Fasteignaverð gæti náð sögulegu hámarki í apríl Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 19. apríl 2017 10:33 Raunverð komst hæst í október 2007 en féll mikið eftir það og nú í mars vantar aðeins eitt prósent upp á raunverðið til þess að sögulegri hæstu stöðu verði náð aftur. Búist er við að miðað við þróunina muni það gerast í apríl. Vísir/Anton Þjóðskrá Íslands birti í gær tölur um fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu í mars og voru hækkanir milli mánaða verulegar að þessu sinni. Eru þær meiri en sést hafa lengi og virðist takturinn stígandi. Hækkanir síðustu tólf mánaða eru mjög miklar og þarf að fara allt aftur til upphafs ársins 2006 til að sjá álíka tölur. Raunverð fasteigna mun líklega ná hæstu hæðum í apríl. Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans. Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 2,7 prósent milli mánaða í mars og þar af hækkaði fjölbýli um 2,5 prósent og sérbýli um 3,3 prósent. Samkvæmt tölum Þjóðskrár hefur fjölbýli hækkað um 21,3 prósent á síðustu 12 mánuðum, sérbýli um 20,2 prósent og er heildarhækkunin 20,9 prósent.Raunverð hækkað um 21 prósent Þá hafa hækkanir á fjölbýli og sérbýli aukist verulega allra síðustu mánuði. Árshækkun fasteignaverðs var lengi vel á bilinu 8 til 10 prósent en er nú komin yfir 20 prósenta markið. Vísitala neysluverðs án húsnæðis í marsmánuði var þannig um 1,7 prósent lægri en í mars 2016, þannig að allar nafnverðshækkanir á húsnæði síðasta árið koma nú fram sem meiri raunverðshækkun en sú tala sýnir. Raunverð fasteigna hefur hækkað um um það bil 21,3 prósent á einu ári frá mars 2016 til mars 2017. Raunverð komst hæst í október 2007 en féll mikið eftir það og nú í mars vantar aðeins eitt prósent upp á raunverðið til þess að sögulegri hæstu stöðu verði náð aftur. Búist er við að miðað við þróunina muni það gerast í apríl.Spennuástandið verði viðvarandi í nokkurn tíma Hækkanirnar einskorðast þó ekki við höfuðborgarsvæðið því sé litið á stærstu sveitarfélög utan höfuðborgarsvæðisins má sjá að þróunin er mjög svipuð þar. „Mikil kaupmáttaraukning ráðstöfunartekna var lengi vel helsti drifkraftur hækkana fasteignaverðs. Nokkuð hefur dregið úr kaupmáttaraukningu og því er það einkum misvægi á milli framboðs og eftirspurnar á fasteignum sem heldur spennunni á markaðnum uppi. Það mun taka langan tíma að auka framboð húsnæðis og því mun þetta spennuástand vara í nokkur misseri enn,“ segir í Hagsjá Landsbankans. Húsnæðismál Mest lesið Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Sjá meira
Þjóðskrá Íslands birti í gær tölur um fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu í mars og voru hækkanir milli mánaða verulegar að þessu sinni. Eru þær meiri en sést hafa lengi og virðist takturinn stígandi. Hækkanir síðustu tólf mánaða eru mjög miklar og þarf að fara allt aftur til upphafs ársins 2006 til að sjá álíka tölur. Raunverð fasteigna mun líklega ná hæstu hæðum í apríl. Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans. Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 2,7 prósent milli mánaða í mars og þar af hækkaði fjölbýli um 2,5 prósent og sérbýli um 3,3 prósent. Samkvæmt tölum Þjóðskrár hefur fjölbýli hækkað um 21,3 prósent á síðustu 12 mánuðum, sérbýli um 20,2 prósent og er heildarhækkunin 20,9 prósent.Raunverð hækkað um 21 prósent Þá hafa hækkanir á fjölbýli og sérbýli aukist verulega allra síðustu mánuði. Árshækkun fasteignaverðs var lengi vel á bilinu 8 til 10 prósent en er nú komin yfir 20 prósenta markið. Vísitala neysluverðs án húsnæðis í marsmánuði var þannig um 1,7 prósent lægri en í mars 2016, þannig að allar nafnverðshækkanir á húsnæði síðasta árið koma nú fram sem meiri raunverðshækkun en sú tala sýnir. Raunverð fasteigna hefur hækkað um um það bil 21,3 prósent á einu ári frá mars 2016 til mars 2017. Raunverð komst hæst í október 2007 en féll mikið eftir það og nú í mars vantar aðeins eitt prósent upp á raunverðið til þess að sögulegri hæstu stöðu verði náð aftur. Búist er við að miðað við þróunina muni það gerast í apríl.Spennuástandið verði viðvarandi í nokkurn tíma Hækkanirnar einskorðast þó ekki við höfuðborgarsvæðið því sé litið á stærstu sveitarfélög utan höfuðborgarsvæðisins má sjá að þróunin er mjög svipuð þar. „Mikil kaupmáttaraukning ráðstöfunartekna var lengi vel helsti drifkraftur hækkana fasteignaverðs. Nokkuð hefur dregið úr kaupmáttaraukningu og því er það einkum misvægi á milli framboðs og eftirspurnar á fasteignum sem heldur spennunni á markaðnum uppi. Það mun taka langan tíma að auka framboð húsnæðis og því mun þetta spennuástand vara í nokkur misseri enn,“ segir í Hagsjá Landsbankans.
Húsnæðismál Mest lesið Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Sjá meira