Svala Björgvinsdóttir og Daði Freyr PéturssonVísir/Andri Marinó
Svala Björgvinsdóttir fékk á dögunum skemmtilega gjöf frá Daða Frey Péturssyni en hún er komin í hljómsveitapeysu sem meðlimir Daða og Gagnamagnsins klæddust í Söngkeppninni.
Peysurnar slógu rækilega í gegn og vilja margir hreinlega fá þær í framleiðslu. Svala keppir fyrir Íslands hönd í Eurovision í Kænugarði þann 9. maí og það á fyrra undanúrslitakvöldinu.
„Ég er formlega orðin ein af hópnum,“ segir Svala á Facebook.