Neytendasamtökin senda kvörtun vegna fiskmarkaða til Samkeppniseftirlits Heimir Már Pétursson skrifar 4. apríl 2017 13:18 Vísir/Egill Neytendasamtökin ætla að senda kvörtun til Samkeppniseftirlitsins vegna þess að Reiknistofa fiskmarkaðanna er hætt að birta upplýsingar um kaupendur á fiskmörkuðum. Framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna segir þetta geta leitt til hærra fiskverðs til neytenda. Neytendasamtökin óskuðu skýringa frá Reiknistofu fiskmarkaðanna í síðasta mánuði á því að í byrjun mars var hætt að birta upplýsingar um kaupendur á fiski á fiskmörkuðum. Ólafur Arnarson formaður Neytendasamtakanna sagði í fréttum okkar hinn 17. mars að Reiknistofan ætlaði að senda lögfræðiálit vegna málsins til samtakanna. Hann hafi fengið tölvupóst frá framkvæmdastjóra Reiknistofunnar þar sem vísað sé til skoðunar ótilgreinds lögmanns. „Niðurstaðan í þessu er að við erum að undirbúa formlegt erindi til Samkeppniseftirlitsins þar sem við kvörtum undan þessu og bendum á að þetta gangi gegn hagsmunum neytenda,“ segir Ólafur. Eyjólfur Guðlaugsson framkvæmdastjóri Reiknistofu fiskmarkaðanna segir almenna neytendur aldrei hafa haft aðgang að upplýsingar um kaupendur á fiskmörkuðum. Hins vegar höfðu þeir sem keyptu og seldu fisk með aðgangi sínum að uppboðsvefnum aðgang að upplýsingum um kaupendur þar til í byrjun síðasta mánaðar en hafa það ekki lengur.Þannig að kaupendur sjá ekki aðra kaupendur sem eru á markaðnum?„Nei, enda teljum við enga þörf á því. Okkur ber ekki samkvæmt lögum eða reglugerðum um fiskmarkaði að gera það. Þannig að okkar heimild er bara óljós í þeim efnum og við ákváðum að gera það ekki,“ segir Eyjólfur.Hættuð þið að birta þessar upplýsingar vegna þess að einhverjum líkaði ekki að þið gerðuð það? „Já, það var þannig.“Hverjir voru það? „Það voru aðrir kaupendur, markaðir og allir. Það voru ansi margir,“ segir Eyjólfur.Segir fyrirkomulag geta leitt til hærra verðs Formaður Neytendasamtakanna segir að þarna væri hægt að hafa gagnsæi á markaði neytendum í hag. „En það er valið að hafa ógagnsæi. Sem hentar ef til vill einhverjum aðilum sem eru að versla á markaði. En gengur gegn hagsmunum neytenda.“ Ólafur segir að þetta fyrirkomulag geti leitt til hækkunar fiskverðs til einstakra verslana og fiskkaupmanna sem kaupi allan sinn fisk á fiskmörkuðum. Þess vegna sé þetta neytendamál sem Samkeppniseftirlitið verði að úrskurða um. Framkvæmdastjóri Reiknistofunnar segir þetta ekki rétt samkvæmt tölfræðilegum upplýsingum. Stórir aðilar selji yfirleitt meira en þeir kaupi og þá séu lagalegar forsendur til að birta þessar upplýsingar veikar. „Við erum bara þjónustufyrirtæki við fiskmarkaðina. Samkvæmt heimildum við þá höfum við bara heimild til að birta það sem þeir leyfa okkur að birta. Og ef þeirra viðskiptavinir vilja ekki að við birtum þetta þá birtum við það ekki,“ Segir Eyjólfur og hann óttist ekki niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins í þessum málum.Haldið þið að þetta sé ekki að leiða til þess að fiskur til neytenda hækkar í verði? „Nei, ég get ekki séð að það hafi gerst. Verðið hefur hrunið liggur við frá því þetta gerðist eiginlega. Ég veit ekki hvort það er af þessum orsökum. Eflaust ekki. En það virðist ekki hafa nein áhrif,“ segir Eyjólfur Guðlaugsson. Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Innlent Fleiri fréttir Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sjá meira
Neytendasamtökin ætla að senda kvörtun til Samkeppniseftirlitsins vegna þess að Reiknistofa fiskmarkaðanna er hætt að birta upplýsingar um kaupendur á fiskmörkuðum. Framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna segir þetta geta leitt til hærra fiskverðs til neytenda. Neytendasamtökin óskuðu skýringa frá Reiknistofu fiskmarkaðanna í síðasta mánuði á því að í byrjun mars var hætt að birta upplýsingar um kaupendur á fiski á fiskmörkuðum. Ólafur Arnarson formaður Neytendasamtakanna sagði í fréttum okkar hinn 17. mars að Reiknistofan ætlaði að senda lögfræðiálit vegna málsins til samtakanna. Hann hafi fengið tölvupóst frá framkvæmdastjóra Reiknistofunnar þar sem vísað sé til skoðunar ótilgreinds lögmanns. „Niðurstaðan í þessu er að við erum að undirbúa formlegt erindi til Samkeppniseftirlitsins þar sem við kvörtum undan þessu og bendum á að þetta gangi gegn hagsmunum neytenda,“ segir Ólafur. Eyjólfur Guðlaugsson framkvæmdastjóri Reiknistofu fiskmarkaðanna segir almenna neytendur aldrei hafa haft aðgang að upplýsingar um kaupendur á fiskmörkuðum. Hins vegar höfðu þeir sem keyptu og seldu fisk með aðgangi sínum að uppboðsvefnum aðgang að upplýsingum um kaupendur þar til í byrjun síðasta mánaðar en hafa það ekki lengur.Þannig að kaupendur sjá ekki aðra kaupendur sem eru á markaðnum?„Nei, enda teljum við enga þörf á því. Okkur ber ekki samkvæmt lögum eða reglugerðum um fiskmarkaði að gera það. Þannig að okkar heimild er bara óljós í þeim efnum og við ákváðum að gera það ekki,“ segir Eyjólfur.Hættuð þið að birta þessar upplýsingar vegna þess að einhverjum líkaði ekki að þið gerðuð það? „Já, það var þannig.“Hverjir voru það? „Það voru aðrir kaupendur, markaðir og allir. Það voru ansi margir,“ segir Eyjólfur.Segir fyrirkomulag geta leitt til hærra verðs Formaður Neytendasamtakanna segir að þarna væri hægt að hafa gagnsæi á markaði neytendum í hag. „En það er valið að hafa ógagnsæi. Sem hentar ef til vill einhverjum aðilum sem eru að versla á markaði. En gengur gegn hagsmunum neytenda.“ Ólafur segir að þetta fyrirkomulag geti leitt til hækkunar fiskverðs til einstakra verslana og fiskkaupmanna sem kaupi allan sinn fisk á fiskmörkuðum. Þess vegna sé þetta neytendamál sem Samkeppniseftirlitið verði að úrskurða um. Framkvæmdastjóri Reiknistofunnar segir þetta ekki rétt samkvæmt tölfræðilegum upplýsingum. Stórir aðilar selji yfirleitt meira en þeir kaupi og þá séu lagalegar forsendur til að birta þessar upplýsingar veikar. „Við erum bara þjónustufyrirtæki við fiskmarkaðina. Samkvæmt heimildum við þá höfum við bara heimild til að birta það sem þeir leyfa okkur að birta. Og ef þeirra viðskiptavinir vilja ekki að við birtum þetta þá birtum við það ekki,“ Segir Eyjólfur og hann óttist ekki niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins í þessum málum.Haldið þið að þetta sé ekki að leiða til þess að fiskur til neytenda hækkar í verði? „Nei, ég get ekki séð að það hafi gerst. Verðið hefur hrunið liggur við frá því þetta gerðist eiginlega. Ég veit ekki hvort það er af þessum orsökum. Eflaust ekki. En það virðist ekki hafa nein áhrif,“ segir Eyjólfur Guðlaugsson.
Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Innlent Fleiri fréttir Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sjá meira