Sigurræða Macron: „Við munum ekki láta undan óttanum“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. maí 2017 21:26 Emmanuel Macron er nýkjörinn forseti Frakklands. Vísir/AFP Söngur Evrópusambandsins, Óðurinn til gleðinnar eftir Beethoven, ómaði um torgið fyrir framan Louvre-safnið í París þegar Emmanuel Macron gekk til móts við stuðningsmenn sína í kvöld. Lagavalið hefur vakið mikla athygli en Macron er mikill stuðningsmaður áframhaldandi veru Frakka í Evrópusambandinu. Hann ávarpaði um fimmtánþúsund manns, sem saman voru komnir til að hylla hinn nýkjörna forseta. „Verkefnið sem bíður okkar, mínir kæru samborgarar, er gríðarstórt og það hefst á morgun. Það krefst þess að við stöndum vörð um lýðræðislegan þrótt, sprautum nýju lífi í efnahaginn, byggjum upp nýjar varnir gagnvart heiminum sem umlykur okkur og gefum öllum pláss til að reisa Evrópu okkar allra upp á nýtt og tryggja öryggi allra Frakka,“ sagði Macron í ræðu sinni.Emmanuel Macron og eiginkona hans, Brigitte, við Louvre-safnið í París í kvöld.Vísir/AfpMacron ávarpaði einnig stuðningsmenn mótframbjóðanda síns, Marine Le Pen, sem var í framboði fyrir frönsku Þjóðfylkinguna. „Næstu fimm árin mun ég gera allt sem í mínu valdi stendur til þess að þeir sem kusu Marine Le Pen finni sig aldrei aftur knúna til að kjósa öfgaöfl.“ Þegar Macron sagðist eiga fjölskyldu sinni sigurinn að þakka hrópaði mannfjöldinn nafn eiginkonu hans, Brigitte. Hún mætti þá manni sínum tárvot uppi á sviði. Hjónaband þeirra vakti mikla athygli í kosningabaráttunni en Brigitte er 24 árum eldri en hinn nýkjörni forseti. Macron sagði enn fremur að verkefnið sem hann ætti fyrir höndum yrði erfitt. „Við munum ekki láta undan óttanum,“ sagði Macron og kallaði um leið eftir samheldni þjóðarinnar og Frakklands alls. „Ég mun þjóna ykkur með ást,“ sagði Emmanuel Macron í lok sigurræðunnar. „Lengi lifi lýðveldið, lengi lifi Frakkland.“ Frakkland Tengdar fréttir Trump óskar Macron til hamingju Forsetinn óskaði Macron „til hamingju með stóran sigur,“ og bætti við að hann „hlakkaði mjög til að vinna með honum.“ Athygli vekur að í viðtali við Associated Press í apríl sagði Trump Le Pen "sterkasta“ frambjóðandann. 7. maí 2017 19:40 Hamingjuóskum rignir yfir Macron Þjóðarleiðtogar heimsins keppast nú við að óska næsta frakklandsforseta til hamingju með sigurinn. 7. maí 2017 18:43 Hallargarður við Louvre-safnið rýmdur Lögregla fyrirskipaði að hallargarður þar sem Emmanuel Macron ætlar að fagna á kosninganótt skyldi rýmdur í varúðarskyni vegna öryggisástæðna. 7. maí 2017 11:49 Macron: „Ég þakka ykkur frá mínum dýpstu hjartarótum“ Sigurræða Macron var alvarleg, stutt og yfirveguð. 7. maí 2017 19:24 Le Pen heitir því að halda baráttunni áfram Marine Le Pen hefur játað ósigur í frönsku forsetakosningunum eftir að fyrstu tölur birtust í dag. Hún óskaði Emmanuel Macron, sigurvegara kosninganna, góðs gengis með áskoranirnar sem Frakkland stendur frammi fyrir þegar hún ávarpaði stuðningsmenn sína fyrir stuttu. 7. maí 2017 19:22 Le Pen viðurkennir ósigur: Emmanuel Macron næsti forseti Frakklands Marine Le Pen hefur viðurkennt ósigur í forsetakosningunum í Frakklandi. 7. maí 2017 18:21 Mest lesið „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira
Söngur Evrópusambandsins, Óðurinn til gleðinnar eftir Beethoven, ómaði um torgið fyrir framan Louvre-safnið í París þegar Emmanuel Macron gekk til móts við stuðningsmenn sína í kvöld. Lagavalið hefur vakið mikla athygli en Macron er mikill stuðningsmaður áframhaldandi veru Frakka í Evrópusambandinu. Hann ávarpaði um fimmtánþúsund manns, sem saman voru komnir til að hylla hinn nýkjörna forseta. „Verkefnið sem bíður okkar, mínir kæru samborgarar, er gríðarstórt og það hefst á morgun. Það krefst þess að við stöndum vörð um lýðræðislegan þrótt, sprautum nýju lífi í efnahaginn, byggjum upp nýjar varnir gagnvart heiminum sem umlykur okkur og gefum öllum pláss til að reisa Evrópu okkar allra upp á nýtt og tryggja öryggi allra Frakka,“ sagði Macron í ræðu sinni.Emmanuel Macron og eiginkona hans, Brigitte, við Louvre-safnið í París í kvöld.Vísir/AfpMacron ávarpaði einnig stuðningsmenn mótframbjóðanda síns, Marine Le Pen, sem var í framboði fyrir frönsku Þjóðfylkinguna. „Næstu fimm árin mun ég gera allt sem í mínu valdi stendur til þess að þeir sem kusu Marine Le Pen finni sig aldrei aftur knúna til að kjósa öfgaöfl.“ Þegar Macron sagðist eiga fjölskyldu sinni sigurinn að þakka hrópaði mannfjöldinn nafn eiginkonu hans, Brigitte. Hún mætti þá manni sínum tárvot uppi á sviði. Hjónaband þeirra vakti mikla athygli í kosningabaráttunni en Brigitte er 24 árum eldri en hinn nýkjörni forseti. Macron sagði enn fremur að verkefnið sem hann ætti fyrir höndum yrði erfitt. „Við munum ekki láta undan óttanum,“ sagði Macron og kallaði um leið eftir samheldni þjóðarinnar og Frakklands alls. „Ég mun þjóna ykkur með ást,“ sagði Emmanuel Macron í lok sigurræðunnar. „Lengi lifi lýðveldið, lengi lifi Frakkland.“
Frakkland Tengdar fréttir Trump óskar Macron til hamingju Forsetinn óskaði Macron „til hamingju með stóran sigur,“ og bætti við að hann „hlakkaði mjög til að vinna með honum.“ Athygli vekur að í viðtali við Associated Press í apríl sagði Trump Le Pen "sterkasta“ frambjóðandann. 7. maí 2017 19:40 Hamingjuóskum rignir yfir Macron Þjóðarleiðtogar heimsins keppast nú við að óska næsta frakklandsforseta til hamingju með sigurinn. 7. maí 2017 18:43 Hallargarður við Louvre-safnið rýmdur Lögregla fyrirskipaði að hallargarður þar sem Emmanuel Macron ætlar að fagna á kosninganótt skyldi rýmdur í varúðarskyni vegna öryggisástæðna. 7. maí 2017 11:49 Macron: „Ég þakka ykkur frá mínum dýpstu hjartarótum“ Sigurræða Macron var alvarleg, stutt og yfirveguð. 7. maí 2017 19:24 Le Pen heitir því að halda baráttunni áfram Marine Le Pen hefur játað ósigur í frönsku forsetakosningunum eftir að fyrstu tölur birtust í dag. Hún óskaði Emmanuel Macron, sigurvegara kosninganna, góðs gengis með áskoranirnar sem Frakkland stendur frammi fyrir þegar hún ávarpaði stuðningsmenn sína fyrir stuttu. 7. maí 2017 19:22 Le Pen viðurkennir ósigur: Emmanuel Macron næsti forseti Frakklands Marine Le Pen hefur viðurkennt ósigur í forsetakosningunum í Frakklandi. 7. maí 2017 18:21 Mest lesið „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira
Trump óskar Macron til hamingju Forsetinn óskaði Macron „til hamingju með stóran sigur,“ og bætti við að hann „hlakkaði mjög til að vinna með honum.“ Athygli vekur að í viðtali við Associated Press í apríl sagði Trump Le Pen "sterkasta“ frambjóðandann. 7. maí 2017 19:40
Hamingjuóskum rignir yfir Macron Þjóðarleiðtogar heimsins keppast nú við að óska næsta frakklandsforseta til hamingju með sigurinn. 7. maí 2017 18:43
Hallargarður við Louvre-safnið rýmdur Lögregla fyrirskipaði að hallargarður þar sem Emmanuel Macron ætlar að fagna á kosninganótt skyldi rýmdur í varúðarskyni vegna öryggisástæðna. 7. maí 2017 11:49
Macron: „Ég þakka ykkur frá mínum dýpstu hjartarótum“ Sigurræða Macron var alvarleg, stutt og yfirveguð. 7. maí 2017 19:24
Le Pen heitir því að halda baráttunni áfram Marine Le Pen hefur játað ósigur í frönsku forsetakosningunum eftir að fyrstu tölur birtust í dag. Hún óskaði Emmanuel Macron, sigurvegara kosninganna, góðs gengis með áskoranirnar sem Frakkland stendur frammi fyrir þegar hún ávarpaði stuðningsmenn sína fyrir stuttu. 7. maí 2017 19:22
Le Pen viðurkennir ósigur: Emmanuel Macron næsti forseti Frakklands Marine Le Pen hefur viðurkennt ósigur í forsetakosningunum í Frakklandi. 7. maí 2017 18:21