Þjóðgarðurinn álíka og 2-3 skuttogarar Kristján Már Unnarsson skrifar 4. apríl 2017 10:18 Mikil uppbygging á sér nú stað í ferðaþjónustu á utanverðu Snæfellsnesi og er áætlað að ný fjárfesting í hótelum, veitingahúsum og afþreyingarþjónustu undir Jökli nálgist tvo milljarða króna. Í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér að ofan, var rætt við Kristin Jónasson, bæjarstjóra Snæfellsbæjar, og Jón Björnsson, þjóðgarðsvörð Snæfellsjökuls. Umsvifin sjást vel á Arnarstapa þar sem gröfur og aðrar vinnuvélar eru á fullu þessa dagana. Norðan vegar reisir Prímus kaffi nýjan veitingaskála og sunnan vegar reisir Hótel Arnarstapi nýtt 36 herbergja hótel og þjónustumiðstöð. Á Hellnum er verið að undirbúa hótelbyggingu og áformað er að stækka Hótel Búðir. Á Staðarsveit er nýbúið að tvöfalda sveitagistinguna á Langaholti upp í fjörutíu herbergi og á Lýsuhóli rís reiðhöll með veitingastað til að þjóna ferðamönnum.Vonast er til að framkvæmdir við nýja þjóðgarðsmiðstöð Snæfellsjökuls hefjist á Hellissandi í haust.Mynd/Arkís arkitektar.Og ekki veitir af til að mæta fjölgun ferðamanna. Jón Björnsson þjóðgarðsvörður segir að borið hafi á því í vetur að talsvert hafi vantað upp á þjónustu. Gestirnir vilji til dæmis komast á veitingastaði. Bæjarstjóri Snæfellsbæjar, Kristinn Jónasson, áætlar að nýjar fjárfestingar í ferðaþjónustu í sveitarfélaginu nálgist tvo milljarða króna. Þetta vegi upp þá fækkun starfa sem orðið hafi í sjávarútvegi vegna tæknivæðingar. Í ferðaþjónustunni þurfi allsstaðar fólk, eins og í gistingu, matreiðslu og flutningum. Á Hellissandi er verið að reisa nýja álmu við Sjóminjasafnið til að bæta þjónustu við gestina og þar við hliðina er Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull einnig að fara að byggja, þar er búið að taka fyrstu skóflustungu að þjóðgarðsmiðstöð.Jón Björnsson þjóðgarðsvörður.Stöð 2/Sigurjón Ólason.„Ég gæti alveg trúað að svona þjóðgarður sé að velta inn í nærsamfélagið svona svipað og tveir til þrír skuttogarar, sem dæmi, ef við myndum vilja hafa samlíkingu,“ segir þjóðgarðsvörðurinn. Bæjarstjórinn tekur undir það að þjóðgarðurinn eigi þátt í auknum ferðamannastraumi út á Nesið ásamt þeirri almennu aukningu sem er til landsins. Kristinn Jónasson segir ferðamenn sækja í þjóðgarða því þar hljóti að vera eitthvað áhugavert að skoða. Það hjálpi mikið til. Nánar var fjallað um ferðaþjónustuna undir Jökli í þættinum „Um land allt" á Stöð 2. Snæfellsbær Um land allt Þjóðgarðar Tengdar fréttir Bændagistingin stækkar upp í 40 herbergja hótel Litla bændagistingin, sem byrjaði í einu herbergi á sveitabæ, er orðin að fjörutíu herbergja hóteli og einum stærsta vinnustað Staðarsveitar. 1. apríl 2017 21:45 Fiski og frönskum undir Jökli fylgir teppi að láni Söluvagn sem býður fisk og franskar er nýjasti útiveitingastaðurinn á Arnarstapa á Snæfellsnesi. 25. mars 2017 21:45 Spá hálfri milljón gesta í þjóðgarð Snæfellsjökuls Gestafjöldinn fyrstu þrjá mánuðina er orðinn meiri en hann var allt fyrsta rekstrarár þjóðgarðsins. 2. apríl 2017 21:30 Löngufjörur skópu þörf fyrir reiðhöll Svo vinsæll er íslenski hesturinn meðal útlendinga að bændurnir á Lýsuhóli á Snæfellsnesi eru búnir að reisa þúsund fermeta reiðhöll til að sýna erlendum ferðamönnum hestinn. 31. mars 2017 12:30 Veitingaskáli og hótel í smíðum á Arnarstapa Þessi 400 milljóna króna uppbygging er sú mesta í sögu þessa litla þorps, með 36 herbergja hóteli og þjónustumiðstöð. 1. desember 2016 20:30 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: Telur víst að Inga hafi beitt áhrifum sínum Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Fleiri fréttir Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: Telur víst að Inga hafi beitt áhrifum sínum Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sjá meira
Mikil uppbygging á sér nú stað í ferðaþjónustu á utanverðu Snæfellsnesi og er áætlað að ný fjárfesting í hótelum, veitingahúsum og afþreyingarþjónustu undir Jökli nálgist tvo milljarða króna. Í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér að ofan, var rætt við Kristin Jónasson, bæjarstjóra Snæfellsbæjar, og Jón Björnsson, þjóðgarðsvörð Snæfellsjökuls. Umsvifin sjást vel á Arnarstapa þar sem gröfur og aðrar vinnuvélar eru á fullu þessa dagana. Norðan vegar reisir Prímus kaffi nýjan veitingaskála og sunnan vegar reisir Hótel Arnarstapi nýtt 36 herbergja hótel og þjónustumiðstöð. Á Hellnum er verið að undirbúa hótelbyggingu og áformað er að stækka Hótel Búðir. Á Staðarsveit er nýbúið að tvöfalda sveitagistinguna á Langaholti upp í fjörutíu herbergi og á Lýsuhóli rís reiðhöll með veitingastað til að þjóna ferðamönnum.Vonast er til að framkvæmdir við nýja þjóðgarðsmiðstöð Snæfellsjökuls hefjist á Hellissandi í haust.Mynd/Arkís arkitektar.Og ekki veitir af til að mæta fjölgun ferðamanna. Jón Björnsson þjóðgarðsvörður segir að borið hafi á því í vetur að talsvert hafi vantað upp á þjónustu. Gestirnir vilji til dæmis komast á veitingastaði. Bæjarstjóri Snæfellsbæjar, Kristinn Jónasson, áætlar að nýjar fjárfestingar í ferðaþjónustu í sveitarfélaginu nálgist tvo milljarða króna. Þetta vegi upp þá fækkun starfa sem orðið hafi í sjávarútvegi vegna tæknivæðingar. Í ferðaþjónustunni þurfi allsstaðar fólk, eins og í gistingu, matreiðslu og flutningum. Á Hellissandi er verið að reisa nýja álmu við Sjóminjasafnið til að bæta þjónustu við gestina og þar við hliðina er Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull einnig að fara að byggja, þar er búið að taka fyrstu skóflustungu að þjóðgarðsmiðstöð.Jón Björnsson þjóðgarðsvörður.Stöð 2/Sigurjón Ólason.„Ég gæti alveg trúað að svona þjóðgarður sé að velta inn í nærsamfélagið svona svipað og tveir til þrír skuttogarar, sem dæmi, ef við myndum vilja hafa samlíkingu,“ segir þjóðgarðsvörðurinn. Bæjarstjórinn tekur undir það að þjóðgarðurinn eigi þátt í auknum ferðamannastraumi út á Nesið ásamt þeirri almennu aukningu sem er til landsins. Kristinn Jónasson segir ferðamenn sækja í þjóðgarða því þar hljóti að vera eitthvað áhugavert að skoða. Það hjálpi mikið til. Nánar var fjallað um ferðaþjónustuna undir Jökli í þættinum „Um land allt" á Stöð 2.
Snæfellsbær Um land allt Þjóðgarðar Tengdar fréttir Bændagistingin stækkar upp í 40 herbergja hótel Litla bændagistingin, sem byrjaði í einu herbergi á sveitabæ, er orðin að fjörutíu herbergja hóteli og einum stærsta vinnustað Staðarsveitar. 1. apríl 2017 21:45 Fiski og frönskum undir Jökli fylgir teppi að láni Söluvagn sem býður fisk og franskar er nýjasti útiveitingastaðurinn á Arnarstapa á Snæfellsnesi. 25. mars 2017 21:45 Spá hálfri milljón gesta í þjóðgarð Snæfellsjökuls Gestafjöldinn fyrstu þrjá mánuðina er orðinn meiri en hann var allt fyrsta rekstrarár þjóðgarðsins. 2. apríl 2017 21:30 Löngufjörur skópu þörf fyrir reiðhöll Svo vinsæll er íslenski hesturinn meðal útlendinga að bændurnir á Lýsuhóli á Snæfellsnesi eru búnir að reisa þúsund fermeta reiðhöll til að sýna erlendum ferðamönnum hestinn. 31. mars 2017 12:30 Veitingaskáli og hótel í smíðum á Arnarstapa Þessi 400 milljóna króna uppbygging er sú mesta í sögu þessa litla þorps, með 36 herbergja hóteli og þjónustumiðstöð. 1. desember 2016 20:30 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: Telur víst að Inga hafi beitt áhrifum sínum Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Fleiri fréttir Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: Telur víst að Inga hafi beitt áhrifum sínum Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sjá meira
Bændagistingin stækkar upp í 40 herbergja hótel Litla bændagistingin, sem byrjaði í einu herbergi á sveitabæ, er orðin að fjörutíu herbergja hóteli og einum stærsta vinnustað Staðarsveitar. 1. apríl 2017 21:45
Fiski og frönskum undir Jökli fylgir teppi að láni Söluvagn sem býður fisk og franskar er nýjasti útiveitingastaðurinn á Arnarstapa á Snæfellsnesi. 25. mars 2017 21:45
Spá hálfri milljón gesta í þjóðgarð Snæfellsjökuls Gestafjöldinn fyrstu þrjá mánuðina er orðinn meiri en hann var allt fyrsta rekstrarár þjóðgarðsins. 2. apríl 2017 21:30
Löngufjörur skópu þörf fyrir reiðhöll Svo vinsæll er íslenski hesturinn meðal útlendinga að bændurnir á Lýsuhóli á Snæfellsnesi eru búnir að reisa þúsund fermeta reiðhöll til að sýna erlendum ferðamönnum hestinn. 31. mars 2017 12:30
Veitingaskáli og hótel í smíðum á Arnarstapa Þessi 400 milljóna króna uppbygging er sú mesta í sögu þessa litla þorps, með 36 herbergja hóteli og þjónustumiðstöð. 1. desember 2016 20:30