Svala náði ekki að heilla blaðamenn á seinni æfingunni: Telja afar ólíklegt að hún komist í úrslit Birgir Olgeirsson skrifar 5. maí 2017 17:21 Svala á sviði í Kænugarði. Eurovision Blaðamenn sem fylgjast með undirbúningi söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, í Úkraínu spá Svölu ekki upp úr fyrra undankvöldi keppninnar sem fer fram í Kænugarði næstkomandi þriðjudagskvöld. Þetta kemur fram á Eurovision-vefnum ESC Today en þar gefa 35 blaðamenn framlög hverrar þjóðar einkunn. Þeir mega veita þremur lögum stig. Það sem er í uppáhaldi hjá hverjum blaðamanni fær fimm stig, næsta fær þrjú og það þriðja fær eitt stig. Hvert lag getur fengið að hámarki 175 stig en metið er 119 stig sem Úkraína fékk í fyrra.Tekið er fram á vef ESC Today að þessi könnun valdi 18 af þeim 20 þjóðum sem komust áfram í úrslitin í fyrra og var með fyrstu þær þrjár þjóðir sem höfnuðu í efsta sæti einnig í efstu sætum könnunarinnar, Úkraínu, Ástralíu og Rússland. Svala fékk lága einkunn eftir fyrri æfinguna en einnig voru greidd atkvæði eftir seinni æfinguna og náði Svala heldur ekki að heilla þessa blaðamenn á henni. Hún fær ellefu stig í heildina og er talin afar ólíkleg til að komast í úrslit Eurovision. Er henni spáð fimmtánda sætinu í sínum undanriðli en fulltrúi Armeníu fékk langflest stig, 100 talsins, næst Finnland með 72 stig og svo Moldóvía með 69 stig.Fréttastofa 365 verður með ítarlega umfjöllun frá Eurovision í Kænugarði næstu daga. Fréttamennirnir Stefán Árni Pálsson og Benedikt Bóas Hinriksson verða með umfjöllun hér á Vísi, Stöð 2, Fréttablaðinu og á Bylgjunni á hverjum degi í gegnum alla keppnina. Þá verður sérstakur vefþáttur á Vísi alla dagana og hefur sá þáttur fengið nafnið Júrógarðurinn.Hægt verður að fylgjast með ævintýrum Stefáns og Benedikts í Kænugarði á Twitter-reikningi Lífsins og á Snapchat-reikningi 365 sem heitir einfaldlega Snap-365.Við minnum líka lesendur á að fylgjast með Facebook-síðu Lífsins, Facebook-síðu Vísis og Twitter-reikningi Vísis. Eurovision Mest lesið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist Már Gunnars genginn út Lífið Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Fleiri fréttir Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða Sjá meira
Blaðamenn sem fylgjast með undirbúningi söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, í Úkraínu spá Svölu ekki upp úr fyrra undankvöldi keppninnar sem fer fram í Kænugarði næstkomandi þriðjudagskvöld. Þetta kemur fram á Eurovision-vefnum ESC Today en þar gefa 35 blaðamenn framlög hverrar þjóðar einkunn. Þeir mega veita þremur lögum stig. Það sem er í uppáhaldi hjá hverjum blaðamanni fær fimm stig, næsta fær þrjú og það þriðja fær eitt stig. Hvert lag getur fengið að hámarki 175 stig en metið er 119 stig sem Úkraína fékk í fyrra.Tekið er fram á vef ESC Today að þessi könnun valdi 18 af þeim 20 þjóðum sem komust áfram í úrslitin í fyrra og var með fyrstu þær þrjár þjóðir sem höfnuðu í efsta sæti einnig í efstu sætum könnunarinnar, Úkraínu, Ástralíu og Rússland. Svala fékk lága einkunn eftir fyrri æfinguna en einnig voru greidd atkvæði eftir seinni æfinguna og náði Svala heldur ekki að heilla þessa blaðamenn á henni. Hún fær ellefu stig í heildina og er talin afar ólíkleg til að komast í úrslit Eurovision. Er henni spáð fimmtánda sætinu í sínum undanriðli en fulltrúi Armeníu fékk langflest stig, 100 talsins, næst Finnland með 72 stig og svo Moldóvía með 69 stig.Fréttastofa 365 verður með ítarlega umfjöllun frá Eurovision í Kænugarði næstu daga. Fréttamennirnir Stefán Árni Pálsson og Benedikt Bóas Hinriksson verða með umfjöllun hér á Vísi, Stöð 2, Fréttablaðinu og á Bylgjunni á hverjum degi í gegnum alla keppnina. Þá verður sérstakur vefþáttur á Vísi alla dagana og hefur sá þáttur fengið nafnið Júrógarðurinn.Hægt verður að fylgjast með ævintýrum Stefáns og Benedikts í Kænugarði á Twitter-reikningi Lífsins og á Snapchat-reikningi 365 sem heitir einfaldlega Snap-365.Við minnum líka lesendur á að fylgjast með Facebook-síðu Lífsins, Facebook-síðu Vísis og Twitter-reikningi Vísis.
Eurovision Mest lesið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist Már Gunnars genginn út Lífið Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Fleiri fréttir Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða Sjá meira