Fara ótroðnar slóðir með íslenskan bjór á dælum utan á gámi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. apríl 2017 10:31 Teikning Sam Wood af gámnum, eins og hann mun koma til með að líta út. Sam Wood Bjóráhugafólk á Íslandi á von á öðruvísi sendingu af bjór til landsins í sumar. Maine Brewers’ Guild á Austurströnd Bandaríkjanna og Eimskip hafa efnt til samstarfs sem felur í sér öðruvísi tegund flutninga á öli milli landa. Gámur, fullur af bjór og með utanáliggjandi dælum. Um málið er fjallað í fjölmiðlum í Maine en hugmyndin er að kynna bjór frá Maine á nýjum mörkuðum og um leið að fá íslenskan bjór á bandarískan markað. Sean Sullivan, framkvæmdastjóri hjá Maien Brewers’ Guild, segir verkefnið ekki auðvelt, alls ekki ódýrt og ekki sé verið að apa eftir neinum. Verið sé að fara ótroðnar slóðir. Bjórframleiðendur í Maine vilji vera á undan tískunni og komast á evrópskan markað þar sem bjórþyrstir Evrópubúar vilja í auknum mæli drekka bandarískan bjór. Áfangastaðir Eimskipa eru á fimmta tug og ætla bjórframleiðendur í Maine að nýta skipin til að breiða út fagnaðarerindið um bjórinn sinn. „Amerískur bjór er sjóðandi heit vara í Evrópu sem Evrópubúar sækja af ákafa í,“ segir Sullivan. Gámurinn, sem nefndur er bjórbox (e. beer box), verður fullur af bjórkútum frá bruggverksmiðjum héðan og þaðan í Maine. Hans fyrsti viðkomustaður verður bjórhátíð í Reykjavík þann 24. júní.Í framhaldinu verður bjórboxið, ef að líkum lætur með tómum bjórkútum, fyllt á nýjan leik en nú með íslenskum bjór. Íslenskt öl verður teigað á bjórhátíð í Portland í Maine í lok júlí.Markmiðið er svo að halda áfram útbreiðslu bjórs í Maine í þeim borgum sem Eimskip flytur vörur til. Þær eru á fimmta tug og má sjá á kortinu hér að ofan sem fengið er af vefsíðu Eimskipa. Mest lesið Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Bjóráhugafólk á Íslandi á von á öðruvísi sendingu af bjór til landsins í sumar. Maine Brewers’ Guild á Austurströnd Bandaríkjanna og Eimskip hafa efnt til samstarfs sem felur í sér öðruvísi tegund flutninga á öli milli landa. Gámur, fullur af bjór og með utanáliggjandi dælum. Um málið er fjallað í fjölmiðlum í Maine en hugmyndin er að kynna bjór frá Maine á nýjum mörkuðum og um leið að fá íslenskan bjór á bandarískan markað. Sean Sullivan, framkvæmdastjóri hjá Maien Brewers’ Guild, segir verkefnið ekki auðvelt, alls ekki ódýrt og ekki sé verið að apa eftir neinum. Verið sé að fara ótroðnar slóðir. Bjórframleiðendur í Maine vilji vera á undan tískunni og komast á evrópskan markað þar sem bjórþyrstir Evrópubúar vilja í auknum mæli drekka bandarískan bjór. Áfangastaðir Eimskipa eru á fimmta tug og ætla bjórframleiðendur í Maine að nýta skipin til að breiða út fagnaðarerindið um bjórinn sinn. „Amerískur bjór er sjóðandi heit vara í Evrópu sem Evrópubúar sækja af ákafa í,“ segir Sullivan. Gámurinn, sem nefndur er bjórbox (e. beer box), verður fullur af bjórkútum frá bruggverksmiðjum héðan og þaðan í Maine. Hans fyrsti viðkomustaður verður bjórhátíð í Reykjavík þann 24. júní.Í framhaldinu verður bjórboxið, ef að líkum lætur með tómum bjórkútum, fyllt á nýjan leik en nú með íslenskum bjór. Íslenskt öl verður teigað á bjórhátíð í Portland í Maine í lok júlí.Markmiðið er svo að halda áfram útbreiðslu bjórs í Maine í þeim borgum sem Eimskip flytur vörur til. Þær eru á fimmta tug og má sjá á kortinu hér að ofan sem fengið er af vefsíðu Eimskipa.
Mest lesið Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira