Madrídarslagur í undanúrslitum Meistaradeildarinnar Tómas Þór Þórðarson skrifar 21. apríl 2017 10:15 Eyrnastór er í boði fyrir sigurvegarann. vísir/afp Það verður endurtekning á úrslitaleik Meistaradeildarinnar í fyrra í undanúrslitum þetta tímabilið því Madrídarliðin Real og Atlético drógust saman í undanúrslitunum. Dregið var til undanúrslitanna í höfuðstöðvum Nyon í Sviss í dag. Þar komu Evrópumeistararnir fyrstir upp úr skálinni. Real vann Atlético í úrslitum í fyrra og einnig árið 2014. Í hinum leiknum mætast spútniklið Monaco og Ítalíumeistarar Juventus sem voru síðast í úrslitum fyrir tveimur árum þegar þeir töpuðu fyrir Barcelona í Berlín. Sigurvegarinn úr viðureign Juventus og Monaco verður á heimavelli í úrslitaleiknum á Þúsaldarvellinum í Cardiff þegar hann fer fram 3. júní. Fyrri leikirnir í undanúrslitum fara fram 2. og 3. maí. Hér að neðan má fylgjast með textalýsingu blaðamanns frá drættinum.Undanúrslitin: Real Madrid - Atletico Madrid Monaco - Juventus10.19 Sigurvegarinn úr rimmu Monaco og Juventus telst sem heimaliðið í úrslitaleiknum í Cardiff þann 3. júní.10.18 Rush gat ekki opnað þriðju kúluna. Marchetto kom til aðstoðar. Monaco kom upp úr krafsinu. Monaco gegn Juventus.10.17Real gegn Atletico Madrid. Ekki endurtekning á spænska úrslitaleiknum í Meistaradeildinni.10.17 Af stað! Real Madrid fyrst upp úr skálinni.10.15 Rush gefur álit sitt á liðunum fjórum. Skemmtilegt spjall á milli Marchetti og Rush. Við skulum vona að Rush gangi betur að opna kúlurnar en síðast. Hann var í smá basli með það.10.13 Walesverjinn Ian Rush er kallaður upp á svið. Hann er sendiherra Cardiff vegna úrslitaleiksins sem fer þar fram í vor.10.12 Marchetto fordæmir sprengjutilræðið á liðsrútu Dortmund, en í morgun var verðbréfasali handtekinn sem ætlaði að gengisfella virði Dortmund með því að myrða sem flesta leikmenn liðsins, eins ótrúlega og það kann að hljóma. Meira um það hér.10.11 Giorgio Marchetti, sérfræðingur UEFA í svona málum, er kominn upp á svið til að stýra drættinum.10.10 Butrgueno bendir á að Real Madrid sé í undanúrslitunum sjöunda árið í röð og vilji verða fyrsta liðið sem vinnur Meistaradeild Evrópu tvö ár í röð.10.08 Þá koma fjórir öflugir upp á svip. Pavel Nedved (Juventus), Ludovic Giuly (Monaco), Emilio Butragueno (Real Madrid) og Clemente Villaverde (Atletico Madrid).10.06 Þá koma stemningsmyndböndin. Byrjað á Monaco, einu allra skemmtilegasta liði Meistaradeildarinnar í vetur.10.03 Við byrjum á myndbandi sem sýnir svipmyndir frá Cardiff, þar sem úrslitaleikurinn fer fram í vor.10.02 Pedro Pinto er mættur og þá getur þetta loksins farið at stað. Það verður þó sjálfsagt einhver bið enn eftir drættinum sjálfum enda venjan að byggja upp smá stemningu í salnum með góðum gestum og upphitunarmyndböndum.10.00 Klukkan slær tíu og við bíðum spennt eftir því að athöfnin hefjist. Ekkert er byrjað enn en það hlýtur að styttast í það.09.44 Atlético Madrid kveður heimavöll sinn, Vincente Calderón, eftir þetta tímabil þannig leikur liðsins heima í undanúrslitum Meistaradeildarinnar verður síðasti Evrópuleikurinn á þessum skemmtilega velli.09.35 Monaco er líklega liðið sem kemur hvað flestum á óvart að sé komið alla leið í undanúrslitin en það lagði Manchester City í 16 iða úrslitum og Dortmund í átta liða úrslitum. Monaco er einfaldlega eitt allra skemmtilegasta fótboltalið Evrópu í dag. Það er á toppnum í Frakklandi þar sem það er búið að skora 90 mörk í 32 leikjum.09.30 Real Madrid og Atlético mættust í úrslitaleiknum í fyrra og þar hafði Real betur alveg eins og þegar sömu lið mættust árið 2014. Atlético er nú fimmta árið í röð komið í undanúrslitin. Juventus spilaði til úrslita árið 2015 og tapaði þá fyrir Barcelona. Gamla konan hefndi fyrir það með því að leggja Börsunga í undanúrslitum.09.30 Góðan daginn. Það er hálftími í að veislan hefjist í Nyon þar sem dregið verður til undanúrslita í Meistaradeildinni. Liðin sem eftir eru í pottinum eru Real Madrid, Atlético Madrid, Juventus og Monaco. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Fleiri fréttir Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Marseille - Liverpool | Salah er í byrjunarliðinu Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Sjá meira
Það verður endurtekning á úrslitaleik Meistaradeildarinnar í fyrra í undanúrslitum þetta tímabilið því Madrídarliðin Real og Atlético drógust saman í undanúrslitunum. Dregið var til undanúrslitanna í höfuðstöðvum Nyon í Sviss í dag. Þar komu Evrópumeistararnir fyrstir upp úr skálinni. Real vann Atlético í úrslitum í fyrra og einnig árið 2014. Í hinum leiknum mætast spútniklið Monaco og Ítalíumeistarar Juventus sem voru síðast í úrslitum fyrir tveimur árum þegar þeir töpuðu fyrir Barcelona í Berlín. Sigurvegarinn úr viðureign Juventus og Monaco verður á heimavelli í úrslitaleiknum á Þúsaldarvellinum í Cardiff þegar hann fer fram 3. júní. Fyrri leikirnir í undanúrslitum fara fram 2. og 3. maí. Hér að neðan má fylgjast með textalýsingu blaðamanns frá drættinum.Undanúrslitin: Real Madrid - Atletico Madrid Monaco - Juventus10.19 Sigurvegarinn úr rimmu Monaco og Juventus telst sem heimaliðið í úrslitaleiknum í Cardiff þann 3. júní.10.18 Rush gat ekki opnað þriðju kúluna. Marchetto kom til aðstoðar. Monaco kom upp úr krafsinu. Monaco gegn Juventus.10.17Real gegn Atletico Madrid. Ekki endurtekning á spænska úrslitaleiknum í Meistaradeildinni.10.17 Af stað! Real Madrid fyrst upp úr skálinni.10.15 Rush gefur álit sitt á liðunum fjórum. Skemmtilegt spjall á milli Marchetti og Rush. Við skulum vona að Rush gangi betur að opna kúlurnar en síðast. Hann var í smá basli með það.10.13 Walesverjinn Ian Rush er kallaður upp á svið. Hann er sendiherra Cardiff vegna úrslitaleiksins sem fer þar fram í vor.10.12 Marchetto fordæmir sprengjutilræðið á liðsrútu Dortmund, en í morgun var verðbréfasali handtekinn sem ætlaði að gengisfella virði Dortmund með því að myrða sem flesta leikmenn liðsins, eins ótrúlega og það kann að hljóma. Meira um það hér.10.11 Giorgio Marchetti, sérfræðingur UEFA í svona málum, er kominn upp á svið til að stýra drættinum.10.10 Butrgueno bendir á að Real Madrid sé í undanúrslitunum sjöunda árið í röð og vilji verða fyrsta liðið sem vinnur Meistaradeild Evrópu tvö ár í röð.10.08 Þá koma fjórir öflugir upp á svip. Pavel Nedved (Juventus), Ludovic Giuly (Monaco), Emilio Butragueno (Real Madrid) og Clemente Villaverde (Atletico Madrid).10.06 Þá koma stemningsmyndböndin. Byrjað á Monaco, einu allra skemmtilegasta liði Meistaradeildarinnar í vetur.10.03 Við byrjum á myndbandi sem sýnir svipmyndir frá Cardiff, þar sem úrslitaleikurinn fer fram í vor.10.02 Pedro Pinto er mættur og þá getur þetta loksins farið at stað. Það verður þó sjálfsagt einhver bið enn eftir drættinum sjálfum enda venjan að byggja upp smá stemningu í salnum með góðum gestum og upphitunarmyndböndum.10.00 Klukkan slær tíu og við bíðum spennt eftir því að athöfnin hefjist. Ekkert er byrjað enn en það hlýtur að styttast í það.09.44 Atlético Madrid kveður heimavöll sinn, Vincente Calderón, eftir þetta tímabil þannig leikur liðsins heima í undanúrslitum Meistaradeildarinnar verður síðasti Evrópuleikurinn á þessum skemmtilega velli.09.35 Monaco er líklega liðið sem kemur hvað flestum á óvart að sé komið alla leið í undanúrslitin en það lagði Manchester City í 16 iða úrslitum og Dortmund í átta liða úrslitum. Monaco er einfaldlega eitt allra skemmtilegasta fótboltalið Evrópu í dag. Það er á toppnum í Frakklandi þar sem það er búið að skora 90 mörk í 32 leikjum.09.30 Real Madrid og Atlético mættust í úrslitaleiknum í fyrra og þar hafði Real betur alveg eins og þegar sömu lið mættust árið 2014. Atlético er nú fimmta árið í röð komið í undanúrslitin. Juventus spilaði til úrslita árið 2015 og tapaði þá fyrir Barcelona. Gamla konan hefndi fyrir það með því að leggja Börsunga í undanúrslitum.09.30 Góðan daginn. Það er hálftími í að veislan hefjist í Nyon þar sem dregið verður til undanúrslita í Meistaradeildinni. Liðin sem eftir eru í pottinum eru Real Madrid, Atlético Madrid, Juventus og Monaco.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Fleiri fréttir Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Marseille - Liverpool | Salah er í byrjunarliðinu Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Sjá meira