Íslenski hópurinn kominn út en töskurnar ekki Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 30. apríl 2017 18:36 Svala Björgvinsdóttir mun flytja lagið Paper á stóra sviðinu í Kænugarði í Úkraínu. vísir/andri marínó „Fall er fararheill,“ segir Felix Bergsson, sem lenti í Kænugarði í Úkraínu ásamt öllum íslenska Eurovision-hópnum nú síðdegis. Ferðatöskur hópsins skiluðu sér þó ekki á áfangastað en þær urðu eftir í Brussel, þar sem hópurinn millilenti. Fyrsta æfing Svölu Björgvinsdóttur á stóra sviðinu verður haldin í fyrramálið.Með allt sem þarf „Það var örlítil töf á fluginu okkar frá Brussel sem þýddi að við vorum orðin dálítið sein. Tíminn sem við höfðum þarna á milli var svo stuttur og töskurnar bara komu ekki,“ segir Felix í samtali við Vísi. Felix segist þó litlar áhyggjur hafa enda hafi hópurinn gert ráð fyrir uppákomum á borð við þessa. Því hafi allar helstu nauðsynjar fyrir fyrstu æfinguna verið í handfarangri. „Við tryggðum að þau föt sem Svala þarf á morgun væru öll í handfarangri þannig að við erum með allt sem við þurfum fyrir æfinguna; Við erum með Svölu og við erum með bakraddirnar. Annars er þetta fyrst og fremst tækniæfing þar sem við fáum að sjá það sem búið er að vinna fyrir okkur hérna úti.“ Hann segir hópinn að öðru leyti afar spenntan fyrir komandi dögum. „Það er mikil spenna, stemning og gleði og það sjá allir fram á skemmtilega tíma hér.“ Íslenski hópurinn telur um tuttugu manns. Aðeins níu dagar eru í stóra daginn en þá mun Svala stíga á svið fyrir Íslands hönd með lagið Paper.Fréttastofa 365 verður með ítarlega umfjöllun frá Eurovision í Kænugarði næstu daga. Fréttamennirnir Stefán Árni Pálsson og Benedikt Bóas Hinriksson fljúga út þann 5. maí og verða með umfjöllun hér á Vísi, Stöð 2, Fréttablaðinu og á Bylgjunni á hverjum degi í gegnum alla keppnina. Þá verður sérstakur vefþáttur á Vísi alla dagana og hefur sá þáttur fengið nafnið Júrógarðurinn.Hægt verður að fylgjast með ævintýrum Stefáns og Benedikts í Kænugarði á Twitter-reikningi Lífsins og á Snapchat-reikningi 365 sem heitir einfaldlega Snap-365.Við minnum líka lesendur á að fylgjast með Facebook-síðu Lífsins, Facebook-síðu Vísis og Twitter-reikningi Vísis. Eurovision Mest lesið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Fleiri fréttir Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Sjá meira
„Fall er fararheill,“ segir Felix Bergsson, sem lenti í Kænugarði í Úkraínu ásamt öllum íslenska Eurovision-hópnum nú síðdegis. Ferðatöskur hópsins skiluðu sér þó ekki á áfangastað en þær urðu eftir í Brussel, þar sem hópurinn millilenti. Fyrsta æfing Svölu Björgvinsdóttur á stóra sviðinu verður haldin í fyrramálið.Með allt sem þarf „Það var örlítil töf á fluginu okkar frá Brussel sem þýddi að við vorum orðin dálítið sein. Tíminn sem við höfðum þarna á milli var svo stuttur og töskurnar bara komu ekki,“ segir Felix í samtali við Vísi. Felix segist þó litlar áhyggjur hafa enda hafi hópurinn gert ráð fyrir uppákomum á borð við þessa. Því hafi allar helstu nauðsynjar fyrir fyrstu æfinguna verið í handfarangri. „Við tryggðum að þau föt sem Svala þarf á morgun væru öll í handfarangri þannig að við erum með allt sem við þurfum fyrir æfinguna; Við erum með Svölu og við erum með bakraddirnar. Annars er þetta fyrst og fremst tækniæfing þar sem við fáum að sjá það sem búið er að vinna fyrir okkur hérna úti.“ Hann segir hópinn að öðru leyti afar spenntan fyrir komandi dögum. „Það er mikil spenna, stemning og gleði og það sjá allir fram á skemmtilega tíma hér.“ Íslenski hópurinn telur um tuttugu manns. Aðeins níu dagar eru í stóra daginn en þá mun Svala stíga á svið fyrir Íslands hönd með lagið Paper.Fréttastofa 365 verður með ítarlega umfjöllun frá Eurovision í Kænugarði næstu daga. Fréttamennirnir Stefán Árni Pálsson og Benedikt Bóas Hinriksson fljúga út þann 5. maí og verða með umfjöllun hér á Vísi, Stöð 2, Fréttablaðinu og á Bylgjunni á hverjum degi í gegnum alla keppnina. Þá verður sérstakur vefþáttur á Vísi alla dagana og hefur sá þáttur fengið nafnið Júrógarðurinn.Hægt verður að fylgjast með ævintýrum Stefáns og Benedikts í Kænugarði á Twitter-reikningi Lífsins og á Snapchat-reikningi 365 sem heitir einfaldlega Snap-365.Við minnum líka lesendur á að fylgjast með Facebook-síðu Lífsins, Facebook-síðu Vísis og Twitter-reikningi Vísis.
Eurovision Mest lesið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Fleiri fréttir Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Sjá meira