Útlit fyrir afar spennandi fyrri umferð í Frakklandi Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 22. apríl 2017 07:00 Francois Fillon, frambjóðandi Repúblikana, Benoît Hamon, forsetaefni Sósíalista, Marine Le Pen, leiðtogi Þjóðfylkingarinnar, Emmanuel Macron, leiðtogi En Marche hreyfingarinnar, og Jean-Luc Mélenchon, forsetaefni vinstrihreyfingarinnar La France Insoumise. Vísir/AFP Á morgun ganga Frakkar að kjörborðinu og kjósa þann frambjóðanda sem þeim líst best á í fyrri umferð forsetakosninga. Ellefu frambjóðendur verða á kjörseðlinum en fjórir mælast með mun meira fylgi en aðrir. Tveir hlutskörpustu munu mætast í síðari umferð forsetakosninga, það er að segja ef enginn frambjóðandi fær meira en helming atkvæða á morgun. Lengi vel naut Marine Le Pen, frambjóðandi Frönsku þjóðfylkingarinnar, mests stuðnings. Allt frá því í ágúst og fram undir lok mars mældist hún efst. Eftir að upp komst að frambjóðandi Repúblikana, Francois Fillon, hefði mögulega greitt fjölskyldu sinni laun fyrir uppskálduð störf sem aðstoðarmenn hans, missti hann talsvert fylgi til hins frjálslynda Emmanuels Macron, frambjóðanda En Marché!. Nú mælist Macron efstur. Þá hefur sósíalistinn Jean-Luc Mélenchon, frambjóðandi La France Insoumise, sótt í sig veðrið undanfarið og siglt upp að hlið þeirra þriggja fyrrnefndu. Benoit Hamon, frambjóðandi Sósíalistaflokksins, flokks Francois Hollande forseta, mælist hins vegar með innan við helming fylgis fjórmenninganna.Macron mælist með 24 prósent samkvæmt meðaltali skoðanakannana sem The Financial Times tekur saman. Le Pen er með 22 prósent, Fillon og Mélenchon með 19 prósent en Hamon ekki nema átta prósent. Sé litið til kannana á fylgi frambjóðenda í seinni umferð mælist Le Pen jafnvel ekki. Hún mælist um tuttugu prósentustigum veikari en Fillon og Mélenchon og þrjátíu prósentustigum neðar en Macron. Fillon mælist fjórtán prósentustigum neðar en Mélenchon og 32 neðar en Macron. Þá er ótalin hugsanleg barátta milli Macrons og Mélenchons en þar mælist Macron með 59 prósenta fylgi en Mélenchon 41 prósent. Ljóst er því að miðað við skoðanakannanir stefnir ekki í spennandi kosningabaráttu í seinni umferð. Óljóst er hvaða áhrif skotárás fimmtudagsins mun hafa á kosningarnar. Þá skaut 39 ára maður að nafni Karim Cheurfi lögreglumann til bana. Er hann talinn íslamskur öfgamaður og fannst haglabyssa og hnífar í bíl hans. Hollande forseti kallaði árásina hryðjuverk og hefur Íslamska ríkið lýst yfir ábyrgð á henni. Varð árásin þess valdandi að Le Pen, Fillon og Macron aflýstu síðustu kosningafundum sínum og hvöttu stjórnvöld til aðgerða til að fyrirbyggja frekari árásir. Le Pen sagði á blaðamannafundi að herða ætti landamæraeftirlit og vísa innflytjendum á eftirlitslistum lögreglu úr landi. Fillon sagði að baráttan gegn íslömskum öfgamönnum ætti að vera forgangsatriði næsta forseta á meðan Macron hvatti Frakka til að láta óttann ekki heltaka sig. Frakkland Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Fleiri fréttir Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Sjá meira
Á morgun ganga Frakkar að kjörborðinu og kjósa þann frambjóðanda sem þeim líst best á í fyrri umferð forsetakosninga. Ellefu frambjóðendur verða á kjörseðlinum en fjórir mælast með mun meira fylgi en aðrir. Tveir hlutskörpustu munu mætast í síðari umferð forsetakosninga, það er að segja ef enginn frambjóðandi fær meira en helming atkvæða á morgun. Lengi vel naut Marine Le Pen, frambjóðandi Frönsku þjóðfylkingarinnar, mests stuðnings. Allt frá því í ágúst og fram undir lok mars mældist hún efst. Eftir að upp komst að frambjóðandi Repúblikana, Francois Fillon, hefði mögulega greitt fjölskyldu sinni laun fyrir uppskálduð störf sem aðstoðarmenn hans, missti hann talsvert fylgi til hins frjálslynda Emmanuels Macron, frambjóðanda En Marché!. Nú mælist Macron efstur. Þá hefur sósíalistinn Jean-Luc Mélenchon, frambjóðandi La France Insoumise, sótt í sig veðrið undanfarið og siglt upp að hlið þeirra þriggja fyrrnefndu. Benoit Hamon, frambjóðandi Sósíalistaflokksins, flokks Francois Hollande forseta, mælist hins vegar með innan við helming fylgis fjórmenninganna.Macron mælist með 24 prósent samkvæmt meðaltali skoðanakannana sem The Financial Times tekur saman. Le Pen er með 22 prósent, Fillon og Mélenchon með 19 prósent en Hamon ekki nema átta prósent. Sé litið til kannana á fylgi frambjóðenda í seinni umferð mælist Le Pen jafnvel ekki. Hún mælist um tuttugu prósentustigum veikari en Fillon og Mélenchon og þrjátíu prósentustigum neðar en Macron. Fillon mælist fjórtán prósentustigum neðar en Mélenchon og 32 neðar en Macron. Þá er ótalin hugsanleg barátta milli Macrons og Mélenchons en þar mælist Macron með 59 prósenta fylgi en Mélenchon 41 prósent. Ljóst er því að miðað við skoðanakannanir stefnir ekki í spennandi kosningabaráttu í seinni umferð. Óljóst er hvaða áhrif skotárás fimmtudagsins mun hafa á kosningarnar. Þá skaut 39 ára maður að nafni Karim Cheurfi lögreglumann til bana. Er hann talinn íslamskur öfgamaður og fannst haglabyssa og hnífar í bíl hans. Hollande forseti kallaði árásina hryðjuverk og hefur Íslamska ríkið lýst yfir ábyrgð á henni. Varð árásin þess valdandi að Le Pen, Fillon og Macron aflýstu síðustu kosningafundum sínum og hvöttu stjórnvöld til aðgerða til að fyrirbyggja frekari árásir. Le Pen sagði á blaðamannafundi að herða ætti landamæraeftirlit og vísa innflytjendum á eftirlitslistum lögreglu úr landi. Fillon sagði að baráttan gegn íslömskum öfgamönnum ætti að vera forgangsatriði næsta forseta á meðan Macron hvatti Frakka til að láta óttann ekki heltaka sig.
Frakkland Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Fleiri fréttir Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Sjá meira