Þjóðgarðsvörður: Ekki til skoðunar að rukka aðgangseyri inn á Þingvelli Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. apríl 2017 14:15 Ferðamenn við Þingvallabæinn. vísir/eyþór Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum, segir að ekki sé til skoðunar að fara að rukka aðgangseyri inn á Þingvelli en nái frumvarp Bjartar Ólafsdóttur, umhverfis-og auðlindaráðherra, fram að ganga mun verða heimild í lögum til þess að setja reglugerð er heimilar að rukka aðgangseyri að þjóðgarðinum. Drög að frumvarpinu hafa verið lögð fram og eru aðgengileg hér. Nú þegar eru tekin bílastæðagjöld og salernisgjöld í þjóðgarðinum og segir Ólafur að stefnt sé áfram að því að taka gjöld á Þingvöllum fyrir veitta þjónustu. „Við höfum alltaf bundið þetta við aðgang að þjónustu eða aðstöðu sem er komið upp til þess að taka á móti gestum en ekki til þess að rukka aðgang inn á tiltekið svæði. Það er ekkert fleira sem við höfum tekið gjald fyrir og það er ekkert fleira sem við erum með í huga. Það kunna þó að verða einhverjar breytingar á útfærslum á þessu en þetta eru þeir póstar sem við sjáum fyrir okkur að við tökum gjald fyrir,“ segir Ólafur í samtali við Vísi. Hann segist líta svo á að frumvarpið veiti þjóðgarðinum meira svigrúm til að nýta það fé sem kemur inn með gjaldtöku. Þannig geti bílastæðagjald á einum stað innan Þingvalla nýst til uppbyggingar við annað bílastæði innan garðsins og umhverfi og þjónustu í kringum það.Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður á Þingvöllum.Vísir/ÞÞ„Evrurnar trítla hérna framhjá okkur og það er lágmark að við reynum að heilsa upp á þær“En er þjóðgarðsvörður ekki hræddur um að með aukinni gjaldtöku innan Þingvalla muni þau framlög sem þjóðgarðurinn fær á fjárlögum minnka? „Nei, ég geri bara ráð fyrir því að þegar fjárhagur og fjárþörf Þingvalla eru skoðuð þá leggi menn saman þessar sértekjur sem við höfum og þær fjárveitingar sem Alþingi lætur okkur hafa og það dugi fyrir þeirri uppbyggingu sem þarf.“ Ólafur segir að hann yrði ekki hissa þó að framlögin úr ríkissjóði myndu lækka. „Ef við höfum nóg þá er það bara alveg ágætt. Þá rætist það sem ég hef alltaf sagt: af hverju eigum við að neita okkur um þá auðlind sem þarna rennur framhjá og fara svo til skattborgaranna í gegnum fjárlögin til þess að láta þá halda úti þjónustu við atvinnustarfsemi sem gefur mikið af sér? Ég yrði bara feginn að þjóðgarðurinn á Þingvöllum geti borið sig svo vel, þó það verði aldrei þannig að hann geti bara rekið sig á þjónustugjöldum, en ég væri manna fegnastur ef það væri hægt að lækka fé skattborgaranna og við nýttum auðlindina betur að því gefnu að við höfum nóg að bíta og brenna,“ segir Ólafur og bætir við að hann vilji ekki vera með eitthvað væl í kringum þetta. „Við eigum að bera okkur vel og byggja myndarlega upp. Evrurnar trítla þarna framhjá okkur og það er lágmark að við reynum að heilsa aðeins upp á þær og fá þær til okkar því á meðan við nýtum ekki auðlindina þá eigum við ekki að vera að væla um peninga frá almenningi,“ segir þjóðgarðsvörður. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Opna á að rukka fyrir aðgang að þjóðgarðinum á Þingvöllum Í drögum að frumvarpi Bjartar Ólafsdóttur, umhverfis-og auðlindaráðherra, um breytingar á lögum um þjóðgarðinn á Þingvöllum er lagt til að í reglugerð megi ákveða að taka gestagjöld innan þjóðgarðsins fyrir veitta þjónustu og aðgang að svæðinu. Í dag er bæði rukkað fyrir bílastæðagjöld innan þjóðgarðsins sem og fyrir aðgang að salerni. 11. apríl 2017 23:30 Sérleyfi til að kafa í Silfru á dagskrá Þjóðgarðsvörður telur ákjósanlegt að haldin verði útboð á sérleyfum til köfunar í Silfru. Brýnt sé að bregðast tafarlaust við straumi kafara í gjána. Frumvarpsdrög um málið eru til meðferðar í umhverfisráðuneytinu. 23. mars 2017 07:00 Ósáttur við „fáránlegan“ framkvæmdasjóð og kaupir klósett fyrir bílastæðagjöld Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum, er afar ósáttur við Framkvæmdasjóð ferðamanna þar sem þjóðgarðurinn hefur ekki fengið krónu úr sjóðnum síðustu tvö ár. 24. mars 2017 11:30 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Fleiri fréttir Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Sjá meira
Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum, segir að ekki sé til skoðunar að fara að rukka aðgangseyri inn á Þingvelli en nái frumvarp Bjartar Ólafsdóttur, umhverfis-og auðlindaráðherra, fram að ganga mun verða heimild í lögum til þess að setja reglugerð er heimilar að rukka aðgangseyri að þjóðgarðinum. Drög að frumvarpinu hafa verið lögð fram og eru aðgengileg hér. Nú þegar eru tekin bílastæðagjöld og salernisgjöld í þjóðgarðinum og segir Ólafur að stefnt sé áfram að því að taka gjöld á Þingvöllum fyrir veitta þjónustu. „Við höfum alltaf bundið þetta við aðgang að þjónustu eða aðstöðu sem er komið upp til þess að taka á móti gestum en ekki til þess að rukka aðgang inn á tiltekið svæði. Það er ekkert fleira sem við höfum tekið gjald fyrir og það er ekkert fleira sem við erum með í huga. Það kunna þó að verða einhverjar breytingar á útfærslum á þessu en þetta eru þeir póstar sem við sjáum fyrir okkur að við tökum gjald fyrir,“ segir Ólafur í samtali við Vísi. Hann segist líta svo á að frumvarpið veiti þjóðgarðinum meira svigrúm til að nýta það fé sem kemur inn með gjaldtöku. Þannig geti bílastæðagjald á einum stað innan Þingvalla nýst til uppbyggingar við annað bílastæði innan garðsins og umhverfi og þjónustu í kringum það.Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður á Þingvöllum.Vísir/ÞÞ„Evrurnar trítla hérna framhjá okkur og það er lágmark að við reynum að heilsa upp á þær“En er þjóðgarðsvörður ekki hræddur um að með aukinni gjaldtöku innan Þingvalla muni þau framlög sem þjóðgarðurinn fær á fjárlögum minnka? „Nei, ég geri bara ráð fyrir því að þegar fjárhagur og fjárþörf Þingvalla eru skoðuð þá leggi menn saman þessar sértekjur sem við höfum og þær fjárveitingar sem Alþingi lætur okkur hafa og það dugi fyrir þeirri uppbyggingu sem þarf.“ Ólafur segir að hann yrði ekki hissa þó að framlögin úr ríkissjóði myndu lækka. „Ef við höfum nóg þá er það bara alveg ágætt. Þá rætist það sem ég hef alltaf sagt: af hverju eigum við að neita okkur um þá auðlind sem þarna rennur framhjá og fara svo til skattborgaranna í gegnum fjárlögin til þess að láta þá halda úti þjónustu við atvinnustarfsemi sem gefur mikið af sér? Ég yrði bara feginn að þjóðgarðurinn á Þingvöllum geti borið sig svo vel, þó það verði aldrei þannig að hann geti bara rekið sig á þjónustugjöldum, en ég væri manna fegnastur ef það væri hægt að lækka fé skattborgaranna og við nýttum auðlindina betur að því gefnu að við höfum nóg að bíta og brenna,“ segir Ólafur og bætir við að hann vilji ekki vera með eitthvað væl í kringum þetta. „Við eigum að bera okkur vel og byggja myndarlega upp. Evrurnar trítla þarna framhjá okkur og það er lágmark að við reynum að heilsa aðeins upp á þær og fá þær til okkar því á meðan við nýtum ekki auðlindina þá eigum við ekki að vera að væla um peninga frá almenningi,“ segir þjóðgarðsvörður.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Opna á að rukka fyrir aðgang að þjóðgarðinum á Þingvöllum Í drögum að frumvarpi Bjartar Ólafsdóttur, umhverfis-og auðlindaráðherra, um breytingar á lögum um þjóðgarðinn á Þingvöllum er lagt til að í reglugerð megi ákveða að taka gestagjöld innan þjóðgarðsins fyrir veitta þjónustu og aðgang að svæðinu. Í dag er bæði rukkað fyrir bílastæðagjöld innan þjóðgarðsins sem og fyrir aðgang að salerni. 11. apríl 2017 23:30 Sérleyfi til að kafa í Silfru á dagskrá Þjóðgarðsvörður telur ákjósanlegt að haldin verði útboð á sérleyfum til köfunar í Silfru. Brýnt sé að bregðast tafarlaust við straumi kafara í gjána. Frumvarpsdrög um málið eru til meðferðar í umhverfisráðuneytinu. 23. mars 2017 07:00 Ósáttur við „fáránlegan“ framkvæmdasjóð og kaupir klósett fyrir bílastæðagjöld Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum, er afar ósáttur við Framkvæmdasjóð ferðamanna þar sem þjóðgarðurinn hefur ekki fengið krónu úr sjóðnum síðustu tvö ár. 24. mars 2017 11:30 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Fleiri fréttir Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Sjá meira
Opna á að rukka fyrir aðgang að þjóðgarðinum á Þingvöllum Í drögum að frumvarpi Bjartar Ólafsdóttur, umhverfis-og auðlindaráðherra, um breytingar á lögum um þjóðgarðinn á Þingvöllum er lagt til að í reglugerð megi ákveða að taka gestagjöld innan þjóðgarðsins fyrir veitta þjónustu og aðgang að svæðinu. Í dag er bæði rukkað fyrir bílastæðagjöld innan þjóðgarðsins sem og fyrir aðgang að salerni. 11. apríl 2017 23:30
Sérleyfi til að kafa í Silfru á dagskrá Þjóðgarðsvörður telur ákjósanlegt að haldin verði útboð á sérleyfum til köfunar í Silfru. Brýnt sé að bregðast tafarlaust við straumi kafara í gjána. Frumvarpsdrög um málið eru til meðferðar í umhverfisráðuneytinu. 23. mars 2017 07:00
Ósáttur við „fáránlegan“ framkvæmdasjóð og kaupir klósett fyrir bílastæðagjöld Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum, er afar ósáttur við Framkvæmdasjóð ferðamanna þar sem þjóðgarðurinn hefur ekki fengið krónu úr sjóðnum síðustu tvö ár. 24. mars 2017 11:30