Fimm grunaðir um aðild að hnífstungunni á Akureyri Hulda Hólmkelsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 17. apríl 2017 11:59 Lögreglan á Akureyri fer með rannsókn málsins. Vísir/Pjetur Tveir karlar og ein kona hafa verið úrskurðuð í gæsluvarðhald til 21. apríl næstkomandi vegna hnífstunguárásar í Kjarnaskógi á Akureyri á föstudaginn langa. Einn til viðbótar var handtekinn í tengslum við málið í gær og gerir lögreglan á Akureyri ráð fyrir að sá fimmti verði handtekinn vegna málsins. Meintur árásarmaður, sem er nýorðinn 18 ára, ásamt pari, tvítugri konu og 27 ára karlmanni, voru handtekin á föstudagskvöld vegna málsins og leidd fyrir dómara á laugardag. Þá var einn til viðbótar handtekinn á laugardag vegna málsins. Guðmundur St Svanlaugsson, rannsóknarlögreglumaður, segir að enn einn maður sé grunaður um aðild að málinu. „Við semsagt erum með fjögur í haldi, þar af þrjú sem eru í gæsluvarðhaldi fram á föstudag á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Það vantaði ennþá tvo aðila sem voru þarna á vettvangi, þegar gæsluvarðhaldsúrskurðinn var kveðinn upp og annar þessara aðila var handtekinn í gærkvöldi, þannig það vantar einn.“Hafið þið ekki hugmynd um hvar hann er? „Jú þetta er allt að skýrast. Ég reikna nú með því að það verði bara í dag sem við náum honum, að öllu óbreyttu.“ Þannig eru fimm einstaklingar grunaðir um aðild að málinu. „Það verður að spá í hvort þetta hafi verið skipulagt, það bendir allt til þess.“ Maðurinn sem varð fyrir árásinni, var stunginn tvisvar sinnum í lærið og hlaut við það slagæðarblæðingu. Hann var fluttur á Sjúkrahúsið á Akureyri þar sem hann fór í sex klukkustunda langa aðgerð. Guðmundur, segir að árásin hafi verið mjög alvarleg og að rannsókn málsins sé í fullum gangi. Hnífsstunga í Kjarnaskógi Tengdar fréttir Þrír í gæsluvarðhaldi vegna hnífstungunnar á Akureyri Tveir karlar og ein kona hafa verið úrskurðuð í gæsluvarðhald til 21. apríl næstkomandi vegna hnífstunguárásar í Kjarnaskógi á Akureyri á föstudaginn langa. 16. apríl 2017 19:23 Hnífstungumálið á Akureyri: Lögreglan hefur farið fram á gæsluvarðhald Lögreglan hefur farið fram á gæsluvarðhald yfir þeim þremur aðilum sem talin eru tengjast alvarlegri hnífstunguárás á Akureyri í gær. 15. apríl 2017 21:02 Þrír í haldi vegna hnífstungu á Akureyri Stunginn í lærið í Kjarnaskógi. 15. apríl 2017 09:20 Hnífstunga á Akureyri: Úr lífshættu eftir sex klukkustunda langa aðgerð "Hefði honum ekki verið komið á sjúkrahús hefði honum hugsanlega blætt út.“ 15. apríl 2017 10:53 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent „Vonbrigði“ Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Sjá meira
Tveir karlar og ein kona hafa verið úrskurðuð í gæsluvarðhald til 21. apríl næstkomandi vegna hnífstunguárásar í Kjarnaskógi á Akureyri á föstudaginn langa. Einn til viðbótar var handtekinn í tengslum við málið í gær og gerir lögreglan á Akureyri ráð fyrir að sá fimmti verði handtekinn vegna málsins. Meintur árásarmaður, sem er nýorðinn 18 ára, ásamt pari, tvítugri konu og 27 ára karlmanni, voru handtekin á föstudagskvöld vegna málsins og leidd fyrir dómara á laugardag. Þá var einn til viðbótar handtekinn á laugardag vegna málsins. Guðmundur St Svanlaugsson, rannsóknarlögreglumaður, segir að enn einn maður sé grunaður um aðild að málinu. „Við semsagt erum með fjögur í haldi, þar af þrjú sem eru í gæsluvarðhaldi fram á föstudag á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Það vantaði ennþá tvo aðila sem voru þarna á vettvangi, þegar gæsluvarðhaldsúrskurðinn var kveðinn upp og annar þessara aðila var handtekinn í gærkvöldi, þannig það vantar einn.“Hafið þið ekki hugmynd um hvar hann er? „Jú þetta er allt að skýrast. Ég reikna nú með því að það verði bara í dag sem við náum honum, að öllu óbreyttu.“ Þannig eru fimm einstaklingar grunaðir um aðild að málinu. „Það verður að spá í hvort þetta hafi verið skipulagt, það bendir allt til þess.“ Maðurinn sem varð fyrir árásinni, var stunginn tvisvar sinnum í lærið og hlaut við það slagæðarblæðingu. Hann var fluttur á Sjúkrahúsið á Akureyri þar sem hann fór í sex klukkustunda langa aðgerð. Guðmundur, segir að árásin hafi verið mjög alvarleg og að rannsókn málsins sé í fullum gangi.
Hnífsstunga í Kjarnaskógi Tengdar fréttir Þrír í gæsluvarðhaldi vegna hnífstungunnar á Akureyri Tveir karlar og ein kona hafa verið úrskurðuð í gæsluvarðhald til 21. apríl næstkomandi vegna hnífstunguárásar í Kjarnaskógi á Akureyri á föstudaginn langa. 16. apríl 2017 19:23 Hnífstungumálið á Akureyri: Lögreglan hefur farið fram á gæsluvarðhald Lögreglan hefur farið fram á gæsluvarðhald yfir þeim þremur aðilum sem talin eru tengjast alvarlegri hnífstunguárás á Akureyri í gær. 15. apríl 2017 21:02 Þrír í haldi vegna hnífstungu á Akureyri Stunginn í lærið í Kjarnaskógi. 15. apríl 2017 09:20 Hnífstunga á Akureyri: Úr lífshættu eftir sex klukkustunda langa aðgerð "Hefði honum ekki verið komið á sjúkrahús hefði honum hugsanlega blætt út.“ 15. apríl 2017 10:53 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent „Vonbrigði“ Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Sjá meira
Þrír í gæsluvarðhaldi vegna hnífstungunnar á Akureyri Tveir karlar og ein kona hafa verið úrskurðuð í gæsluvarðhald til 21. apríl næstkomandi vegna hnífstunguárásar í Kjarnaskógi á Akureyri á föstudaginn langa. 16. apríl 2017 19:23
Hnífstungumálið á Akureyri: Lögreglan hefur farið fram á gæsluvarðhald Lögreglan hefur farið fram á gæsluvarðhald yfir þeim þremur aðilum sem talin eru tengjast alvarlegri hnífstunguárás á Akureyri í gær. 15. apríl 2017 21:02
Hnífstunga á Akureyri: Úr lífshættu eftir sex klukkustunda langa aðgerð "Hefði honum ekki verið komið á sjúkrahús hefði honum hugsanlega blætt út.“ 15. apríl 2017 10:53