Fordæmalaus uppbygging í sveit og bæ Svavar Hávarðsson skrifar 4. maí 2017 07:00 Innan sveitarfélagsins eru óteljandi náttúruperlur og ferðamönnum fjölgar stöðugt. vísir/vilhelm „Það eru einfaldlega engin fordæmi fyrir uppbyggingu sem þessari hér í sveitarfélaginu,“ segir Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri Rangárþings eystra. Verkefni í sveitarfélaginu, langt komin eða við það að hefjast, skipta tugum – flest tengjast ferðaþjónustu. Uppbyggingin einskorðast ekki við þéttbýliskjarnann á Hvolsvelli heldur nær hún ekkert síður til dreifbýlisins þar sem gistiaðstaða, hótel, gistiheimili og smáhýsi, er í byggingu.Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóriÍsólfur Gylfi segir að ef litið er til baka komi upp í hugann sú mynd þegar allt virtist á fallandi fæti. „Það eru farin af stað fjölmörg spennandi verkefni, sum hver tengjast sveitarfélaginu beint og önnur ekki.“ Hann nefnir Eldfjallasetrið og verkefni þar sem ungt fólk sem er að breyta gamalli steypustöð og iðnaðarhúsnæði Suðurverks, sem stóð autt, í gistiaðstöðu fyrir ferðamenn. „Uppbyggingin er svo sannarlega ekki bundin við þéttbýlið. Hún nær til dreifbýlisins einnig þar sem ferðaþjónustan er hreyfiaflið,“ segir Ísólfur Gylfi. Sé tæpt á því helsta grípur augað að átta hótelverkefni eru í gangi á ýmsum stigum – nýbyggingar og stækkanir. Fjögur af þeim eru í sveitinni, en uppbygging gistingar er á ellefu jörðum. Fyrirtæki eru líka að bregðast við vexti og er Sláturfélag Suðurlands að fara af stað með byggingu á 24 íbúðum fyrir sína starfsmenn vegna fyrirhugaðrar stækkunar. Eins og kunnugt er verður Eldfjallasetrið (Lava) opnað um næstu mánaðamót í um 3.000 fermetra húsnæði sem hýsir sýningu, verslun, veitingastað og fleira. Þá stendur sveitarfélagið í uppbyggingu í þéttbýlinu á Hvolsvelli; skipuleggur nýjan miðbæ og fjölda lóða fyrir verslun og þjónustu auk íbúða. Einnig er gert ráð fyrir veglegu hátíðarsvæði. Þá er verið að byggja við dvalar- og hjúkrunarheimilið á staðnum. Spurður hvort þessi hraða uppbygging valdi sveitarstjóranum áhyggjum, segir hann að svo sé. „En þetta eru viðfangsefni dagsins, og ef við bregðumst ekki við þessu þá missum við kannski frá okkur tækifæri. Ég segi að það sé skylda okkar að taka þátt í þessu.“ Haft hefur verið á orði að ekkert sé mikilvægara í tilliti til byggðamála en samgöngur og fjarskipti, en á vegum sveitarfélagsins er verið að ljúka fyrsta áfanga að lagningu ljósleiðara í dreifbýli. Í beinu framhaldi verður haldið áfram með ljósleiðaravæðingu alls sveitarfélagsins og stefnt að því að um næstu áramót verði henni lokið. Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira
„Það eru einfaldlega engin fordæmi fyrir uppbyggingu sem þessari hér í sveitarfélaginu,“ segir Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri Rangárþings eystra. Verkefni í sveitarfélaginu, langt komin eða við það að hefjast, skipta tugum – flest tengjast ferðaþjónustu. Uppbyggingin einskorðast ekki við þéttbýliskjarnann á Hvolsvelli heldur nær hún ekkert síður til dreifbýlisins þar sem gistiaðstaða, hótel, gistiheimili og smáhýsi, er í byggingu.Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóriÍsólfur Gylfi segir að ef litið er til baka komi upp í hugann sú mynd þegar allt virtist á fallandi fæti. „Það eru farin af stað fjölmörg spennandi verkefni, sum hver tengjast sveitarfélaginu beint og önnur ekki.“ Hann nefnir Eldfjallasetrið og verkefni þar sem ungt fólk sem er að breyta gamalli steypustöð og iðnaðarhúsnæði Suðurverks, sem stóð autt, í gistiaðstöðu fyrir ferðamenn. „Uppbyggingin er svo sannarlega ekki bundin við þéttbýlið. Hún nær til dreifbýlisins einnig þar sem ferðaþjónustan er hreyfiaflið,“ segir Ísólfur Gylfi. Sé tæpt á því helsta grípur augað að átta hótelverkefni eru í gangi á ýmsum stigum – nýbyggingar og stækkanir. Fjögur af þeim eru í sveitinni, en uppbygging gistingar er á ellefu jörðum. Fyrirtæki eru líka að bregðast við vexti og er Sláturfélag Suðurlands að fara af stað með byggingu á 24 íbúðum fyrir sína starfsmenn vegna fyrirhugaðrar stækkunar. Eins og kunnugt er verður Eldfjallasetrið (Lava) opnað um næstu mánaðamót í um 3.000 fermetra húsnæði sem hýsir sýningu, verslun, veitingastað og fleira. Þá stendur sveitarfélagið í uppbyggingu í þéttbýlinu á Hvolsvelli; skipuleggur nýjan miðbæ og fjölda lóða fyrir verslun og þjónustu auk íbúða. Einnig er gert ráð fyrir veglegu hátíðarsvæði. Þá er verið að byggja við dvalar- og hjúkrunarheimilið á staðnum. Spurður hvort þessi hraða uppbygging valdi sveitarstjóranum áhyggjum, segir hann að svo sé. „En þetta eru viðfangsefni dagsins, og ef við bregðumst ekki við þessu þá missum við kannski frá okkur tækifæri. Ég segi að það sé skylda okkar að taka þátt í þessu.“ Haft hefur verið á orði að ekkert sé mikilvægara í tilliti til byggðamála en samgöngur og fjarskipti, en á vegum sveitarfélagsins er verið að ljúka fyrsta áfanga að lagningu ljósleiðara í dreifbýli. Í beinu framhaldi verður haldið áfram með ljósleiðaravæðingu alls sveitarfélagsins og stefnt að því að um næstu áramót verði henni lokið.
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira