550 hestafla Mustang Ecoboost á 33.000 dollara Finnur Thorlacius skrifar 12. apríl 2017 09:46 Ford Mustang. Það eru ekki margri 550 hestafla sportbílarnir sem fást á minna en 4 milljónir króna en slík kaup má gera hjá einum umboðsaðila Ford í Ohio, nánar tiltekið í bænum Lebanon. Þar er þessi vinsæli bíll til sölu með viðbótar Borg-Warner forþjöppu og stærri keflablásara tengda við venjulega Ecoboost Ford vél sem senda 550 hestöfl til afturhjóla bílsins. Verð bílsins er 32.995 dollarar, eða innan við 4 milljónir króna. Ódýrasta gerð Mustang kostar 26.195 dollara en Mustang GT kostar 33.195 dollara. 2018 árgerðin af Ford Mustang GT er 455 hestöfl og því er þessi ódýri Mustang Ecoboost tæplega 100 hestöflum öflugri en samt ódýrari. Þetta magnaða tilboð umboðsaðilans í Ohio ætti því að freista margra þeirra sem vilja eignast öflugan sportbíl á spottprís. Hingað kominn yrði þessi magnaði bíll þó nokkru dýrari þar sem hann fellur vafalaust ekki í ódýrasta vörugjaldsflokk. Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent
Það eru ekki margri 550 hestafla sportbílarnir sem fást á minna en 4 milljónir króna en slík kaup má gera hjá einum umboðsaðila Ford í Ohio, nánar tiltekið í bænum Lebanon. Þar er þessi vinsæli bíll til sölu með viðbótar Borg-Warner forþjöppu og stærri keflablásara tengda við venjulega Ecoboost Ford vél sem senda 550 hestöfl til afturhjóla bílsins. Verð bílsins er 32.995 dollarar, eða innan við 4 milljónir króna. Ódýrasta gerð Mustang kostar 26.195 dollara en Mustang GT kostar 33.195 dollara. 2018 árgerðin af Ford Mustang GT er 455 hestöfl og því er þessi ódýri Mustang Ecoboost tæplega 100 hestöflum öflugri en samt ódýrari. Þetta magnaða tilboð umboðsaðilans í Ohio ætti því að freista margra þeirra sem vilja eignast öflugan sportbíl á spottprís. Hingað kominn yrði þessi magnaði bíll þó nokkru dýrari þar sem hann fellur vafalaust ekki í ódýrasta vörugjaldsflokk.
Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent