Fastur í vélinni á vellinum í tvær klukkustundir: Í topp fimmtán af verstu martröðum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 17. apríl 2017 19:25 Sólmundur Hólm Sólmundarson. VÍSIR/STEFÁN Sólmundur Hólm Sólmundarson, útvarpsmaður og grínisti, er nú staddur í flugvél ungverska flugfélagsins Wizz Air, á Keflavíkurflugvelli, ásamt kærustunni sinni, Viktoríu Hermannsdóttur, en vélin, sem flaug frá Búdapest, lenti klukkan 17 í dag. Of mikill vindur er á flugvellinum, til þess að hægt sé að setja stiga eða landgang að vélinni. Stormur hefur gengið yfir landið í dag og hann hefur sett sinn svip á flugsamgöngur. Sólmundur hefur þurft að dúsa í flugvélinni í tvo tíma, eftir fimm klukkustunda langt flug, og þegar Vísir náði tali af honum var ekki ljóst hvenær hann kæmist út. Hann segist, á léttum nótum, vera staddur í einni af sínum verstu martröðum. „Þetta er ömurlegt. Ég óska ekki nokkrum manni að þurfa að lenda í þessu. Það er enginn að fara út úr nokkurri vél hérna. Þetta er hræðilegt ástand,“ segir Sólmundur. Hann segir þó að lífsreynslan hafi verið skárri en hann hafi búist við, sem hafi komið á óvart. „Ég hef heyrt af svona, að fólk hafi lent í þessu og ímyndað mér hvað ég yrði geðveikur. En ég verð bara að segja að þetta hefur liðið hraðar en mig grunaði, þessir tveir tímar hafa liðið furðulega hratt, en við erum hins vegar alveg að tapa gleðinni.“ „Ég hefði betur átt að fara til San Franscisco, ég man það næst. Þetta er held ég, ein af mínum verstu martröðum, allavega í topp fimmtán,“ segir Sólmundur og greinilega stutt í húmorinn. „Ég vil trúa því að maður lendi bara í þessu einu sinni á ævinni. Það er kannski fínt að taka það bara út núna.“ Hann segir að reynslan hafi að öllum líkindum verið skárri vegna þess að hann og Viktoría eru með fullhlaðin snjalltæki. Þegar blaðamaður náði tali af Sólmundi, tilkynnti flugmaður vélarinnar að nú væru einungis fimm mínútur í að farþegar gætu yfirgefið vélina. Sólmundur var ekki bjartsýnn, þrátt fyrir þær upplýsingar. „Ég á eftir að sjá það gerast.“ Þegar blaðamaður heyrði svo í Sólmundi um fimmtán mínútum síðar, var hann enn í vélinni, en stigi var þó kominn að vélinni og rúta. en að sögn Sólmundar er eins og vindurinn hafi aukist. „Tíminn er lengur að líða eftir að ég sá rútuna og stigann. Þetta er agalegt, þetta er svo ógurlega leiðinlegt.“ Tíu mínútum síðar, þegar blaðamaður heyrði aftur í Sólmundi, var hann loksins kominn út úr vélinni og upp í rútu, og því búinn að taka gleði sína á ný. „Tíminn frá því að búið var að opna og þar til ég komst út, var svipað langur og tíminn sem leið frá því að ég lenti og beið í vélinni, svona þegar maður sá fyrir endann á þessu. En gleðin er komin aftur. “ Fréttir af flugi Mest lesið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Sjá meira
Sólmundur Hólm Sólmundarson, útvarpsmaður og grínisti, er nú staddur í flugvél ungverska flugfélagsins Wizz Air, á Keflavíkurflugvelli, ásamt kærustunni sinni, Viktoríu Hermannsdóttur, en vélin, sem flaug frá Búdapest, lenti klukkan 17 í dag. Of mikill vindur er á flugvellinum, til þess að hægt sé að setja stiga eða landgang að vélinni. Stormur hefur gengið yfir landið í dag og hann hefur sett sinn svip á flugsamgöngur. Sólmundur hefur þurft að dúsa í flugvélinni í tvo tíma, eftir fimm klukkustunda langt flug, og þegar Vísir náði tali af honum var ekki ljóst hvenær hann kæmist út. Hann segist, á léttum nótum, vera staddur í einni af sínum verstu martröðum. „Þetta er ömurlegt. Ég óska ekki nokkrum manni að þurfa að lenda í þessu. Það er enginn að fara út úr nokkurri vél hérna. Þetta er hræðilegt ástand,“ segir Sólmundur. Hann segir þó að lífsreynslan hafi verið skárri en hann hafi búist við, sem hafi komið á óvart. „Ég hef heyrt af svona, að fólk hafi lent í þessu og ímyndað mér hvað ég yrði geðveikur. En ég verð bara að segja að þetta hefur liðið hraðar en mig grunaði, þessir tveir tímar hafa liðið furðulega hratt, en við erum hins vegar alveg að tapa gleðinni.“ „Ég hefði betur átt að fara til San Franscisco, ég man það næst. Þetta er held ég, ein af mínum verstu martröðum, allavega í topp fimmtán,“ segir Sólmundur og greinilega stutt í húmorinn. „Ég vil trúa því að maður lendi bara í þessu einu sinni á ævinni. Það er kannski fínt að taka það bara út núna.“ Hann segir að reynslan hafi að öllum líkindum verið skárri vegna þess að hann og Viktoría eru með fullhlaðin snjalltæki. Þegar blaðamaður náði tali af Sólmundi, tilkynnti flugmaður vélarinnar að nú væru einungis fimm mínútur í að farþegar gætu yfirgefið vélina. Sólmundur var ekki bjartsýnn, þrátt fyrir þær upplýsingar. „Ég á eftir að sjá það gerast.“ Þegar blaðamaður heyrði svo í Sólmundi um fimmtán mínútum síðar, var hann enn í vélinni, en stigi var þó kominn að vélinni og rúta. en að sögn Sólmundar er eins og vindurinn hafi aukist. „Tíminn er lengur að líða eftir að ég sá rútuna og stigann. Þetta er agalegt, þetta er svo ógurlega leiðinlegt.“ Tíu mínútum síðar, þegar blaðamaður heyrði aftur í Sólmundi, var hann loksins kominn út úr vélinni og upp í rútu, og því búinn að taka gleði sína á ný. „Tíminn frá því að búið var að opna og þar til ég komst út, var svipað langur og tíminn sem leið frá því að ég lenti og beið í vélinni, svona þegar maður sá fyrir endann á þessu. En gleðin er komin aftur. “
Fréttir af flugi Mest lesið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Sjá meira