Leik Dortmund og Monaco frestað vegna sprengjuárásar Tómas Þór Þórðarson skrifar 11. apríl 2017 18:30 Rútan varð mögulega fyrir sprengjuárás. vísir Marc Bartra, miðvörður þýska 1. deildar liðsins Borussia Dortmund, er á leið á sjúkrahús eftir að þrjár sprengjur sprungu við liðsrútu Þjóðverjanna á leið á Signal Iduna-völlinn þar sem þeir áttu að mæta Monaco í Meistaradeildinni í kvöld. Tekin hefur verið ákvörðun um að fresta leiknum til klukkan 16.45 á morgun. Dortmund-liðið greindi sjálft frá því á Twitter að „atvik“ átti sér stað þar sem einn slasaðist en sagði ekki meira en það til að byrja með. Lögreglan í Dortmund staðfesti svo á Twitter-síðu sinni að sprengja sprakk í um tíu mínútna fjarlægð frá vellinum við hótel liðsins.Í frétt á vefsíðu þýska blaðsins Bild er fullyrt að sprengjunni hafi verið komið fyrir á veginum og hún sprengd þegar rúta Dortmund-liðsins keyrði yfir hana. Sem fyrr segir slasaðist Marc Bartra og hefur verið staðfest að hann er á leið á spítala til að gera að sárum hans. Þau eru þó ekki alvarleg. Atburðarásin eftir fyrstu fréttir var svona:18:07: Dortmund staðfestir nú á Twitter-síðu sinni að sprengja sprakk við rútu liðsins þegar hún var að fara af stað frá hótelinu. Leikmenn eru á öruggum stað og allir eru óhultir sem eru mættir á völlinn.18.15: Svo virðist sem það sé í lagi með Marc Bartra samkvæmt enska blaðamanninum Ed Mylon. Hans fólk hefur gefið út að í lagi er með Spánverjann. Það gæti verið að þessi sprengja hafi verið stór flugeldur.18.17: Tekin verður ákvörðun um hvort leikurinn fari fram um 18.30. Bartra var meiddur á hendi og svo virðist sem ástandið sé ekki jafn slæmt og haldið var í fyrstu.18.32 Leiknum hefur verið frestað til morguns.19:02: Að því er fram kemur á vef BBC sprungu þrjár sprengjur við rútu liðsins. Rúður brotnuðu í rútunni við sprengingarnar. BREAKING: #BVB v #ASM postponed and will be played tomorrow https://t.co/fxFkMIxUeg #SSNHQ— Sky Sports News HQ (@SkySportsNewsHQ) April 11, 2017 The current state of the Borussia Dortmund team bus... pic.twitter.com/OW8LQngDoM— FourFourTweet (@FourFourTweet) April 11, 2017 Bartra's people tell @sport that he is okay. Here's hoping it was just an errant firecracker— Ed Malyon (@eaamalyon) April 11, 2017 Bombenexplosion am Mannschaftsbus am Mannschaftshotel. Spieler in Sicherheit. Keine Gefahr im und am Stadion. Weitere Infos folgen. #bvbasm— Borussia Dortmund (@BVB) April 11, 2017 Bei Abfahrt unseres Busses hat sich ein Vorfall ereignet. Eine Person wurde dabei verletzt. Weitere Infos folgen. #bvbasm— Borussia Dortmund (@BVB) April 11, 2017 Im Bereich #Dortmund #Höchsten hat es eine #Explosion gegeben. Wir sind mit starken Kräften vor Ort. Die Lage ist derzeit noch unklar.— Polizei NRW DO (@polizei_nrw_do) April 11, 2017 Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Sjá meira
Marc Bartra, miðvörður þýska 1. deildar liðsins Borussia Dortmund, er á leið á sjúkrahús eftir að þrjár sprengjur sprungu við liðsrútu Þjóðverjanna á leið á Signal Iduna-völlinn þar sem þeir áttu að mæta Monaco í Meistaradeildinni í kvöld. Tekin hefur verið ákvörðun um að fresta leiknum til klukkan 16.45 á morgun. Dortmund-liðið greindi sjálft frá því á Twitter að „atvik“ átti sér stað þar sem einn slasaðist en sagði ekki meira en það til að byrja með. Lögreglan í Dortmund staðfesti svo á Twitter-síðu sinni að sprengja sprakk í um tíu mínútna fjarlægð frá vellinum við hótel liðsins.Í frétt á vefsíðu þýska blaðsins Bild er fullyrt að sprengjunni hafi verið komið fyrir á veginum og hún sprengd þegar rúta Dortmund-liðsins keyrði yfir hana. Sem fyrr segir slasaðist Marc Bartra og hefur verið staðfest að hann er á leið á spítala til að gera að sárum hans. Þau eru þó ekki alvarleg. Atburðarásin eftir fyrstu fréttir var svona:18:07: Dortmund staðfestir nú á Twitter-síðu sinni að sprengja sprakk við rútu liðsins þegar hún var að fara af stað frá hótelinu. Leikmenn eru á öruggum stað og allir eru óhultir sem eru mættir á völlinn.18.15: Svo virðist sem það sé í lagi með Marc Bartra samkvæmt enska blaðamanninum Ed Mylon. Hans fólk hefur gefið út að í lagi er með Spánverjann. Það gæti verið að þessi sprengja hafi verið stór flugeldur.18.17: Tekin verður ákvörðun um hvort leikurinn fari fram um 18.30. Bartra var meiddur á hendi og svo virðist sem ástandið sé ekki jafn slæmt og haldið var í fyrstu.18.32 Leiknum hefur verið frestað til morguns.19:02: Að því er fram kemur á vef BBC sprungu þrjár sprengjur við rútu liðsins. Rúður brotnuðu í rútunni við sprengingarnar. BREAKING: #BVB v #ASM postponed and will be played tomorrow https://t.co/fxFkMIxUeg #SSNHQ— Sky Sports News HQ (@SkySportsNewsHQ) April 11, 2017 The current state of the Borussia Dortmund team bus... pic.twitter.com/OW8LQngDoM— FourFourTweet (@FourFourTweet) April 11, 2017 Bartra's people tell @sport that he is okay. Here's hoping it was just an errant firecracker— Ed Malyon (@eaamalyon) April 11, 2017 Bombenexplosion am Mannschaftsbus am Mannschaftshotel. Spieler in Sicherheit. Keine Gefahr im und am Stadion. Weitere Infos folgen. #bvbasm— Borussia Dortmund (@BVB) April 11, 2017 Bei Abfahrt unseres Busses hat sich ein Vorfall ereignet. Eine Person wurde dabei verletzt. Weitere Infos folgen. #bvbasm— Borussia Dortmund (@BVB) April 11, 2017 Im Bereich #Dortmund #Höchsten hat es eine #Explosion gegeben. Wir sind mit starken Kräften vor Ort. Die Lage ist derzeit noch unklar.— Polizei NRW DO (@polizei_nrw_do) April 11, 2017
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Sjá meira