Fordæmalaus uppbygging í sveit og bæ Svavar Hávarðsson skrifar 4. maí 2017 07:00 Innan sveitarfélagsins eru óteljandi náttúruperlur og ferðamönnum fjölgar stöðugt. vísir/vilhelm „Það eru einfaldlega engin fordæmi fyrir uppbyggingu sem þessari hér í sveitarfélaginu,“ segir Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri Rangárþings eystra. Verkefni í sveitarfélaginu, langt komin eða við það að hefjast, skipta tugum – flest tengjast ferðaþjónustu. Uppbyggingin einskorðast ekki við þéttbýliskjarnann á Hvolsvelli heldur nær hún ekkert síður til dreifbýlisins þar sem gistiaðstaða, hótel, gistiheimili og smáhýsi, er í byggingu.Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóriÍsólfur Gylfi segir að ef litið er til baka komi upp í hugann sú mynd þegar allt virtist á fallandi fæti. „Það eru farin af stað fjölmörg spennandi verkefni, sum hver tengjast sveitarfélaginu beint og önnur ekki.“ Hann nefnir Eldfjallasetrið og verkefni þar sem ungt fólk sem er að breyta gamalli steypustöð og iðnaðarhúsnæði Suðurverks, sem stóð autt, í gistiaðstöðu fyrir ferðamenn. „Uppbyggingin er svo sannarlega ekki bundin við þéttbýlið. Hún nær til dreifbýlisins einnig þar sem ferðaþjónustan er hreyfiaflið,“ segir Ísólfur Gylfi. Sé tæpt á því helsta grípur augað að átta hótelverkefni eru í gangi á ýmsum stigum – nýbyggingar og stækkanir. Fjögur af þeim eru í sveitinni, en uppbygging gistingar er á ellefu jörðum. Fyrirtæki eru líka að bregðast við vexti og er Sláturfélag Suðurlands að fara af stað með byggingu á 24 íbúðum fyrir sína starfsmenn vegna fyrirhugaðrar stækkunar. Eins og kunnugt er verður Eldfjallasetrið (Lava) opnað um næstu mánaðamót í um 3.000 fermetra húsnæði sem hýsir sýningu, verslun, veitingastað og fleira. Þá stendur sveitarfélagið í uppbyggingu í þéttbýlinu á Hvolsvelli; skipuleggur nýjan miðbæ og fjölda lóða fyrir verslun og þjónustu auk íbúða. Einnig er gert ráð fyrir veglegu hátíðarsvæði. Þá er verið að byggja við dvalar- og hjúkrunarheimilið á staðnum. Spurður hvort þessi hraða uppbygging valdi sveitarstjóranum áhyggjum, segir hann að svo sé. „En þetta eru viðfangsefni dagsins, og ef við bregðumst ekki við þessu þá missum við kannski frá okkur tækifæri. Ég segi að það sé skylda okkar að taka þátt í þessu.“ Haft hefur verið á orði að ekkert sé mikilvægara í tilliti til byggðamála en samgöngur og fjarskipti, en á vegum sveitarfélagsins er verið að ljúka fyrsta áfanga að lagningu ljósleiðara í dreifbýli. Í beinu framhaldi verður haldið áfram með ljósleiðaravæðingu alls sveitarfélagsins og stefnt að því að um næstu áramót verði henni lokið. Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Fleiri fréttir Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir leiðbeinandanum Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Sjá meira
„Það eru einfaldlega engin fordæmi fyrir uppbyggingu sem þessari hér í sveitarfélaginu,“ segir Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri Rangárþings eystra. Verkefni í sveitarfélaginu, langt komin eða við það að hefjast, skipta tugum – flest tengjast ferðaþjónustu. Uppbyggingin einskorðast ekki við þéttbýliskjarnann á Hvolsvelli heldur nær hún ekkert síður til dreifbýlisins þar sem gistiaðstaða, hótel, gistiheimili og smáhýsi, er í byggingu.Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóriÍsólfur Gylfi segir að ef litið er til baka komi upp í hugann sú mynd þegar allt virtist á fallandi fæti. „Það eru farin af stað fjölmörg spennandi verkefni, sum hver tengjast sveitarfélaginu beint og önnur ekki.“ Hann nefnir Eldfjallasetrið og verkefni þar sem ungt fólk sem er að breyta gamalli steypustöð og iðnaðarhúsnæði Suðurverks, sem stóð autt, í gistiaðstöðu fyrir ferðamenn. „Uppbyggingin er svo sannarlega ekki bundin við þéttbýlið. Hún nær til dreifbýlisins einnig þar sem ferðaþjónustan er hreyfiaflið,“ segir Ísólfur Gylfi. Sé tæpt á því helsta grípur augað að átta hótelverkefni eru í gangi á ýmsum stigum – nýbyggingar og stækkanir. Fjögur af þeim eru í sveitinni, en uppbygging gistingar er á ellefu jörðum. Fyrirtæki eru líka að bregðast við vexti og er Sláturfélag Suðurlands að fara af stað með byggingu á 24 íbúðum fyrir sína starfsmenn vegna fyrirhugaðrar stækkunar. Eins og kunnugt er verður Eldfjallasetrið (Lava) opnað um næstu mánaðamót í um 3.000 fermetra húsnæði sem hýsir sýningu, verslun, veitingastað og fleira. Þá stendur sveitarfélagið í uppbyggingu í þéttbýlinu á Hvolsvelli; skipuleggur nýjan miðbæ og fjölda lóða fyrir verslun og þjónustu auk íbúða. Einnig er gert ráð fyrir veglegu hátíðarsvæði. Þá er verið að byggja við dvalar- og hjúkrunarheimilið á staðnum. Spurður hvort þessi hraða uppbygging valdi sveitarstjóranum áhyggjum, segir hann að svo sé. „En þetta eru viðfangsefni dagsins, og ef við bregðumst ekki við þessu þá missum við kannski frá okkur tækifæri. Ég segi að það sé skylda okkar að taka þátt í þessu.“ Haft hefur verið á orði að ekkert sé mikilvægara í tilliti til byggðamála en samgöngur og fjarskipti, en á vegum sveitarfélagsins er verið að ljúka fyrsta áfanga að lagningu ljósleiðara í dreifbýli. Í beinu framhaldi verður haldið áfram með ljósleiðaravæðingu alls sveitarfélagsins og stefnt að því að um næstu áramót verði henni lokið.
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Fleiri fréttir Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir leiðbeinandanum Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Sjá meira