinna fyrir utan heimili Þorkels: „SO?“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 4. apríl 2017 20:20 Ferðamaðurinn var staddur rétt fyrir utan heimili Þorkells þegar hann hafði saurlát. Þorkell Daníel Eiríksson Þorkell Daníel Eiríksson lenti í heldur óskemmtilegu atviki í dag, þegar túristi nokkur gekk örna sinna einungis örfáa metra frá bæ hans í Fljótshlíð. Þetta kemur fram í Facebook færslu Þorkels, þar sem meðal annars má sjá myndir af umræddum túrista gera þarfir sínar en ljóst er á færslunni að Þorkell er afar þreyttur á slíku háttalagi. Þorkell tók sig til og benti manninum á að hér væri ekki um að ræða bílastæði, né heldur klósett. Þá svaraði maðurinn honum með einföldum hætti og spurði „Og hvað með það?“ eða „SO?“ á ensku. „Ég benti honum á að þetta væri ógeðslegt og enginn vildi fá fólk til sín skítandi upp við húsið.“ Segir Þorkell að maðurinn hafi þá engu svarað, nema með glotti.Þorkell Daníel Eiríksson„Honum var snarlega skipað að koma sér í burtu og taka til eftir sig og að á minni jörð væri hann ekki velkominn. Hann byrjaði að nöldra eitthvað á móti í svolitla stund en nú var ég orðinn fokillur og farinn að byrsta mig og þurfti enn og aftur að skipa helvítinu að koma sér í burtu, skellti svo hurðinni og loksins lufsaðist hann niður að bílnum. “ Segir Þorkell að maðurinn hafi þrátt fyrir allt ekki haft fyrir því að fjarlæga klósettpappírinn og saurinn eftir sjálfan sig. „Heldur keyrði hann heila 150-200 metra frá húsinu og hélt svo upp í brekkurnar. Nákvæmlega þangað sem hann var ekki velkominn.“ „Svona túristar eru óþolandi og nú mæli ég með því að skilyrði fyrir að fá að koma til landsins verði að það sé vottað að aðilinn sé kassavaninn.........“ Í samtali við Vísi segir Þorkell að þetta hafi komið fyrir ótalmörgum sinnum, fyrir utan heimili hans og það sé augljóst að það sé skortur á salernisaðstöðu fyrir ferðafólk í sveitinni. „Fólk stoppar ansi oft hérna fyrir utan og svo er bara látið vaða. Þegar maður fer svo inn í gljúfur þarf maður reglulega að moka, allan klósettpappírinn og ógeðið.“ „Svo fer maður út með hundinn og svo veltir hann sér upp úr einhverju og maður veit ekki nákvæmlega hvað það var. Það er alls ekki gaman þegar hann kemur inn svoleiðis og maður hugsar: „Var þetta eftir kind, hest eða mann?“ Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira
Þorkell Daníel Eiríksson lenti í heldur óskemmtilegu atviki í dag, þegar túristi nokkur gekk örna sinna einungis örfáa metra frá bæ hans í Fljótshlíð. Þetta kemur fram í Facebook færslu Þorkels, þar sem meðal annars má sjá myndir af umræddum túrista gera þarfir sínar en ljóst er á færslunni að Þorkell er afar þreyttur á slíku háttalagi. Þorkell tók sig til og benti manninum á að hér væri ekki um að ræða bílastæði, né heldur klósett. Þá svaraði maðurinn honum með einföldum hætti og spurði „Og hvað með það?“ eða „SO?“ á ensku. „Ég benti honum á að þetta væri ógeðslegt og enginn vildi fá fólk til sín skítandi upp við húsið.“ Segir Þorkell að maðurinn hafi þá engu svarað, nema með glotti.Þorkell Daníel Eiríksson„Honum var snarlega skipað að koma sér í burtu og taka til eftir sig og að á minni jörð væri hann ekki velkominn. Hann byrjaði að nöldra eitthvað á móti í svolitla stund en nú var ég orðinn fokillur og farinn að byrsta mig og þurfti enn og aftur að skipa helvítinu að koma sér í burtu, skellti svo hurðinni og loksins lufsaðist hann niður að bílnum. “ Segir Þorkell að maðurinn hafi þrátt fyrir allt ekki haft fyrir því að fjarlæga klósettpappírinn og saurinn eftir sjálfan sig. „Heldur keyrði hann heila 150-200 metra frá húsinu og hélt svo upp í brekkurnar. Nákvæmlega þangað sem hann var ekki velkominn.“ „Svona túristar eru óþolandi og nú mæli ég með því að skilyrði fyrir að fá að koma til landsins verði að það sé vottað að aðilinn sé kassavaninn.........“ Í samtali við Vísi segir Þorkell að þetta hafi komið fyrir ótalmörgum sinnum, fyrir utan heimili hans og það sé augljóst að það sé skortur á salernisaðstöðu fyrir ferðafólk í sveitinni. „Fólk stoppar ansi oft hérna fyrir utan og svo er bara látið vaða. Þegar maður fer svo inn í gljúfur þarf maður reglulega að moka, allan klósettpappírinn og ógeðið.“ „Svo fer maður út með hundinn og svo veltir hann sér upp úr einhverju og maður veit ekki nákvæmlega hvað það var. Það er alls ekki gaman þegar hann kemur inn svoleiðis og maður hugsar: „Var þetta eftir kind, hest eða mann?“
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira