Innlent

Viðtal við Sir Paul Nurse - „Ísland er dásamlegur staður til að stunda vísindi“

„Ísland er dásamlegur staður til að stunda vísindi.“ Þetta segir nóbelsverðlaunahafinn Paul Nurse sem sótti landið heim á dögunum.

Nurse er ævintýramaður mikill og kom hingað til að dást að íslenskri náttúru og flytja fyrirlestur á vegum Háskóla Íslands en einnig í þeirri von að fræðast um bakgrunn sinn, enda vill það svo til að þessi heimsþekkti og virti erfðafræðingur er enn að leita að svörum þegar erfðasaga hans sjálfs er annars vegar.

Rætt verður við Sir Paul í fréttum Stöðvar 2 í kvöld klukkan 18:30, í opinni útsendingu á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar og í beinni útsendingu á Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×