Túristi gekk örna sinna fyrir utan heimili Þorkels: „SO?“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 4. apríl 2017 20:20 Ferðamaðurinn var staddur rétt fyrir utan heimili Þorkells þegar hann hafði saurlát. Þorkell Daníel Eiríksson Þorkell Daníel Eiríksson lenti í heldur óskemmtilegu atviki í dag, þegar túristi nokkur gekk örna sinna einungis örfáa metra frá bæ hans í Fljótshlíð. Þetta kemur fram í Facebook færslu Þorkels, þar sem meðal annars má sjá myndir af umræddum túrista gera þarfir sínar en ljóst er á færslunni að Þorkell er afar þreyttur á slíku háttalagi. Þorkell tók sig til og benti manninum á að hér væri ekki um að ræða bílastæði, né heldur klósett. Þá svaraði maðurinn honum með einföldum hætti og spurði „Og hvað með það?“ eða „SO?“ á ensku. „Ég benti honum á að þetta væri ógeðslegt og enginn vildi fá fólk til sín skítandi upp við húsið.“ Segir Þorkell að maðurinn hafi þá engu svarað, nema með glotti.Þorkell Daníel Eiríksson„Honum var snarlega skipað að koma sér í burtu og taka til eftir sig og að á minni jörð væri hann ekki velkominn. Hann byrjaði að nöldra eitthvað á móti í svolitla stund en nú var ég orðinn fokillur og farinn að byrsta mig og þurfti enn og aftur að skipa helvítinu að koma sér í burtu, skellti svo hurðinni og loksins lufsaðist hann niður að bílnum. “ Segir Þorkell að maðurinn hafi þrátt fyrir allt ekki haft fyrir því að fjarlæga klósettpappírinn og saurinn eftir sjálfan sig. „Heldur keyrði hann heila 150-200 metra frá húsinu og hélt svo upp í brekkurnar. Nákvæmlega þangað sem hann var ekki velkominn.“ „Svona túristar eru óþolandi og nú mæli ég með því að skilyrði fyrir að fá að koma til landsins verði að það sé vottað að aðilinn sé kassavaninn.........“ Í samtali við Vísi segir Þorkell að þetta hafi komið fyrir ótalmörgum sinnum, fyrir utan heimili hans og það sé augljóst að það sé skortur á salernisaðstöðu fyrir ferðafólk í sveitinni. „Fólk stoppar ansi oft hérna fyrir utan og svo er bara látið vaða. Þegar maður fer svo inn í gljúfur þarf maður reglulega að moka, allan klósettpappírinn og ógeðið.“ „Svo fer maður út með hundinn og svo veltir hann sér upp úr einhverju og maður veit ekki nákvæmlega hvað það var. Það er alls ekki gaman þegar hann kemur inn svoleiðis og maður hugsar: „Var þetta eftir kind, hest eða mann?“ Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Sjá meira
Þorkell Daníel Eiríksson lenti í heldur óskemmtilegu atviki í dag, þegar túristi nokkur gekk örna sinna einungis örfáa metra frá bæ hans í Fljótshlíð. Þetta kemur fram í Facebook færslu Þorkels, þar sem meðal annars má sjá myndir af umræddum túrista gera þarfir sínar en ljóst er á færslunni að Þorkell er afar þreyttur á slíku háttalagi. Þorkell tók sig til og benti manninum á að hér væri ekki um að ræða bílastæði, né heldur klósett. Þá svaraði maðurinn honum með einföldum hætti og spurði „Og hvað með það?“ eða „SO?“ á ensku. „Ég benti honum á að þetta væri ógeðslegt og enginn vildi fá fólk til sín skítandi upp við húsið.“ Segir Þorkell að maðurinn hafi þá engu svarað, nema með glotti.Þorkell Daníel Eiríksson„Honum var snarlega skipað að koma sér í burtu og taka til eftir sig og að á minni jörð væri hann ekki velkominn. Hann byrjaði að nöldra eitthvað á móti í svolitla stund en nú var ég orðinn fokillur og farinn að byrsta mig og þurfti enn og aftur að skipa helvítinu að koma sér í burtu, skellti svo hurðinni og loksins lufsaðist hann niður að bílnum. “ Segir Þorkell að maðurinn hafi þrátt fyrir allt ekki haft fyrir því að fjarlæga klósettpappírinn og saurinn eftir sjálfan sig. „Heldur keyrði hann heila 150-200 metra frá húsinu og hélt svo upp í brekkurnar. Nákvæmlega þangað sem hann var ekki velkominn.“ „Svona túristar eru óþolandi og nú mæli ég með því að skilyrði fyrir að fá að koma til landsins verði að það sé vottað að aðilinn sé kassavaninn.........“ Í samtali við Vísi segir Þorkell að þetta hafi komið fyrir ótalmörgum sinnum, fyrir utan heimili hans og það sé augljóst að það sé skortur á salernisaðstöðu fyrir ferðafólk í sveitinni. „Fólk stoppar ansi oft hérna fyrir utan og svo er bara látið vaða. Þegar maður fer svo inn í gljúfur þarf maður reglulega að moka, allan klósettpappírinn og ógeðið.“ „Svo fer maður út með hundinn og svo veltir hann sér upp úr einhverju og maður veit ekki nákvæmlega hvað það var. Það er alls ekki gaman þegar hann kemur inn svoleiðis og maður hugsar: „Var þetta eftir kind, hest eða mann?“
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Sjá meira