Ráðuneytið vinnur að gerð reglugerðar um fylgdarlaus börn á flótta Nadine Guðrún Yaghi skrifar 19. apríl 2017 21:17 Í dómsmálaráðuneytinu fer nú fram vinna við gerð reglugerðar um fylgdarlaus börn á flótta sem koma hingað til lands. Dómsmálaráðherra segir reglurnar snúa að verklagi og málsmeðferð þessara mála. Í síðustu viku var greint frá því að tveir hælisleitendur á barnsaldri sem komu fylgdarlausir hingað til lands með Norrænu í september dvelji einir á gistiheimili í miðbæ Reykjavík. Lögmaður þeirra segir þá búa við óviðunandi aðstæður og gagnrýnir stjórnvöld fyrir að hafa lítil afskipti af þeim. Þá sagði talskona Barnaheilla – Save the Children á Íslandi að brotið væri á réttindum barnanna þar sem úrræði vanti fyrir þau. Hún segir vanta samstarf milli Barnaverndarnefndar og Útlendingastofnunar um úrræði fyrir börnin. Sigríður Andersen dómsmálaráðherra segir að verið sé að bregðast við. „Það þarf klárlega að setja upp verklag sem rennur nokkuð áreynslulaust hérna og við erum nú að setja reglur með stoð í útlendingalögum. Auðvitað hefur verið unnið eftir ákveðnu verklagi hér en það þarf auðvitað að formgera það.“ Hún segir að um ræði málsmeðferðar- og verklagsreglur. „Hverjum ber hvað í þessu, það Útlendingastofnun, Barnaverndarstofu og barnaverndarnefndar í hverju sveitarfélagi. Þessir aðilar hafa allir hlutverki að gegna þegar kemur að fylgdarlausum börnum. Aðalmarkmið íslenskra yfirvalda þegar kemur að fylgdarlausum börnum er að leita og finna uppruna þeirra, finna fjölskyldur þeirra. Markmiðið er auðvitað sameina þessa einstaklinga fjölskyldum sínum.“ Sigríður segist vera vel meðvituð um stöðu fylgdarlausra á landinu. „Þau eru auðvitað vistuð í móttökustöðvum Útlendingastofnunar, á sérstökum fjölskyldugöngum. Í einhverjum tilvikum hefur það verið mat Útlendingastofnunar að það fari betur að þau séu vistuð annars staðar,“ segir Sigríður. Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Fleiri fréttir Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Sjá meira
Í dómsmálaráðuneytinu fer nú fram vinna við gerð reglugerðar um fylgdarlaus börn á flótta sem koma hingað til lands. Dómsmálaráðherra segir reglurnar snúa að verklagi og málsmeðferð þessara mála. Í síðustu viku var greint frá því að tveir hælisleitendur á barnsaldri sem komu fylgdarlausir hingað til lands með Norrænu í september dvelji einir á gistiheimili í miðbæ Reykjavík. Lögmaður þeirra segir þá búa við óviðunandi aðstæður og gagnrýnir stjórnvöld fyrir að hafa lítil afskipti af þeim. Þá sagði talskona Barnaheilla – Save the Children á Íslandi að brotið væri á réttindum barnanna þar sem úrræði vanti fyrir þau. Hún segir vanta samstarf milli Barnaverndarnefndar og Útlendingastofnunar um úrræði fyrir börnin. Sigríður Andersen dómsmálaráðherra segir að verið sé að bregðast við. „Það þarf klárlega að setja upp verklag sem rennur nokkuð áreynslulaust hérna og við erum nú að setja reglur með stoð í útlendingalögum. Auðvitað hefur verið unnið eftir ákveðnu verklagi hér en það þarf auðvitað að formgera það.“ Hún segir að um ræði málsmeðferðar- og verklagsreglur. „Hverjum ber hvað í þessu, það Útlendingastofnun, Barnaverndarstofu og barnaverndarnefndar í hverju sveitarfélagi. Þessir aðilar hafa allir hlutverki að gegna þegar kemur að fylgdarlausum börnum. Aðalmarkmið íslenskra yfirvalda þegar kemur að fylgdarlausum börnum er að leita og finna uppruna þeirra, finna fjölskyldur þeirra. Markmiðið er auðvitað sameina þessa einstaklinga fjölskyldum sínum.“ Sigríður segist vera vel meðvituð um stöðu fylgdarlausra á landinu. „Þau eru auðvitað vistuð í móttökustöðvum Útlendingastofnunar, á sérstökum fjölskyldugöngum. Í einhverjum tilvikum hefur það verið mat Útlendingastofnunar að það fari betur að þau séu vistuð annars staðar,“ segir Sigríður.
Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Fleiri fréttir Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Sjá meira