Warnock aftur brjálaður út í Heimi vegna Arons: „Þeir geta skaðað hann til frambúðar“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. maí 2017 09:15 vísir/getty Neil Warnock, knattspyrnustjóri Cardiff sem íslenski landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson leikur með, er aftur orðinn bálreiður út í Heimi Hallgrímsson, landsliðsþjálfara Íslands.Warnock trylltist út í Heimi í mars þegar að hann lét Aron Einar spila 90 mínútur í vináttuleik á móti Írlandi nokkrum dögum eftir leik í undankeppni HM 2018 gegn Kósóvó en Aron Einar er algjör lykilmaður hjá Cardiff undir stjórn Warnocks. Enski knattspyrnustjórinn vandaði Heimi ekki kveðjurnar í mars og sagði hann þurfa að hafa smá heilastarfsemi sem landsliðsþjálfari. Reiðin að þessu sinni kemur til vegna þess að Aron hefur fengið þær fréttir að hann þarf að mæta til æfinga hjá íslenska landsliðinu þremur vikum fyrir stórleikinn á móti Króatíu sem fram fer á laugardalsvellinum 11. júní. Þetta kemur fram í viðtali við Warnock á velsku fréttasíðunni WalesOnline. Aron Einar var leikmaður ársins hjá Cardiff og sópaði að sér verðlaunum á lokahófi félagsins en Warnock telur að íslenska landsliðið geti gert Akureyringnum illt til frambúðar með því að láta hann æfa svona mikið eftir langt og strangt tímabil í ensku B-deildinni. „Þeir vilja fá hann í þrjár vikur. Ég held að þeir megi þetta ekki samkvæmt knattspyrnulögunum en Aron segir ekki nei því hann er fyrirliðinn,“ segir víst reiður Warnock í viðtali við WalesOnline.„Það er ekki gott fyrir hann að taka 40 mínútna hlaup á hverjum degi í þrjár vikur þegar að hann þarf ekkert á því að halda. Aron þarf bara að fara í sund og spila smá golf. Ég skil vel að það þurfi að bæta í æfingarnar tíu dögum fyrir leikinn en menn þurfa að skilja að heimurinn snýst ekki í kringum leikinn. Þeir gætu skaðað hann til frambúðar ef þeir passa sig ekki.“ Sjálfur hefur Aron kvartað yfir smá þreytu undir lok tímabilsins enda er aðeins einn maður í Cardiff-liðinu sem hefur spilað fleiri mínútur en hann á tímabilinu. „Ég er búinn að spjalla við Aron því hann er sjálfur ekki ánægður með þetta. Styrktarþjálfarinn okkar er búinn að tala við kollega sinn hjá íslenska landsliðinu um hvað þeir ætla að gera. Okkur finnst Aron ekki þurfa að gera það sem þeir vilja að hann geri þremur vikum fyrir leikinn. Okkur finnst að hann þurfi að hvíla,“ segir Warnock. „Við þurfum að sjá til hvort ég þurfi ekki bara sjálfur að hringja í þjálfarann því Aron kemst ekkert í betra form en hann er núna. Hann á ekki að vera að gera þessa hluti sem þeir vilja að hann geri fyrir leikinn og Aron er sammála því,“ segir Neil Warnock. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Fluminense sendi Inter heim Fótbolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Körfubolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Teflt í skjóli móbergsveggja í Laugarvatnshellum Sport Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Fótbolti Fleiri fréttir Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Uppgjörið: Stjarnan-Breiðablik 1-4 | Kristófer með þrennu á móti uppeldisfélaginu Uppgjörið: KA-Valur 2-5 | Valsmenn með annan stórsigurinn í röð Önnur góð Reykjavíkurferð hjá Þórsurum Obbekjær hentaði Blikum ekki og fer aftur til Færeyja Gæti orðið dýrastur í sögu KR Stjarnan staðfestir komu Caulker Þóra um hártogið í Bestu: „Þetta er bara botnhegðun“ Komin með hundrað meistaraflokksleiki fyrir nítján ára afmælið sitt John Andrews um uppsögnina: „Kom mér mjög á óvart“ KR-ingar í Melabúðinni um stöðu liðsins: „Verða að gyrða sig í brók“ Höskuldur fékk tveggja leikja bann eftir ofsalega framkomu Furðar sig á fjarveru Lárusar Orra: „Finnst þetta skrítið“ John Andrews og Björn reknir Óskar láti gagnrýnisraddir úr Vesturbæ sem vind um eyru þjóta Fóru yfir lætin í Kópavogi: „Höskuldur tryllist strax frá byrjun“ Sjáðu mörkin úr Bestu: Valur rústaði KR og tvö rauð fóru á loft í Kópavogi Sjá meira
Neil Warnock, knattspyrnustjóri Cardiff sem íslenski landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson leikur með, er aftur orðinn bálreiður út í Heimi Hallgrímsson, landsliðsþjálfara Íslands.Warnock trylltist út í Heimi í mars þegar að hann lét Aron Einar spila 90 mínútur í vináttuleik á móti Írlandi nokkrum dögum eftir leik í undankeppni HM 2018 gegn Kósóvó en Aron Einar er algjör lykilmaður hjá Cardiff undir stjórn Warnocks. Enski knattspyrnustjórinn vandaði Heimi ekki kveðjurnar í mars og sagði hann þurfa að hafa smá heilastarfsemi sem landsliðsþjálfari. Reiðin að þessu sinni kemur til vegna þess að Aron hefur fengið þær fréttir að hann þarf að mæta til æfinga hjá íslenska landsliðinu þremur vikum fyrir stórleikinn á móti Króatíu sem fram fer á laugardalsvellinum 11. júní. Þetta kemur fram í viðtali við Warnock á velsku fréttasíðunni WalesOnline. Aron Einar var leikmaður ársins hjá Cardiff og sópaði að sér verðlaunum á lokahófi félagsins en Warnock telur að íslenska landsliðið geti gert Akureyringnum illt til frambúðar með því að láta hann æfa svona mikið eftir langt og strangt tímabil í ensku B-deildinni. „Þeir vilja fá hann í þrjár vikur. Ég held að þeir megi þetta ekki samkvæmt knattspyrnulögunum en Aron segir ekki nei því hann er fyrirliðinn,“ segir víst reiður Warnock í viðtali við WalesOnline.„Það er ekki gott fyrir hann að taka 40 mínútna hlaup á hverjum degi í þrjár vikur þegar að hann þarf ekkert á því að halda. Aron þarf bara að fara í sund og spila smá golf. Ég skil vel að það þurfi að bæta í æfingarnar tíu dögum fyrir leikinn en menn þurfa að skilja að heimurinn snýst ekki í kringum leikinn. Þeir gætu skaðað hann til frambúðar ef þeir passa sig ekki.“ Sjálfur hefur Aron kvartað yfir smá þreytu undir lok tímabilsins enda er aðeins einn maður í Cardiff-liðinu sem hefur spilað fleiri mínútur en hann á tímabilinu. „Ég er búinn að spjalla við Aron því hann er sjálfur ekki ánægður með þetta. Styrktarþjálfarinn okkar er búinn að tala við kollega sinn hjá íslenska landsliðinu um hvað þeir ætla að gera. Okkur finnst Aron ekki þurfa að gera það sem þeir vilja að hann geri þremur vikum fyrir leikinn. Okkur finnst að hann þurfi að hvíla,“ segir Warnock. „Við þurfum að sjá til hvort ég þurfi ekki bara sjálfur að hringja í þjálfarann því Aron kemst ekkert í betra form en hann er núna. Hann á ekki að vera að gera þessa hluti sem þeir vilja að hann geri fyrir leikinn og Aron er sammála því,“ segir Neil Warnock.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Fluminense sendi Inter heim Fótbolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Körfubolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Teflt í skjóli móbergsveggja í Laugarvatnshellum Sport Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Fótbolti Fleiri fréttir Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Uppgjörið: Stjarnan-Breiðablik 1-4 | Kristófer með þrennu á móti uppeldisfélaginu Uppgjörið: KA-Valur 2-5 | Valsmenn með annan stórsigurinn í röð Önnur góð Reykjavíkurferð hjá Þórsurum Obbekjær hentaði Blikum ekki og fer aftur til Færeyja Gæti orðið dýrastur í sögu KR Stjarnan staðfestir komu Caulker Þóra um hártogið í Bestu: „Þetta er bara botnhegðun“ Komin með hundrað meistaraflokksleiki fyrir nítján ára afmælið sitt John Andrews um uppsögnina: „Kom mér mjög á óvart“ KR-ingar í Melabúðinni um stöðu liðsins: „Verða að gyrða sig í brók“ Höskuldur fékk tveggja leikja bann eftir ofsalega framkomu Furðar sig á fjarveru Lárusar Orra: „Finnst þetta skrítið“ John Andrews og Björn reknir Óskar láti gagnrýnisraddir úr Vesturbæ sem vind um eyru þjóta Fóru yfir lætin í Kópavogi: „Höskuldur tryllist strax frá byrjun“ Sjáðu mörkin úr Bestu: Valur rústaði KR og tvö rauð fóru á loft í Kópavogi Sjá meira