Aukið eftirlit vegna tilrauna til að tæla börn upp í bíl Nadine Guðrún Yaghi skrifar 16. apríl 2017 18:30 Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni í Hafnarfirði Karlmaður reyndi að lokka níu ára dreng upp í bíl til sín á Völlunum í Hafnarfirði í gær. Níu slík tilvik hafa komið upp á höfuðborgarsvæðinu á síðustu fjórum vikum og þar af fimm í Hafnarfirði. Faðir drengsins segir hann hafa brugðist hárrétt við. Drengurinn var á leið heim til vinar síns þegar atvikið átti sér stað á Kirkjuvöllum í Hafnarfirði. Faðir drengsins, sem ekki vill koma fram undir nafni drengsins vegna, segir hann hafa brugðist hárrétt við. „Hann var að fara að hlaupa til vinar síns. Við búum á Völlunum í Hafnarfirði en vinur hans býr í Áslandinu. Þetta gerist neðst í götunni okkar. Það er maður á vinnubíl sem reynir að lokka hann til sín og segist vera með fullt af nammi í bílnum og fartölvur, hvort hann vilji ekki koma til sín. Sem betur fer brást hann hárrétt við og hljóp eins og fætur toguðu upp í Ásland,“ segir faðir drengsins. Atvikið var tilkynnt til lögreglu skömmu síðar sem tók skýrslu af drengnum. Drengurinn lýsti manninum sem þrekvöxnum karlmanni í kringum fimmtugt með skegg. Atvikið í gær er ekki það fyrsta sem kemur upp í hverfinu. Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni í Hafnarfirði, segir að fimm mál hafi komið upp í Hafnarfirði á síðustu fórum vikum þar sem tilkynnt hefur verið um tilraun til að reyna tæla barn upp í bíl. Málin séu níu á höfuðborgarsvæðinu. Enginn hafi verið handtekinn vegna málanna en rætt hafi verið við einn mann sem talinn er eiga aðild að einhverjum málanna. „Sem við teljum að eigi allavega tvær tilkynningar hér í Hafnarfirði og eitthvað annars staðar á höfuðborgarsvæðinu. Hann hefur komið við sögu áður í svipuðum málum,“ segir Margeir og bætir við að lögreglan hafi aukið eftirlit á þeim svæðum sem tilkynningarnar hafa borist frá. Margeir segir að rannsókn málsins sem kom upp á Völlunum í gær sé í fullum gangi. Tengdar fréttir Reyndi að lokka níu ára dreng upp í bíl Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú nokkur slík mál. 16. apríl 2017 13:45 Mest lesið Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Fleiri fréttir Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Sjá meira
Karlmaður reyndi að lokka níu ára dreng upp í bíl til sín á Völlunum í Hafnarfirði í gær. Níu slík tilvik hafa komið upp á höfuðborgarsvæðinu á síðustu fjórum vikum og þar af fimm í Hafnarfirði. Faðir drengsins segir hann hafa brugðist hárrétt við. Drengurinn var á leið heim til vinar síns þegar atvikið átti sér stað á Kirkjuvöllum í Hafnarfirði. Faðir drengsins, sem ekki vill koma fram undir nafni drengsins vegna, segir hann hafa brugðist hárrétt við. „Hann var að fara að hlaupa til vinar síns. Við búum á Völlunum í Hafnarfirði en vinur hans býr í Áslandinu. Þetta gerist neðst í götunni okkar. Það er maður á vinnubíl sem reynir að lokka hann til sín og segist vera með fullt af nammi í bílnum og fartölvur, hvort hann vilji ekki koma til sín. Sem betur fer brást hann hárrétt við og hljóp eins og fætur toguðu upp í Ásland,“ segir faðir drengsins. Atvikið var tilkynnt til lögreglu skömmu síðar sem tók skýrslu af drengnum. Drengurinn lýsti manninum sem þrekvöxnum karlmanni í kringum fimmtugt með skegg. Atvikið í gær er ekki það fyrsta sem kemur upp í hverfinu. Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni í Hafnarfirði, segir að fimm mál hafi komið upp í Hafnarfirði á síðustu fórum vikum þar sem tilkynnt hefur verið um tilraun til að reyna tæla barn upp í bíl. Málin séu níu á höfuðborgarsvæðinu. Enginn hafi verið handtekinn vegna málanna en rætt hafi verið við einn mann sem talinn er eiga aðild að einhverjum málanna. „Sem við teljum að eigi allavega tvær tilkynningar hér í Hafnarfirði og eitthvað annars staðar á höfuðborgarsvæðinu. Hann hefur komið við sögu áður í svipuðum málum,“ segir Margeir og bætir við að lögreglan hafi aukið eftirlit á þeim svæðum sem tilkynningarnar hafa borist frá. Margeir segir að rannsókn málsins sem kom upp á Völlunum í gær sé í fullum gangi.
Tengdar fréttir Reyndi að lokka níu ára dreng upp í bíl Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú nokkur slík mál. 16. apríl 2017 13:45 Mest lesið Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Fleiri fréttir Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Sjá meira
Reyndi að lokka níu ára dreng upp í bíl Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú nokkur slík mál. 16. apríl 2017 13:45