Þór/KA stelpurnar urðu Íslandsmeistarar þegar þær byrjuðu síðast svona vel Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. maí 2017 16:00 Þór/KA fagnar Íslandsmeistaratitli sínum 2012. Vísir/Auðunn Stelpurnar í Þór/KA hafa unnið tvo fyrstu leiki sína í Pepsi-deild kvenna en Akureyrarliðið vann 1-0 sigur á Breiðabliki í Boganum í gær. Þór/KA-liðið hafði áður unnið 1-0 sigur á meistaraefnunum í Val en sá leikur fór einnig fram í Boganum. Þór/KA hefur aðeins einu sinni áður verið með fullt hús stig eftir tvær umferðir og það var einmitt sumarið þegar liðið vann Íslandsmeistaratitilinn í fyrsta og eina skiptið árið 2012. Þjálfarinn Halldór Jón Sigurðsson tók við Þór/KA-liðinu í vetur af Jóhanni Kristni Gunnarssyni en Jóhann gerði Þór/KA einmitt að Íslandsmeisturum fyrir fimm árum síðan. Þór/KA var þá spáð fimmta sætinu en vann Stjörnuna (spáð 2. sæti) og KR (spáð 8. sæti) í fyrstu tveimur leikjum sínum. Þór/KA-liðinu var spáð 4. sæti fyrir þetta tímabil en liðin sem liðið hefur lagt af velli voru einmitt í tveimur efstu sætunum í spánni; Val var spáð titlinum og Breiðabliki 2. sætinu. Halldór Jón gat ekki óskað sér betri byrjun með liðið en hann lætur Þór/KA stelpur spila Conte-kerfið með þriggja manna vörn og sókndjarfa vængbakverði. Það er að koma vel út í byrjun móts. Uppskriftin hefur verið svipuð í báðum leikjum þar sem sigurmarkið hefur komið í upphafi leiks (9. og 10. mínútu). Sandra Stephany hefur verið konan á bak við þau bæði, skoraði sjálf sigurmarkið á móti Val en lagði upp sigurmarkið á móti Blikum fyrir Huldu Ósk Jónsdóttur. Áfallið að missa Söndru Maríu Jessen í krossbandaslit í landsliðsverkefni var örugglega mikið en árangur liðsins í fyrstu tveimur umferðunum en þeim mun merkilegri fyrir vikið. Þetta er aðeins í annað skiptið sem Þór/KA vinnur tvo fyrstu leiki sína en þetta er aftur á móti í fyrsta sinn sem liðið heldur hreinu í fyrstu tveimur leikjum sínum. Þar eiga markvörðurinn Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir og miðvörðurinn Bianca Elissa Sierra mikið hrós skilið en þær gengu báðar til liðs við Þór/KA-liðið í vetur. Fyrirliðinn Lillý Rut Hlynsdóttir stígur heldur ekki feilspor í miðju varnarinnar með Biöncu sér við hlið.Fyrstu tveir leikir Þór/KA á Íslandsmótinu frá 2000 til 2017:2000: 0 stig, -6 (0-6) 3-0 tap fyrir Val (heima) 3-0 tap fyrir Stjörnunni (heima)Liðið lék undir merkjum Þór/KA/KS frá 2001 til 20052006: 3 stig, -3 (4-7) 4-1 sigur á FH (heima) 6-0 tap fyrir Val (úti)2007: 0 stig, -8 (2-10) 7-0 tap fyrir Keflavík (úti) 3-2 tap fyrir Breiðabliki (heima)2008: 0 stig, -5 (3-8) 5-1 tap fyrir Val (úti) 3-2 tap fyrir KTR (heima)2009: 3 stig, +6 (12-6) 6-1 tap fyrir Breiðabliki (úti) 11-0 sigur á ÍR (heima)2010: 4 stig, +2 (5-3) 2-2 jafntefli við Grindavík (úti) 3-1 sigur á Breiðabliki (heima)2011: 3 stig, -4 (2-6) 5-0 tap fyrir ÍBV (heima) 2-1 sigur á Grindavík (úti)2012: 6 stig, +3 (4-1) 3-1 sigur á Stjörnunni (heima) 1-0 sigur á KR (úti)2013: 1 stig, -1 (2-3) 1-1 jafntefli við FH (heima) 2-1 tap fyrir Stjörnunni (heima)2014: 4 stig, +1 (4-3) 1-1 jafntefli við Val (heima) 3-2 sigur á Selfossi (úti)2015: 4 stig, +3 (4-1) 1-1 jafntefli við ÍBV (heima) 3-0 sigur á Þrótti (úti)2016: 3 stig, 0 (4-4) 4-0 tap fyrir Stjörnunni (úti) 4-0 sigur á ÍA (heima)2017: 6 stig, +2 (2-0) 1-0 sigur á Val (heima) 1-0 sigur á Breiðabliki (heima)Besti árangur Þór/KA í fyrstu tveimur leikjunum: 6 stig - 2012 (+3)6 stig - 2017 (+2) 4 stig - 2015 (+3) 4 stig - 2010 (+2) 4 stig - 2014 (+1) 3 stig - 2009 (+6) 3 stig - 2016 (0) 3 stig - 2006 (-3) 3 stig - 2011 (-4)Fæst mörk fengin á sig hjá Þór/KA í fyrstu tveimur leikjunum:0 - 2017 1 - 2012 1 - 2015 3 - 2010 3 - 2013 3 - 2014 Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Íslenski boltinn Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum Fótbolti „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Íslenski boltinn Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Fótbolti Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Fótbolti Fleiri fréttir „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Sjá meira
Stelpurnar í Þór/KA hafa unnið tvo fyrstu leiki sína í Pepsi-deild kvenna en Akureyrarliðið vann 1-0 sigur á Breiðabliki í Boganum í gær. Þór/KA-liðið hafði áður unnið 1-0 sigur á meistaraefnunum í Val en sá leikur fór einnig fram í Boganum. Þór/KA hefur aðeins einu sinni áður verið með fullt hús stig eftir tvær umferðir og það var einmitt sumarið þegar liðið vann Íslandsmeistaratitilinn í fyrsta og eina skiptið árið 2012. Þjálfarinn Halldór Jón Sigurðsson tók við Þór/KA-liðinu í vetur af Jóhanni Kristni Gunnarssyni en Jóhann gerði Þór/KA einmitt að Íslandsmeisturum fyrir fimm árum síðan. Þór/KA var þá spáð fimmta sætinu en vann Stjörnuna (spáð 2. sæti) og KR (spáð 8. sæti) í fyrstu tveimur leikjum sínum. Þór/KA-liðinu var spáð 4. sæti fyrir þetta tímabil en liðin sem liðið hefur lagt af velli voru einmitt í tveimur efstu sætunum í spánni; Val var spáð titlinum og Breiðabliki 2. sætinu. Halldór Jón gat ekki óskað sér betri byrjun með liðið en hann lætur Þór/KA stelpur spila Conte-kerfið með þriggja manna vörn og sókndjarfa vængbakverði. Það er að koma vel út í byrjun móts. Uppskriftin hefur verið svipuð í báðum leikjum þar sem sigurmarkið hefur komið í upphafi leiks (9. og 10. mínútu). Sandra Stephany hefur verið konan á bak við þau bæði, skoraði sjálf sigurmarkið á móti Val en lagði upp sigurmarkið á móti Blikum fyrir Huldu Ósk Jónsdóttur. Áfallið að missa Söndru Maríu Jessen í krossbandaslit í landsliðsverkefni var örugglega mikið en árangur liðsins í fyrstu tveimur umferðunum en þeim mun merkilegri fyrir vikið. Þetta er aðeins í annað skiptið sem Þór/KA vinnur tvo fyrstu leiki sína en þetta er aftur á móti í fyrsta sinn sem liðið heldur hreinu í fyrstu tveimur leikjum sínum. Þar eiga markvörðurinn Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir og miðvörðurinn Bianca Elissa Sierra mikið hrós skilið en þær gengu báðar til liðs við Þór/KA-liðið í vetur. Fyrirliðinn Lillý Rut Hlynsdóttir stígur heldur ekki feilspor í miðju varnarinnar með Biöncu sér við hlið.Fyrstu tveir leikir Þór/KA á Íslandsmótinu frá 2000 til 2017:2000: 0 stig, -6 (0-6) 3-0 tap fyrir Val (heima) 3-0 tap fyrir Stjörnunni (heima)Liðið lék undir merkjum Þór/KA/KS frá 2001 til 20052006: 3 stig, -3 (4-7) 4-1 sigur á FH (heima) 6-0 tap fyrir Val (úti)2007: 0 stig, -8 (2-10) 7-0 tap fyrir Keflavík (úti) 3-2 tap fyrir Breiðabliki (heima)2008: 0 stig, -5 (3-8) 5-1 tap fyrir Val (úti) 3-2 tap fyrir KTR (heima)2009: 3 stig, +6 (12-6) 6-1 tap fyrir Breiðabliki (úti) 11-0 sigur á ÍR (heima)2010: 4 stig, +2 (5-3) 2-2 jafntefli við Grindavík (úti) 3-1 sigur á Breiðabliki (heima)2011: 3 stig, -4 (2-6) 5-0 tap fyrir ÍBV (heima) 2-1 sigur á Grindavík (úti)2012: 6 stig, +3 (4-1) 3-1 sigur á Stjörnunni (heima) 1-0 sigur á KR (úti)2013: 1 stig, -1 (2-3) 1-1 jafntefli við FH (heima) 2-1 tap fyrir Stjörnunni (heima)2014: 4 stig, +1 (4-3) 1-1 jafntefli við Val (heima) 3-2 sigur á Selfossi (úti)2015: 4 stig, +3 (4-1) 1-1 jafntefli við ÍBV (heima) 3-0 sigur á Þrótti (úti)2016: 3 stig, 0 (4-4) 4-0 tap fyrir Stjörnunni (úti) 4-0 sigur á ÍA (heima)2017: 6 stig, +2 (2-0) 1-0 sigur á Val (heima) 1-0 sigur á Breiðabliki (heima)Besti árangur Þór/KA í fyrstu tveimur leikjunum: 6 stig - 2012 (+3)6 stig - 2017 (+2) 4 stig - 2015 (+3) 4 stig - 2010 (+2) 4 stig - 2014 (+1) 3 stig - 2009 (+6) 3 stig - 2016 (0) 3 stig - 2006 (-3) 3 stig - 2011 (-4)Fæst mörk fengin á sig hjá Þór/KA í fyrstu tveimur leikjunum:0 - 2017 1 - 2012 1 - 2015 3 - 2010 3 - 2013 3 - 2014
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Íslenski boltinn Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum Fótbolti „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Íslenski boltinn Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Fótbolti Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Fótbolti Fleiri fréttir „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Sjá meira