Le Pen viðurkennir ósigur: Emmanuel Macron næsti forseti Frakklands Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 7. maí 2017 18:21 Vísir/EPA Marine Le Pen hefur viðurkennt ósigur í forsetakosningunum í Frakklandi. Hún ávarpaði stuðningsmenn sína og blaðamenn skömmu eftir að fyrstu tölur í forsetakosningunum voru birtar en samkvæmt þeim hlaut hún 34,5 prósent atkvæða. Mótframbjóðandi hennar, Emmanuel Macron, fékk 65,5 prósent. Le Pen sagðist hafa rætt við Macron í síma og óskað honum góðs gengis í nýju embætti. Macron hefur sent frá sér örstutta yfirlýsingu og hefur enn ekki ávarpað fólk opinberlega. „Nýtt blað er brotið í okkar löngu sögu í kvöld. Mín ósk er að það einkennist af von og endurnýjuðu sjálfstrausti,“ segir hann í yfirlýsingu sinni til AFP. Áður höfðu skoðanakannanir spáð Macron sigri, en hann mældist með rúmlega sextíu prósent fylgi samkvæmt niðurstöðum fjögurra skoðanakannanna sem hafa verið gerðar í dag. Sigur hans þykir mikið afrek, en þangað til nýlega var hann óþekktur og stjórnmálaflokkur hans, En Marche!, var stofnaður fyrir ári síðan. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands hefur nú þegar sent Macron hamingjuóskir. „Forsætisráðherrann óskar forsetaefninu Macron innilega til hamingju með árangurinn. Frakkland er einn af okkar nánustu bandamönnum og við hlökkum til að vinna með nýja forsetanum að okkar sameiginlegu baráttuefnum,“ segir í yfirlýsingu May. Hér fyrir neðan má sjá myndband af fagnaðarlátunum þegar fyrstu tölur voru tilkynntar á stuðningsfundi Macron við Louvre safnið í París.The moment Emmanuel Macron's victory was announced to his supporters in Paris #frenchelection #presidentielle2017https://t.co/45xs46Wlv1 pic.twitter.com/QDIPYLwFc4— BBC Breaking News (@BBCBreaking) May 7, 2017 Frakkland Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Sjá meira
Marine Le Pen hefur viðurkennt ósigur í forsetakosningunum í Frakklandi. Hún ávarpaði stuðningsmenn sína og blaðamenn skömmu eftir að fyrstu tölur í forsetakosningunum voru birtar en samkvæmt þeim hlaut hún 34,5 prósent atkvæða. Mótframbjóðandi hennar, Emmanuel Macron, fékk 65,5 prósent. Le Pen sagðist hafa rætt við Macron í síma og óskað honum góðs gengis í nýju embætti. Macron hefur sent frá sér örstutta yfirlýsingu og hefur enn ekki ávarpað fólk opinberlega. „Nýtt blað er brotið í okkar löngu sögu í kvöld. Mín ósk er að það einkennist af von og endurnýjuðu sjálfstrausti,“ segir hann í yfirlýsingu sinni til AFP. Áður höfðu skoðanakannanir spáð Macron sigri, en hann mældist með rúmlega sextíu prósent fylgi samkvæmt niðurstöðum fjögurra skoðanakannanna sem hafa verið gerðar í dag. Sigur hans þykir mikið afrek, en þangað til nýlega var hann óþekktur og stjórnmálaflokkur hans, En Marche!, var stofnaður fyrir ári síðan. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands hefur nú þegar sent Macron hamingjuóskir. „Forsætisráðherrann óskar forsetaefninu Macron innilega til hamingju með árangurinn. Frakkland er einn af okkar nánustu bandamönnum og við hlökkum til að vinna með nýja forsetanum að okkar sameiginlegu baráttuefnum,“ segir í yfirlýsingu May. Hér fyrir neðan má sjá myndband af fagnaðarlátunum þegar fyrstu tölur voru tilkynntar á stuðningsfundi Macron við Louvre safnið í París.The moment Emmanuel Macron's victory was announced to his supporters in Paris #frenchelection #presidentielle2017https://t.co/45xs46Wlv1 pic.twitter.com/QDIPYLwFc4— BBC Breaking News (@BBCBreaking) May 7, 2017
Frakkland Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Sjá meira