Vonir um íslenska páskafugla Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. apríl 2017 06:00 Valdís Þóra og Ólafía Þórunn verða báðar á fullu næstu daga. mynd/gsí Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Valdís Þóra Jónsdóttir verða flottir fulltrúar íslenska golfsins á erlendri grundu um páskahelgina þegar þær verða báðar í eldlínunni á tveimur stærstu mótaröðum heims. Þetta verður í fyrsta sinn í sögunni þar sem íslenskir kylfingar keppa á þessum virtustu mótaröðum kvennagolfsins á sama tíma. Ólafía Þórunn hefur þegar keppt á fjórum mótum á bandarísku mótaröðinni og komist tvisvar í gegnum niðurskurðinn. Valdís Þóra er á leiðinni á sitt annað mót á evrópsku mótaröðinni en Ólafía keppti ekki helgina þegar Valdís var á Oates Victorian Open í Ástralíu. Ólafía Þórunn er komin til Hawaii-eyja þar sem hún keppir á Lotte/Hershey-mótinu á LPGA mótaröðinni. Hún hóf keppni í nótt og löngu eftir að Fréttablaðið fór í prentun en klukkan á Hawaii er tíu tímum á eftir þeirri á Íslandi. Flestir af bestu kylfingum heims eru á meðal keppenda á Oahu-eyju.Fimmta LPGA-mótið Þetta er fimmta mótið hjá Ólafíu Þórunni á sterkustu atvinnumótaröð heims. Hún komst í gegnum niðurskurðinn á fyrstu tveimur mótunum. Hún náði ekki að komast í gegnum niðurskurðinn á síðustu tveimur mótum. Það munaði mjög litlu á þriðja mótinu í Phoenix en á síðasta móti í Kaliforníu spilaði hún í fyrsta sinn yfir pari á LPGA-mótaröðinni. Valdís Þóra Jónsdóttir er aftur á móti stödd í Marokkó þar sem hún svo eftirminnilega tryggði sér sæti á evrópsku mótaröðinni í desember síðastliðnum. Valdís var þar í öðru sæti sem er besti árangur sem íslenskur kylfingur hefur náð á lokaúrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina. Mótið í Marokkó er haldið samhliða móti á Evrópumótaröðinni í karlaflokki. Þetta er annað mótið á þessu tímabili þar sem leikið er á LET-mótaröðinni samhliða atvinnumóti í karlaflokki. Valdís lék einnig á slíku móti í Ástralíu á sínu fyrsta LET-móti á ferlinum en mótið í Marokkó er annað mót á þessu stigi. Valdís Þóra endaði í 51. sæti á Oates Victorian-mótinu í Ástralíu þar sem hún lék samtals á einu höggi undir pari. Hún náði ekki síðasta niðurskurðinum og spilaði því ekki lokadaginn.Ólík tölfræði hjá stelpunum Það er fróðlegt að bera saman tölur stelpnanna í þessum fyrstu mótum sem sýnir að vissu leyti hvað þær eru ólíkar. Það er reyndar aðeins eitt mót búið hjá Valdísi Þóru en samanburðurinn er engu að síður fróðlegur. Ólafía Þórunn kemur nefnilega mjög vel út í nákvæmni í upphafshöggum (84 prósent, 21. sæti) og fáum púttum (29,0 - 27. sæti) en ekki eins vel í því að hitta flatir í áætluðum höggfjölda (66 prósent - 117. sæti) eða að bjarga sér upp úr sandgryfjum (32 prósent - 129. sæti). Valdís Þóra er aftur á móti best í því að bjarga sér upp úr sandgryfjum (100 prósent - 1. sæti) og að hitta flatir í áætluðum höggfjölda (78 prósent - 9. sæti) en hefur gengið verr í nákvæmni sinni í upphafshöggum (64 prósent, 77. sæti) og að pútta (32,0 - 69. sæti). Þær geta vonandi bætt þessar tölur um helgina.Bæði mótin á Golfstöðinni Íslenskir golfáhugamenn ættu að geta eytt páskahelginni í að fylgjast með íslensku stelpunum. Lotte/Hershey-mót Ólafíu Þórunnar verður í beinni á Golfstöðinni alla dagana og þá verða tveir síðustu dagarnir á móti Valdísar Þóru í Marokkó einnig sýndir á Golfstöðinni á laugardag og sunnudag. Nú er bara að vona að það verði nóg af íslenskum páskafuglum hjá okkar konum og að þær nái báðar niðurskurðinum, sem verður eftir leik í nótt hjá Ólafíu en eftir leik á morgun hjá Valdísi Þóru. Golf Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti Fleiri fréttir Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Valdís Þóra Jónsdóttir verða flottir fulltrúar íslenska golfsins á erlendri grundu um páskahelgina þegar þær verða báðar í eldlínunni á tveimur stærstu mótaröðum heims. Þetta verður í fyrsta sinn í sögunni þar sem íslenskir kylfingar keppa á þessum virtustu mótaröðum kvennagolfsins á sama tíma. Ólafía Þórunn hefur þegar keppt á fjórum mótum á bandarísku mótaröðinni og komist tvisvar í gegnum niðurskurðinn. Valdís Þóra er á leiðinni á sitt annað mót á evrópsku mótaröðinni en Ólafía keppti ekki helgina þegar Valdís var á Oates Victorian Open í Ástralíu. Ólafía Þórunn er komin til Hawaii-eyja þar sem hún keppir á Lotte/Hershey-mótinu á LPGA mótaröðinni. Hún hóf keppni í nótt og löngu eftir að Fréttablaðið fór í prentun en klukkan á Hawaii er tíu tímum á eftir þeirri á Íslandi. Flestir af bestu kylfingum heims eru á meðal keppenda á Oahu-eyju.Fimmta LPGA-mótið Þetta er fimmta mótið hjá Ólafíu Þórunni á sterkustu atvinnumótaröð heims. Hún komst í gegnum niðurskurðinn á fyrstu tveimur mótunum. Hún náði ekki að komast í gegnum niðurskurðinn á síðustu tveimur mótum. Það munaði mjög litlu á þriðja mótinu í Phoenix en á síðasta móti í Kaliforníu spilaði hún í fyrsta sinn yfir pari á LPGA-mótaröðinni. Valdís Þóra Jónsdóttir er aftur á móti stödd í Marokkó þar sem hún svo eftirminnilega tryggði sér sæti á evrópsku mótaröðinni í desember síðastliðnum. Valdís var þar í öðru sæti sem er besti árangur sem íslenskur kylfingur hefur náð á lokaúrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina. Mótið í Marokkó er haldið samhliða móti á Evrópumótaröðinni í karlaflokki. Þetta er annað mótið á þessu tímabili þar sem leikið er á LET-mótaröðinni samhliða atvinnumóti í karlaflokki. Valdís lék einnig á slíku móti í Ástralíu á sínu fyrsta LET-móti á ferlinum en mótið í Marokkó er annað mót á þessu stigi. Valdís Þóra endaði í 51. sæti á Oates Victorian-mótinu í Ástralíu þar sem hún lék samtals á einu höggi undir pari. Hún náði ekki síðasta niðurskurðinum og spilaði því ekki lokadaginn.Ólík tölfræði hjá stelpunum Það er fróðlegt að bera saman tölur stelpnanna í þessum fyrstu mótum sem sýnir að vissu leyti hvað þær eru ólíkar. Það er reyndar aðeins eitt mót búið hjá Valdísi Þóru en samanburðurinn er engu að síður fróðlegur. Ólafía Þórunn kemur nefnilega mjög vel út í nákvæmni í upphafshöggum (84 prósent, 21. sæti) og fáum púttum (29,0 - 27. sæti) en ekki eins vel í því að hitta flatir í áætluðum höggfjölda (66 prósent - 117. sæti) eða að bjarga sér upp úr sandgryfjum (32 prósent - 129. sæti). Valdís Þóra er aftur á móti best í því að bjarga sér upp úr sandgryfjum (100 prósent - 1. sæti) og að hitta flatir í áætluðum höggfjölda (78 prósent - 9. sæti) en hefur gengið verr í nákvæmni sinni í upphafshöggum (64 prósent, 77. sæti) og að pútta (32,0 - 69. sæti). Þær geta vonandi bætt þessar tölur um helgina.Bæði mótin á Golfstöðinni Íslenskir golfáhugamenn ættu að geta eytt páskahelginni í að fylgjast með íslensku stelpunum. Lotte/Hershey-mót Ólafíu Þórunnar verður í beinni á Golfstöðinni alla dagana og þá verða tveir síðustu dagarnir á móti Valdísar Þóru í Marokkó einnig sýndir á Golfstöðinni á laugardag og sunnudag. Nú er bara að vona að það verði nóg af íslenskum páskafuglum hjá okkar konum og að þær nái báðar niðurskurðinum, sem verður eftir leik í nótt hjá Ólafíu en eftir leik á morgun hjá Valdísi Þóru.
Golf Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti Fleiri fréttir Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira