Sergio Garcia: Æðislegt að ná þessu á afmælisdegi Ballesteros Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. apríl 2017 08:15 Danny Willett klæðir Sergio Garcia í græna jakkann. Vísir/Getty Spánverjinn Sergio Garcia vann í gær Mastersmótið í golfi eftir sigur í umspili á móti Englendingnum Justin Rose. Einvígi þeirra félaga um titilinn var æsispennandi og frábær skemmtun. Það þótti við hæfi að fyrsti sigur Sergio Garcia á risamóti á ferlinum kæmi að degi sem hefði orðið sextugasti afmælisdagur landa hans Seve Ballesteros ef Ballesteros hefði lifað. Seve Ballesteros vann Mastersmótið 1980 og 1983 en hann lést árið 2011. „Ég er búinn að bíða svo lengi eftir þessu og ég er svo ánægður,“ sagði hinn 37 ára gamli Sergio Garcia eftir sigurinn. „Að ná þessu á sextugs afmælisdegi Seve og komast í hóp með honum og [Jose Maria] Olazabal, fyrirmyndanna minna í golfinu, er eitthvað alveg stórkostlegt,“ sagði Sergio Garcia. „Jose sendi mér SMS á miðvikudaginn þar sem hann sagði mér hversu mikla trú hann hefði á mér og að ég þyrfti að trúa á sjálfan mig, halda ró minni og ekki láta hluti hafa áhrif á mig eins og hefur gerst oft áður,“ sagði Garcia sem hafði oft verið í toppbaráttunni á risamóti án þess að ná að fagna sigri. „Ég hafði alltaf á tilfinningunni að þessi völlur myndi gefa mér einn risatitil. Sú tilfinning breyttist hinsvegar eftir því sem árin liðu og mér fór að líða óþægilega á vellinum. Ég var því búinn að sætta mig við að þessi titil kæmi aldrei,“ sagði Garcia en um helgina gekk allt upp. „Ég vissi að ég var að spila vel. Ég hef líklega aldrei verið svona rólegur áður á risamóti. Ég hélt jákvæðinni þrátt fyrir nokkra skolla því ég vissi að gæti náð fuglum á komandi holum. Ég er svo ánægður,“ sagði Sergio Garcia sem er ellefti á heimslistanum en kemst væntanlega upp í tíunda sætið með þessum sigri. Það fór vel á með Sergio Garcia og Justin Rose þrátt fyrir harða baráttu og að mikið var undir. „Við erum góðir vinir og berum mikla virðingu fyrir hvorum öðrum. Við vorum að hvetja hvorn annan áfram. Við vildum að vinna hinn en ekki að hinn myndi tapa þessu,“ sagði Garcia.Sergio García breaks through for his 1st win in a major. His previous best finish was 2nd (4 times). #themasters pic.twitter.com/ShHa3PAbZg— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) April 9, 2017 3 Spaniards have held a 54-hole lead in #themasters. All 3 went on to win. pic.twitter.com/UP9o968Kke— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) April 9, 2017 Golf Tengdar fréttir Eyðimerkurgöngu Garcia lokið Eftir rúmlega 20 ára bið og 73 risamót kom loksins að því að Spánverjinn Sergio Garcia ynni risamót. Hann vann Masters-mótið eftir ótrúlega rimmu gegn Justin Rose. Bráðabana þurfti til að fá sigurvegara á mótinu. 9. apríl 2017 23:32 Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti Fleiri fréttir Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Spánverjinn Sergio Garcia vann í gær Mastersmótið í golfi eftir sigur í umspili á móti Englendingnum Justin Rose. Einvígi þeirra félaga um titilinn var æsispennandi og frábær skemmtun. Það þótti við hæfi að fyrsti sigur Sergio Garcia á risamóti á ferlinum kæmi að degi sem hefði orðið sextugasti afmælisdagur landa hans Seve Ballesteros ef Ballesteros hefði lifað. Seve Ballesteros vann Mastersmótið 1980 og 1983 en hann lést árið 2011. „Ég er búinn að bíða svo lengi eftir þessu og ég er svo ánægður,“ sagði hinn 37 ára gamli Sergio Garcia eftir sigurinn. „Að ná þessu á sextugs afmælisdegi Seve og komast í hóp með honum og [Jose Maria] Olazabal, fyrirmyndanna minna í golfinu, er eitthvað alveg stórkostlegt,“ sagði Sergio Garcia. „Jose sendi mér SMS á miðvikudaginn þar sem hann sagði mér hversu mikla trú hann hefði á mér og að ég þyrfti að trúa á sjálfan mig, halda ró minni og ekki láta hluti hafa áhrif á mig eins og hefur gerst oft áður,“ sagði Garcia sem hafði oft verið í toppbaráttunni á risamóti án þess að ná að fagna sigri. „Ég hafði alltaf á tilfinningunni að þessi völlur myndi gefa mér einn risatitil. Sú tilfinning breyttist hinsvegar eftir því sem árin liðu og mér fór að líða óþægilega á vellinum. Ég var því búinn að sætta mig við að þessi titil kæmi aldrei,“ sagði Garcia en um helgina gekk allt upp. „Ég vissi að ég var að spila vel. Ég hef líklega aldrei verið svona rólegur áður á risamóti. Ég hélt jákvæðinni þrátt fyrir nokkra skolla því ég vissi að gæti náð fuglum á komandi holum. Ég er svo ánægður,“ sagði Sergio Garcia sem er ellefti á heimslistanum en kemst væntanlega upp í tíunda sætið með þessum sigri. Það fór vel á með Sergio Garcia og Justin Rose þrátt fyrir harða baráttu og að mikið var undir. „Við erum góðir vinir og berum mikla virðingu fyrir hvorum öðrum. Við vorum að hvetja hvorn annan áfram. Við vildum að vinna hinn en ekki að hinn myndi tapa þessu,“ sagði Garcia.Sergio García breaks through for his 1st win in a major. His previous best finish was 2nd (4 times). #themasters pic.twitter.com/ShHa3PAbZg— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) April 9, 2017 3 Spaniards have held a 54-hole lead in #themasters. All 3 went on to win. pic.twitter.com/UP9o968Kke— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) April 9, 2017
Golf Tengdar fréttir Eyðimerkurgöngu Garcia lokið Eftir rúmlega 20 ára bið og 73 risamót kom loksins að því að Spánverjinn Sergio Garcia ynni risamót. Hann vann Masters-mótið eftir ótrúlega rimmu gegn Justin Rose. Bráðabana þurfti til að fá sigurvegara á mótinu. 9. apríl 2017 23:32 Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti Fleiri fréttir Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Eyðimerkurgöngu Garcia lokið Eftir rúmlega 20 ára bið og 73 risamót kom loksins að því að Spánverjinn Sergio Garcia ynni risamót. Hann vann Masters-mótið eftir ótrúlega rimmu gegn Justin Rose. Bráðabana þurfti til að fá sigurvegara á mótinu. 9. apríl 2017 23:32