Foreldrar hafi varann á: Óhugnanlegt gervibarnaefni hrellir börn á YouTube Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 4. apríl 2017 19:18 Umrætt skjáskot er tekið úr einu slíkra myndbanda. Vísir/Skjáskot Ótalmörg myndbönd á vefsíðunni YouTube líta út fyrir að innihalda barnaefni, en þegar nánar er að gáð, er ljóst að um óhugnanleg myndbönd er um að ræða, sem ekkert eiga skylt við sjónvarpsefni sem framleitt er handa börnum. BBC greinir frá.Foreldrar sem ætla sér að sýna börnum sínum barnaefni á YouTube þurfa því að hafa varann á en umrædd myndbönd skipta hundruðum og eru þau flest hver með milljónir áhorfa og því gríðarlega vinsæl. Ljóst er að vel er hægt að græða á framleiðslu slíkra myndbanda.Hélt hún væri að sýna þriggja ára dóttur sinni Gurru Grís Þannig hafa borist fregnir af foreldrum sem hafa haldið að þau væru að sýna börnum sínum myndbönd af Gurru Grís, sem er vinsælt barnaefni um allan heim, en þegar nánar var að gáð var ljóst að svo var alls ekki. Í einu slíki tilviki fjallar þátturinn um ferð Gurru, sem er aðalkarakterinn í umræddu barnaefni, til tannlæknis, þar sem á að taka úr henni tönn. Þátturinn, sem virkar saklaus í fyrstu, verður fljótt óhugnanlegur.Þannig lýsir ein móðir því þegar hún sýndi þriggja ára dóttur sinni umræddan „Gurru Grís þátt:“„Gurra situr í stólnum og byrjar allt í einu að öskra og gráta og tannlæknirinn fer að hlæja á afar óhugnanlegan hátt. Þetta var alls ekki eitthvað sem barnið mitt átti að horfa á. Teikningarnar voru mjög líkar teikningunum úr alvöru þáttunum og mig grunaði þetta engan veginn í fyrstu.“ Fjöldi þessara myndbanda líkir ekki einungis eftir Gurru Grís, heldur er að finna myndbönd á vefsíðunni þar sem eru teikningar sem minna á Frozen, Minions og Tomma togvagn.Hvernig geta foreldrar forðast slík myndbönd? Í umfjöllun BBC er bent á að foreldrar geti valið viðeigandi stillingar á YouTube til þess að forðast slík myndbönd, en notendur geta valið svokallað „restricted mode“ sem kemur í veg fyrir að hægt sé að horfa á óleyfilegt myndefni á vefnum. Mælir vefsíðan meðal annars sjálf með því að foreldrar setji á þessa stillingu. Þá sé einnig sniðugt að nota smáforritið frá YouTube sem er sérstaklega hannað fyrir börn og ber nafnið „YouTube kids,“ en forritið kemur í veg fyrir að flest, en ekki öll, truflandi myndbönd sjáist. Hér að neðan má sjá eitt slíka myndbanda, þar sem lítur út fyrir að um ósköp venjulegt barnaefni sé um að ræða: Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Sjá meira
Ótalmörg myndbönd á vefsíðunni YouTube líta út fyrir að innihalda barnaefni, en þegar nánar er að gáð, er ljóst að um óhugnanleg myndbönd er um að ræða, sem ekkert eiga skylt við sjónvarpsefni sem framleitt er handa börnum. BBC greinir frá.Foreldrar sem ætla sér að sýna börnum sínum barnaefni á YouTube þurfa því að hafa varann á en umrædd myndbönd skipta hundruðum og eru þau flest hver með milljónir áhorfa og því gríðarlega vinsæl. Ljóst er að vel er hægt að græða á framleiðslu slíkra myndbanda.Hélt hún væri að sýna þriggja ára dóttur sinni Gurru Grís Þannig hafa borist fregnir af foreldrum sem hafa haldið að þau væru að sýna börnum sínum myndbönd af Gurru Grís, sem er vinsælt barnaefni um allan heim, en þegar nánar var að gáð var ljóst að svo var alls ekki. Í einu slíki tilviki fjallar þátturinn um ferð Gurru, sem er aðalkarakterinn í umræddu barnaefni, til tannlæknis, þar sem á að taka úr henni tönn. Þátturinn, sem virkar saklaus í fyrstu, verður fljótt óhugnanlegur.Þannig lýsir ein móðir því þegar hún sýndi þriggja ára dóttur sinni umræddan „Gurru Grís þátt:“„Gurra situr í stólnum og byrjar allt í einu að öskra og gráta og tannlæknirinn fer að hlæja á afar óhugnanlegan hátt. Þetta var alls ekki eitthvað sem barnið mitt átti að horfa á. Teikningarnar voru mjög líkar teikningunum úr alvöru þáttunum og mig grunaði þetta engan veginn í fyrstu.“ Fjöldi þessara myndbanda líkir ekki einungis eftir Gurru Grís, heldur er að finna myndbönd á vefsíðunni þar sem eru teikningar sem minna á Frozen, Minions og Tomma togvagn.Hvernig geta foreldrar forðast slík myndbönd? Í umfjöllun BBC er bent á að foreldrar geti valið viðeigandi stillingar á YouTube til þess að forðast slík myndbönd, en notendur geta valið svokallað „restricted mode“ sem kemur í veg fyrir að hægt sé að horfa á óleyfilegt myndefni á vefnum. Mælir vefsíðan meðal annars sjálf með því að foreldrar setji á þessa stillingu. Þá sé einnig sniðugt að nota smáforritið frá YouTube sem er sérstaklega hannað fyrir börn og ber nafnið „YouTube kids,“ en forritið kemur í veg fyrir að flest, en ekki öll, truflandi myndbönd sjáist. Hér að neðan má sjá eitt slíka myndbanda, þar sem lítur út fyrir að um ósköp venjulegt barnaefni sé um að ræða:
Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Sjá meira