Sean Spicer segir Hitler skárri en Assad vegna þess að hann hafi ekki notað efnavopn Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 11. apríl 2017 19:58 Sean Spicer virðist hafa gleymt því í dag, að Hitler notaði vissulega efnavopn gagnvart saklausum borgurum. Vísir/EPA Sean Spicer, blaðamannafulltrúi Hvíta hússins, hefur vakið athygli með ummælum sem hann lét falla á blaðamannafundi í dag. Þar sagði hann að Adolf Hitler væri þrátt fyrir allt skárri en Bashar al-Assad, sýrlenski einræðisherrann, vegna þess að hann hefði ekki notað efnavopn. Ummælin hafa vakið mikla athygli enda talsmenn Hvíta hússins ekki þekktir fyrir að verja Adolf Hitler, einræðisherrann alræmda, né heldur fyrir að gera lítið úr og gleyma þjáningum þeirra milljóna gyðinga sem dóu vegna efnavopna í síðari heimsstyrjöldinni. Spicer virðist hafa þótt mikilvægt að benda á hve hræðilegur Assad væri raunverulega með líkingunni.„Hitler sökk ekki einu sinni svo lágt að nota efnavopn.“ Áhugamenn um sagnfræði vita flestir að ummæli Spicer, eru eins furðuleg og þau eru kolröng, en alkunna er að nasistar notuðu eiturgas í miklum mæli til að myrða saklaust fólk og þá sérstaklega gyðinga, en sex milljónir gyðingar létu lífið í útrýmingarbúðum þeirra. Blaðamönnum á fundinum þóttu ummæli Spicer, enda furðuleg og þegar hann var spurður nánar út í hvað hann hefði nákvæmlega meint með ummælum sínum, svaraði Spicer:„Þegar þú ert kominn út í sarín gas, þá er ekki.....hann var ekki að nota gas gegn sínu eigin fólki á sama hátt og Assad. Hann notaði þau í útrýmingarmiðstöðvum, ég skil það. En það sem ég meina er að benda á að sú aðferð sem Assad beitir til að nota gasið, hvernig hann sleppir gasinu lausu í bæjum, er öðruvísi....ég ætlaði ekki að segja að Hitler hefði ekki notað gas.“ Í fréttaskýringum bandarískra fjölmiðla eru þessi ummæli og þessi leiðrétting Spicer rekin ofan í hann, en nasistar notuðust ekki einungis við slíkar útrýmingabúðir, eða það sem Spicer kallar „miðstöðvar,“ heldur notuðu nasistar einnig sérstaka bíla, sem nýttir voru til þess að myrða fólk með eiturgasi og það í þeirra eigin bæjarfélögum. Í sömu umfjöllunum er Spicer harðlega gagnrýndur fyrir þessi ummæli sín og mörgum þótt sem hann hafi gert lítið úr þjáningum þeirra milljóna gyðinga, sem létu lífið í helförinni vegna efnavopnabeitingu nasista. Spicer gaf út tilkynningu síðar í dag vegna málsins, þar sem hann harmaði ummæli sín og sagðist á „engan hátt hafa ætlað að gera lítið úr fórnarlömbum helfararinnar.“NEW: a second clarification from the @presssec on Assad/Hitler comparison: pic.twitter.com/IU8OA5jFAb— Hallie Jackson (@HallieJackson) April 11, 2017 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent „Vonbrigði“ Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Fleiri fréttir Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Sjá meira
Sean Spicer, blaðamannafulltrúi Hvíta hússins, hefur vakið athygli með ummælum sem hann lét falla á blaðamannafundi í dag. Þar sagði hann að Adolf Hitler væri þrátt fyrir allt skárri en Bashar al-Assad, sýrlenski einræðisherrann, vegna þess að hann hefði ekki notað efnavopn. Ummælin hafa vakið mikla athygli enda talsmenn Hvíta hússins ekki þekktir fyrir að verja Adolf Hitler, einræðisherrann alræmda, né heldur fyrir að gera lítið úr og gleyma þjáningum þeirra milljóna gyðinga sem dóu vegna efnavopna í síðari heimsstyrjöldinni. Spicer virðist hafa þótt mikilvægt að benda á hve hræðilegur Assad væri raunverulega með líkingunni.„Hitler sökk ekki einu sinni svo lágt að nota efnavopn.“ Áhugamenn um sagnfræði vita flestir að ummæli Spicer, eru eins furðuleg og þau eru kolröng, en alkunna er að nasistar notuðu eiturgas í miklum mæli til að myrða saklaust fólk og þá sérstaklega gyðinga, en sex milljónir gyðingar létu lífið í útrýmingarbúðum þeirra. Blaðamönnum á fundinum þóttu ummæli Spicer, enda furðuleg og þegar hann var spurður nánar út í hvað hann hefði nákvæmlega meint með ummælum sínum, svaraði Spicer:„Þegar þú ert kominn út í sarín gas, þá er ekki.....hann var ekki að nota gas gegn sínu eigin fólki á sama hátt og Assad. Hann notaði þau í útrýmingarmiðstöðvum, ég skil það. En það sem ég meina er að benda á að sú aðferð sem Assad beitir til að nota gasið, hvernig hann sleppir gasinu lausu í bæjum, er öðruvísi....ég ætlaði ekki að segja að Hitler hefði ekki notað gas.“ Í fréttaskýringum bandarískra fjölmiðla eru þessi ummæli og þessi leiðrétting Spicer rekin ofan í hann, en nasistar notuðust ekki einungis við slíkar útrýmingabúðir, eða það sem Spicer kallar „miðstöðvar,“ heldur notuðu nasistar einnig sérstaka bíla, sem nýttir voru til þess að myrða fólk með eiturgasi og það í þeirra eigin bæjarfélögum. Í sömu umfjöllunum er Spicer harðlega gagnrýndur fyrir þessi ummæli sín og mörgum þótt sem hann hafi gert lítið úr þjáningum þeirra milljóna gyðinga, sem létu lífið í helförinni vegna efnavopnabeitingu nasista. Spicer gaf út tilkynningu síðar í dag vegna málsins, þar sem hann harmaði ummæli sín og sagðist á „engan hátt hafa ætlað að gera lítið úr fórnarlömbum helfararinnar.“NEW: a second clarification from the @presssec on Assad/Hitler comparison: pic.twitter.com/IU8OA5jFAb— Hallie Jackson (@HallieJackson) April 11, 2017
Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent „Vonbrigði“ Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Fleiri fréttir Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Sjá meira