Fótbolti

Emil frá vegna nýrnasteinakasts

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Emil hefur verið fastamaður hjá Udinese í vetur.
Emil hefur verið fastamaður hjá Udinese í vetur. vísir/getty
Emil Hallfreðsson lék ekki með Udinese þegar liðið gerði 2-2 jafntefli við Torino á útivelli í ítölsku úrvalsdeildinni í dag.

Samkvæmt heimasíðu Udinese fékk Emil nýrnasteinakast og gat því ekki leikið með liðinu í dag.

Udinese var 0-2 yfir þar til 20 mínútur voru eftir af leiknum en glutraði þeirri forystu niður.

Jakub Jankto kom Udinese yfir á 50. mínútu og 18 mínútum síðar bætti króatíski framherjinn Stipe Perica öðru marki við.

Reynsluboltinn Emiliano Moretti minnkaði muninn á 70. mínútu og sjö mínútum fyrir leikslok jafnaði markahrókurinn Andrea Belotti metin í 2-2 og tryggði Torino stig.

Udinese, sem er ósigrað í síðustu fjórum leikjum sínum, er í 12. sæti deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×