Skilti ætlað að halda Kínverjum frá Kvíabryggju Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. maí 2017 11:57 Kvíabryggja. Vísir/Pjetur Vegagerðin hefur sett upp skilti við afleggjarann af fangelsinu við Kvíabryggju á Snæfellsnesi. Skiltinu er ætlað að stemma stigu við komu erlendra ferðamanna sem hafa áhuga á því berja Kirkjufell augum sem er í næsta nágrenni við fangelsið. Frá þessu er greint á Facebook-síðu Afstöðu, félags fanga, þar sem segir að undanfarin ár hafi „vandi fangavarða á Kvíabryggju aðallega legið í því að halda erlendum ferðamönnum, þá helst Kínverjum, utan við svæðið“ enda sé sjaldgæft að fangar leggi á flótta frá Kvíabryggju. Segir einnig að það sé daglegur viðburður að ferðamenn séu reknir af svæðinu og dæmi sé um að heilu rúturnar hafi komið á svæðið, allt í von um að ná sem bestri mynd af Kirkjufellinu sem er afar vinsælt viðfangsefni ljósmyndara. Í samtali við Vísi segir Birgir Guðmundsson, forstöðumaður fangelsins, að það komi vissulega fyrir að ferðamenn komi að fangelsinu og með skiltinu sé verið að reyna að fá þá til þess að snúa við.„Það er verið að sjá hvort að þetta virkar. Það er mikið af ferðafólki á ferðinni og það fer út um allt,“ segir Birgir. „Kirkjufellið er bara við þjóðveginn þannig að þeir þurfa ekkert að koma hingað.“ Birgir segir að ferðamennirnir hafi þó ekki skapað vandræði með komu sinni að Kvíabryggju en að yfirvöld vilji þó helst að fangarnir fái frið frá ágangi ferðamanna. Þá vilji hann síður láta loka veginum enda sé Kvíabryggja svokallað opið fangelsi. Facebook-færslu Afstöðu má sjá hér að neðan, sem og mynd af skiltinu góða. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Vegagerðin hefur sett upp skilti við afleggjarann af fangelsinu við Kvíabryggju á Snæfellsnesi. Skiltinu er ætlað að stemma stigu við komu erlendra ferðamanna sem hafa áhuga á því berja Kirkjufell augum sem er í næsta nágrenni við fangelsið. Frá þessu er greint á Facebook-síðu Afstöðu, félags fanga, þar sem segir að undanfarin ár hafi „vandi fangavarða á Kvíabryggju aðallega legið í því að halda erlendum ferðamönnum, þá helst Kínverjum, utan við svæðið“ enda sé sjaldgæft að fangar leggi á flótta frá Kvíabryggju. Segir einnig að það sé daglegur viðburður að ferðamenn séu reknir af svæðinu og dæmi sé um að heilu rúturnar hafi komið á svæðið, allt í von um að ná sem bestri mynd af Kirkjufellinu sem er afar vinsælt viðfangsefni ljósmyndara. Í samtali við Vísi segir Birgir Guðmundsson, forstöðumaður fangelsins, að það komi vissulega fyrir að ferðamenn komi að fangelsinu og með skiltinu sé verið að reyna að fá þá til þess að snúa við.„Það er verið að sjá hvort að þetta virkar. Það er mikið af ferðafólki á ferðinni og það fer út um allt,“ segir Birgir. „Kirkjufellið er bara við þjóðveginn þannig að þeir þurfa ekkert að koma hingað.“ Birgir segir að ferðamennirnir hafi þó ekki skapað vandræði með komu sinni að Kvíabryggju en að yfirvöld vilji þó helst að fangarnir fái frið frá ágangi ferðamanna. Þá vilji hann síður láta loka veginum enda sé Kvíabryggja svokallað opið fangelsi. Facebook-færslu Afstöðu má sjá hér að neðan, sem og mynd af skiltinu góða.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira