Björk og Jónas Sen senda frá sér veglega nótnabók Guðný Hrönn skrifar 3. maí 2017 14:15 Jónas Sen hefur undanfarin átta ár unnið að veglegu bókverki í samvinnu við Björk Guðmundsdóttur. Vísir/GVA Björk Guðmundsdóttir er að senda frá sér bók sem hefur að geyma nótur með 34 útsetningum laga hennar. Það var píanistinn Jónas Sen sem vann útsetningarnar með henni en vinnan á bak við bókina tók átta ár og útkoman er afar veglegt „Tilurðin er sú að fyrir tíu árum síðan var ég að túra með Björk. Við ferðuðumst um allan heim í eitt og hálft ár og hún hafði þann háttinn á að hafa alltaf eitt lag, rétt undir lok dagskrárinnar, sem var rólegra en hin. Og hún söng þau lög með mér án hinna í hljómsveitinni,“ útskýrir Jónas Sen spurður út í hvernig samstarf hans við Björk Guðmundsdóttur í kringum nótnabókina kom til. „Fyrir þetta tónleikaferðalag sendi hún mér nokkur lög sem hún bað mig um að kynna mér og undirbúa. Ég gerði alveg nýja útgáfu af einu þeirra sem Björk var mjög hrifin af og við fluttum hana margoft á ferðalagi okkar.“„Eftir að túrinn var búinn þá hafði hún samband við mig og spurði hvort ég vildi ekki gera með henni útsetningar á lögunum hennar fyrir píanó, orgel, sembal og selestu.“ Jónas stökk á tækifærið og við tók mikil vinna. „Þetta er búið að taka langan tíma, eða átta ár nánar tiltekið. Lögin hennar hafa aldrei komið út í nótum og hugmyndin var þá að gefa út veglega útgáfu með lögunum hennar. Allir sem hafa einhverja kunnáttu á hljómborðshljóðfæri geta spilað þau, og líka sungið en röddin er einnig skrifuð í nótur með texta,“ segir Jónas um bókina sem kemur út 5. júní. Ekki alltaf sammálaBókverkið geymir 34 útfærslur með nótum af lögum Bjargar.Aðspurður hvernig samstarfið hafi gengið segir Jónas þetta hafa gengið afar vel þó að þau Björk hafi ekki endilega alltaf verið sammála. „Oft vildi ég fara mína leið, en ekkert alltaf. Ef ég heyri eitthvert lag eftir Björk þá dettur mér oft í hug hvernig væri hægt að útfæra það í einhvern annan stíl. Í þessu ferli settist ég bara niður og bjó til útsetningu eða einhvers konar tilbrigði og svo spilaði ég það fyrir Björk. Annaðhvort fílaði hún það eða hataði það, það gerðist alveg stundum,“ segir hann og hlær. „Þá settist ég bara aftur yfir þetta og oft þurfti hún að hjálpa mér. Ég myndi segja að flestar útsetningarnar í bókinni væru gerðar af okkur Björk saman. Hún er harður gagnrýnandi og ekki má gleyma að hún hefur gert ótal útsetningar á tónlist sinni á öðrum vettvangi, þ.e. fyrir strengi, kóra og blásara.“ Jónas er himinlifandi með útkomuna enda er um vandað bókverk að ræða. „Já, við erum búin að fara svo vandlega yfir þetta með hjálp margra sérfræðinga.“ Um umbrotshliðina sá franska listamannateymið M/M Paris sem hefur unnið töluvert með Björk í gegnum tíðina. „Umbrotið er rosalega fallegt en M/M Paris hannaði alveg sérstakt tónlistarletur sem er mjög í anda Bjarkar.“ Þess má geta að sumar útsetningarnar voru frumfluttar af Jónasi og Ásgerði Júníusdóttur mezzósópran á Listahátíð 2010, en aðrar voru frumfluttar í þáttaröðinni Átta raddir, sem Jónas hafði umsjón með fyrir nokkrum árum. Upptökur af flutningi nokkurra laganna er að finna á vefsíðu hans, jonas-sen.com. Tónlist Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Love Island bomba keppir í Eurovision Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Lífið Fleiri fréttir Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Sjá meira
Björk Guðmundsdóttir er að senda frá sér bók sem hefur að geyma nótur með 34 útsetningum laga hennar. Það var píanistinn Jónas Sen sem vann útsetningarnar með henni en vinnan á bak við bókina tók átta ár og útkoman er afar veglegt „Tilurðin er sú að fyrir tíu árum síðan var ég að túra með Björk. Við ferðuðumst um allan heim í eitt og hálft ár og hún hafði þann háttinn á að hafa alltaf eitt lag, rétt undir lok dagskrárinnar, sem var rólegra en hin. Og hún söng þau lög með mér án hinna í hljómsveitinni,“ útskýrir Jónas Sen spurður út í hvernig samstarf hans við Björk Guðmundsdóttur í kringum nótnabókina kom til. „Fyrir þetta tónleikaferðalag sendi hún mér nokkur lög sem hún bað mig um að kynna mér og undirbúa. Ég gerði alveg nýja útgáfu af einu þeirra sem Björk var mjög hrifin af og við fluttum hana margoft á ferðalagi okkar.“„Eftir að túrinn var búinn þá hafði hún samband við mig og spurði hvort ég vildi ekki gera með henni útsetningar á lögunum hennar fyrir píanó, orgel, sembal og selestu.“ Jónas stökk á tækifærið og við tók mikil vinna. „Þetta er búið að taka langan tíma, eða átta ár nánar tiltekið. Lögin hennar hafa aldrei komið út í nótum og hugmyndin var þá að gefa út veglega útgáfu með lögunum hennar. Allir sem hafa einhverja kunnáttu á hljómborðshljóðfæri geta spilað þau, og líka sungið en röddin er einnig skrifuð í nótur með texta,“ segir Jónas um bókina sem kemur út 5. júní. Ekki alltaf sammálaBókverkið geymir 34 útfærslur með nótum af lögum Bjargar.Aðspurður hvernig samstarfið hafi gengið segir Jónas þetta hafa gengið afar vel þó að þau Björk hafi ekki endilega alltaf verið sammála. „Oft vildi ég fara mína leið, en ekkert alltaf. Ef ég heyri eitthvert lag eftir Björk þá dettur mér oft í hug hvernig væri hægt að útfæra það í einhvern annan stíl. Í þessu ferli settist ég bara niður og bjó til útsetningu eða einhvers konar tilbrigði og svo spilaði ég það fyrir Björk. Annaðhvort fílaði hún það eða hataði það, það gerðist alveg stundum,“ segir hann og hlær. „Þá settist ég bara aftur yfir þetta og oft þurfti hún að hjálpa mér. Ég myndi segja að flestar útsetningarnar í bókinni væru gerðar af okkur Björk saman. Hún er harður gagnrýnandi og ekki má gleyma að hún hefur gert ótal útsetningar á tónlist sinni á öðrum vettvangi, þ.e. fyrir strengi, kóra og blásara.“ Jónas er himinlifandi með útkomuna enda er um vandað bókverk að ræða. „Já, við erum búin að fara svo vandlega yfir þetta með hjálp margra sérfræðinga.“ Um umbrotshliðina sá franska listamannateymið M/M Paris sem hefur unnið töluvert með Björk í gegnum tíðina. „Umbrotið er rosalega fallegt en M/M Paris hannaði alveg sérstakt tónlistarletur sem er mjög í anda Bjarkar.“ Þess má geta að sumar útsetningarnar voru frumfluttar af Jónasi og Ásgerði Júníusdóttur mezzósópran á Listahátíð 2010, en aðrar voru frumfluttar í þáttaröðinni Átta raddir, sem Jónas hafði umsjón með fyrir nokkrum árum. Upptökur af flutningi nokkurra laganna er að finna á vefsíðu hans, jonas-sen.com.
Tónlist Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Love Island bomba keppir í Eurovision Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Lífið Fleiri fréttir Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Sjá meira