Við erum eins og köttur sem liggur í gluggakistu Magnús Guðmundsson skrifar 5. maí 2017 11:30 Bergur Ebbi er hér greinilega við stofuhita en samt sérdeilis svalur enda nýkominn heim frá Kanada. Visir/Eyþór Það er ekki á hverjum degi sem út kemur bók eftir íslenskan uppistandara, lögfræðing, framtíðarfræðing, pistlahöfund og sitthvað fleiri forvitnilegt en í gær bar þó svo við. Þá kom út bókin Stofuhiti, ritgerð um samtímann, eftir Berg Ebba en hann hefur alið manninn í Kanada síðustu misserin þar sem hann lagði stund á nám í framtíðarfræðum og nýsköpun sem hann hefur einnig verið að vinna við að undanförnu. Bergur Ebbi segir að þrátt fyrir framtíðarfræðin sé hann þó þarna að skrifa um samtímann. „Þetta er mikið um upplýsingatæknibyltinguna, samfélagsmiðla en þá svona stærri menningarlegu áhrifin af því og þá einkum á sjálfsmynd fólks.“Þrá eftir einfaldleika Varðandi framtíðarfræðin þá segir Bergur Ebbi að það sé merkilegt hvað fólk hefur alltaf mikinn áhuga á því sem rætist ekki. „En sérstaklega finnst mér forvitnilegt að skoða hversu mikla þörf fólk virðist alltaf hafa fyrir að einfalda heiminn. Fólki virðist alltaf finnast heimurinn flókinn og því virðist vera algeng þessi þörf fyrir að stílísera og einfalda allt, ekki síst í listrænu tilliti. Maður sér þetta t.d. í bíómyndum sem eiga að gerast í framtíðinni þar sem allt er slétt og fellt og allir í eins fötum. Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á þessari þörf fyrir einföldun. Eflaust birtist þetta líka í þessari samtímaskoðun minni að einhverju leyti þar sem ég er að reyna að hreinsa til í hugmyndum samtímans af því að ég er bara eins og svo margir aðrir að mér finnst svo margt vera flókið. Flókið að vera til á þessum tímum falsfrétta og fjölmiðla- og menningarumhverfis þar sem afstæðishyggja ræður ríkjum og enginn einn stíll er ofan á heldur allt í gangi. Á verstu dögunum þá líður manni þannig að narsisisminn ráði ríkjum og sá frekasti lifi.“Líf við stofuhita Bergur Ebbi segist þó vera bjartsýnismaður að eðlisfari og að þetta sé ekki svona slæmt. „Við þurfum stundum bara aðeins að sortera og það tekur tíma. Það sem einkennir okkar tíma er líka margt gott. Ég reyni að nálgast allt móralslaust og bera saman við aðra tíma. Í því hef ég fundið margt jákvætt við samtímann. Ég nota mitt líf sem viðmið til þess að hafa einhverja viðspyrnu og vona svo að aðrir tengi. Ég get litið svo á sem ég lifi við kjöraðstæður. Mér finnst gaman að láta mig dreyma og lifi í hugmyndaheimi þar sem ég get miðlað mínu fyrir tilstilli upplýsingabyltingarnar. Þannig lifi ég við kjöraðstæður – stofuhita. Titill bókarinnar vísar til þessa og líka fleiri atriða því kjöraðstæður eru ákveðið samheiti við stofuhita. Við stofuhita eru einhver þrúgandi þægindi þar sem maður er kannski líka að fá of mikið af hinu góða og það er að mörgu leyti einkenni okkar tíma. Mér finnst stundum eins og nútímamaðurinn sé eins og köttur sem liggur í gluggakistu við þægilegt hitastig. Hann horfir af ákveðnu fálæti á veröldina brenna fyrir utan en lækar samt statusa og er á móti því að flóttamenn drukkni þarna og vill að rusl sé endurnýtt hér. Þannig að það er eitthvert rof þarna á milli kattarins og veraldarinnar fyrir utan gluggann.“Æðrulaus og sáttur Stofuhiti er verk þar sem höfundur leitast við að kryfja samtímann og því hlýtur að liggja beint við að spyrja hvort höfundurinn sé þá ekki stressaður yfir viðtökunum, hafi áhyggjur af því hversu mörg læk hann eigi eftir að fá á verkið? „Já, þetta er góð spurning, því það er farið að einkenna líf manns, þetta með álit annarra. Ég fjalla reyndar talsvert um það í bókinni því fyrir utan dauða og ástvinamissi þá er ekkert sem maður óttast meira en álit samborgara sinna. Það er nefnilega ekkert álit jafn harðneskjulegt og álit jafningja. Það er það sem samfélagsmiðlar hafa búið til. Ef þú gafst út bók fyrir 30 árum þá skrifaði kannski einhver gagnrýnandi um hana eftir ákveðnum og faglegum leiðum sem fela í sér ákveðna fjarlægð. Því getur maður tekið eins og maður vill en álit jafningja og álit fjöldans er svo brútal. En að því sögðu og þar sem ég þykist vera að greina þetta og skrifa um þetta þá verð ég nú að vera soldið æðrulaus og sáttur. Mér tókst að taka vel til í eigin hugarheimi við verkið og ef það hjálpar einhverjum öðrum sem er kannski aðeins ráðvilltur í þessum málum, þó það sé ekki nema einn, þá er það nóg fyrir mig.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 5. maí. Menning Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fleiri fréttir Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Það er ekki á hverjum degi sem út kemur bók eftir íslenskan uppistandara, lögfræðing, framtíðarfræðing, pistlahöfund og sitthvað fleiri forvitnilegt en í gær bar þó svo við. Þá kom út bókin Stofuhiti, ritgerð um samtímann, eftir Berg Ebba en hann hefur alið manninn í Kanada síðustu misserin þar sem hann lagði stund á nám í framtíðarfræðum og nýsköpun sem hann hefur einnig verið að vinna við að undanförnu. Bergur Ebbi segir að þrátt fyrir framtíðarfræðin sé hann þó þarna að skrifa um samtímann. „Þetta er mikið um upplýsingatæknibyltinguna, samfélagsmiðla en þá svona stærri menningarlegu áhrifin af því og þá einkum á sjálfsmynd fólks.“Þrá eftir einfaldleika Varðandi framtíðarfræðin þá segir Bergur Ebbi að það sé merkilegt hvað fólk hefur alltaf mikinn áhuga á því sem rætist ekki. „En sérstaklega finnst mér forvitnilegt að skoða hversu mikla þörf fólk virðist alltaf hafa fyrir að einfalda heiminn. Fólki virðist alltaf finnast heimurinn flókinn og því virðist vera algeng þessi þörf fyrir að stílísera og einfalda allt, ekki síst í listrænu tilliti. Maður sér þetta t.d. í bíómyndum sem eiga að gerast í framtíðinni þar sem allt er slétt og fellt og allir í eins fötum. Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á þessari þörf fyrir einföldun. Eflaust birtist þetta líka í þessari samtímaskoðun minni að einhverju leyti þar sem ég er að reyna að hreinsa til í hugmyndum samtímans af því að ég er bara eins og svo margir aðrir að mér finnst svo margt vera flókið. Flókið að vera til á þessum tímum falsfrétta og fjölmiðla- og menningarumhverfis þar sem afstæðishyggja ræður ríkjum og enginn einn stíll er ofan á heldur allt í gangi. Á verstu dögunum þá líður manni þannig að narsisisminn ráði ríkjum og sá frekasti lifi.“Líf við stofuhita Bergur Ebbi segist þó vera bjartsýnismaður að eðlisfari og að þetta sé ekki svona slæmt. „Við þurfum stundum bara aðeins að sortera og það tekur tíma. Það sem einkennir okkar tíma er líka margt gott. Ég reyni að nálgast allt móralslaust og bera saman við aðra tíma. Í því hef ég fundið margt jákvætt við samtímann. Ég nota mitt líf sem viðmið til þess að hafa einhverja viðspyrnu og vona svo að aðrir tengi. Ég get litið svo á sem ég lifi við kjöraðstæður. Mér finnst gaman að láta mig dreyma og lifi í hugmyndaheimi þar sem ég get miðlað mínu fyrir tilstilli upplýsingabyltingarnar. Þannig lifi ég við kjöraðstæður – stofuhita. Titill bókarinnar vísar til þessa og líka fleiri atriða því kjöraðstæður eru ákveðið samheiti við stofuhita. Við stofuhita eru einhver þrúgandi þægindi þar sem maður er kannski líka að fá of mikið af hinu góða og það er að mörgu leyti einkenni okkar tíma. Mér finnst stundum eins og nútímamaðurinn sé eins og köttur sem liggur í gluggakistu við þægilegt hitastig. Hann horfir af ákveðnu fálæti á veröldina brenna fyrir utan en lækar samt statusa og er á móti því að flóttamenn drukkni þarna og vill að rusl sé endurnýtt hér. Þannig að það er eitthvert rof þarna á milli kattarins og veraldarinnar fyrir utan gluggann.“Æðrulaus og sáttur Stofuhiti er verk þar sem höfundur leitast við að kryfja samtímann og því hlýtur að liggja beint við að spyrja hvort höfundurinn sé þá ekki stressaður yfir viðtökunum, hafi áhyggjur af því hversu mörg læk hann eigi eftir að fá á verkið? „Já, þetta er góð spurning, því það er farið að einkenna líf manns, þetta með álit annarra. Ég fjalla reyndar talsvert um það í bókinni því fyrir utan dauða og ástvinamissi þá er ekkert sem maður óttast meira en álit samborgara sinna. Það er nefnilega ekkert álit jafn harðneskjulegt og álit jafningja. Það er það sem samfélagsmiðlar hafa búið til. Ef þú gafst út bók fyrir 30 árum þá skrifaði kannski einhver gagnrýnandi um hana eftir ákveðnum og faglegum leiðum sem fela í sér ákveðna fjarlægð. Því getur maður tekið eins og maður vill en álit jafningja og álit fjöldans er svo brútal. En að því sögðu og þar sem ég þykist vera að greina þetta og skrifa um þetta þá verð ég nú að vera soldið æðrulaus og sáttur. Mér tókst að taka vel til í eigin hugarheimi við verkið og ef það hjálpar einhverjum öðrum sem er kannski aðeins ráðvilltur í þessum málum, þó það sé ekki nema einn, þá er það nóg fyrir mig.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 5. maí.
Menning Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fleiri fréttir Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira