Hlutabréf í Twitter rjúka upp Sæunn Gísladóttir skrifar 26. apríl 2017 15:09 Jack Dorsey, stofnandi og framkvæmdastjóri Twitter. Vísir/EPA Gengi hlutabréfa í Twitter hefur hækkað verulega það sem af er degi, eða um 11,05 prósent. Hækkunina má líklega rekja til þess að forsvarsmenn Twitter greindu frá því að mánaðarlegum notendum samfélagsmiðilsins fjölgaði um 6 prósent, eða 18 milljónir, á fyrsta ársfjórðungi, samanborið við árið áður. Mánaðarlegir notendur Twitter nema nú 328 milljónum. Einnig var greint frá því að daglegum notendum hefði fjölgað um 14 prósent milli ára. Reuters greinir frá því að tekjur Twitter drógust hins vegar saman um 7,8 prósent og námu 548,3 milljónum dollara á fyrsta ársfjórðungi. Tap á rekstri dróst þó saman milli ára og nam 61,6 milljónum dollara, samanborið við 79,7 milljónir dollara árið áður. Stjórnendur fyrirtækisins, sem og fjárfestar, hafa haft vaxandi áhyggjur af því að notendum var ekki að fjölga nógu hratt síðustu fjórðunga og að samfélagsmiðillinn væri að dragast aftur úr Instagram og Snapchat. Fréttirnar eru því sérstaklega góðar fyrir þennan hóp sem mun líklega nota þetta til að draga að fleiri auglýsendur. Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent Smáhýsin frá BYKO eru vinsæll valkostur fyrir hvaða tilefni sem er Samstarf Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Gengi hlutabréfa í Twitter hefur hækkað verulega það sem af er degi, eða um 11,05 prósent. Hækkunina má líklega rekja til þess að forsvarsmenn Twitter greindu frá því að mánaðarlegum notendum samfélagsmiðilsins fjölgaði um 6 prósent, eða 18 milljónir, á fyrsta ársfjórðungi, samanborið við árið áður. Mánaðarlegir notendur Twitter nema nú 328 milljónum. Einnig var greint frá því að daglegum notendum hefði fjölgað um 14 prósent milli ára. Reuters greinir frá því að tekjur Twitter drógust hins vegar saman um 7,8 prósent og námu 548,3 milljónum dollara á fyrsta ársfjórðungi. Tap á rekstri dróst þó saman milli ára og nam 61,6 milljónum dollara, samanborið við 79,7 milljónir dollara árið áður. Stjórnendur fyrirtækisins, sem og fjárfestar, hafa haft vaxandi áhyggjur af því að notendum var ekki að fjölga nógu hratt síðustu fjórðunga og að samfélagsmiðillinn væri að dragast aftur úr Instagram og Snapchat. Fréttirnar eru því sérstaklega góðar fyrir þennan hóp sem mun líklega nota þetta til að draga að fleiri auglýsendur.
Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent Smáhýsin frá BYKO eru vinsæll valkostur fyrir hvaða tilefni sem er Samstarf Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent
Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent