Jón Baldvin segir EES samninginn hafa breytt pólitísku landslagi á Íslandi Heimir Már Pétursson skrifar 2. maí 2017 20:30 Fyrrverandi utanríkisráðherra segir að EES samningurinn hafi á sínum tíma verið hugsaður sem brú til fullrar aðildar Íslands að Evrópusambandinu en hann muni sennilega endast lengur en menn grunuðu. Þá hafi aðild Íslands að samningnum haft afgerandi áhrif á þróun íslenskra stjórnmála og þeirra áhrifa gæti enn. Í dag eru 25 ár frá því Jón Baldvin Hannibalsson þáverandi utanríkisráðherra skrifaði undir samning EFTA um samninginn um Evrópska efnahagssvæðið við Evrópusambandið. Þá voru sjö ríki í EFTA, en Finnland, Svíþjóð og Austurríki gengu síðan að fullu í Evrópusambandið og Sviss hefur gert fjölmarga tvíhliða samninga við sambandið. Jón Baldvin segir að miklu hafi skipt að kalda stríðinu var ekki lokið á þessum tíma og viðskipti EFTA ríkjanna sjö hafi verið Evrópusambandinu mikilvæg. „Þau voru stærri viðskiptaaðili við Evrópubandalagið en Bandaríkin og Japan til samans,“ rifjar Jón Baldvin upp. Það hafi verið gagnkvæmir hagsmunir að EFTA ríkin fengju aðgang að innri markaðnum sem þá hafi verið í smíðum og tekið gildi 1993. Samningurinn var undirbúinn í tíð ríkisstjórnar Framsóknarflokks. Alþýðuflokks og Alþýðubandalags sem hélt meirihlutanum eftir kosningar 1991. En í kosningabaráttunni lögðust Framsóknarflokkurinn og Alþýðubandalagið gegn samningum sem Jón Baldvin segir að hafi dregið gríðarlega langan slóða á eftir sér í íslenskum stjórnmálum. Stjórnarsamstarfið hefði haldið áfram ef þessir tveir flokkar hefðu ekki kúvent í málinu. „En þeir fóru, forystumenn þeirra, hamförum gegn samningnum með bulli og blaðri. Ég man eftir klisjum eins og þeim að spænski flotinn myndi leggja undir sig íslandsmið, portúgalskir verkamenn myndu flæða inn í landið og keyra niður laun. Þýskir auðkýfingar myndu kaupa laxveiðiár og óðul feðranna. Þeir sem bulluðu mest töluðu um að þetta væru endalok á íslensku sjálfstæði,“ segir Jón Baldvin. Þetta hafi með öðrum orðum verið landráðabrigsl og því hafi hann myndað ríkisstjórn með Davíð Oddssyni en Sjálfstæðisflokkurinn hafi skipt um skoðun á EES samningnum í skiptum fyrir forsætisráðuneytið. „Við sem stóðum að honum töldum að hann væri tímabundin brúarsmíð. Fyrsta skref og að lokum myndum við stíga skrefið til fulls,“ segir Jón Baldvin. Enda hafi Svíþjóð, Finnland og Austurríki gert það en Ísland sé ekki á leið í sambandið. Nú gæti svo farið að Færeyingar og jafnvel Skotar verði aðilar að samningnum í náinni framtíð. „Þannig að ég spái því nú, þvert á það sem ég hugsaði árið 1992 þegar ég undirritaði samninginn fyrir EFTA hönd, að hann eigi eftir að reynast langlífari en ég spáði,“ segir Jón Baldvin Hannibalsson. Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Erlent Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Erlent Fleiri fréttir Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Sjá meira
Fyrrverandi utanríkisráðherra segir að EES samningurinn hafi á sínum tíma verið hugsaður sem brú til fullrar aðildar Íslands að Evrópusambandinu en hann muni sennilega endast lengur en menn grunuðu. Þá hafi aðild Íslands að samningnum haft afgerandi áhrif á þróun íslenskra stjórnmála og þeirra áhrifa gæti enn. Í dag eru 25 ár frá því Jón Baldvin Hannibalsson þáverandi utanríkisráðherra skrifaði undir samning EFTA um samninginn um Evrópska efnahagssvæðið við Evrópusambandið. Þá voru sjö ríki í EFTA, en Finnland, Svíþjóð og Austurríki gengu síðan að fullu í Evrópusambandið og Sviss hefur gert fjölmarga tvíhliða samninga við sambandið. Jón Baldvin segir að miklu hafi skipt að kalda stríðinu var ekki lokið á þessum tíma og viðskipti EFTA ríkjanna sjö hafi verið Evrópusambandinu mikilvæg. „Þau voru stærri viðskiptaaðili við Evrópubandalagið en Bandaríkin og Japan til samans,“ rifjar Jón Baldvin upp. Það hafi verið gagnkvæmir hagsmunir að EFTA ríkin fengju aðgang að innri markaðnum sem þá hafi verið í smíðum og tekið gildi 1993. Samningurinn var undirbúinn í tíð ríkisstjórnar Framsóknarflokks. Alþýðuflokks og Alþýðubandalags sem hélt meirihlutanum eftir kosningar 1991. En í kosningabaráttunni lögðust Framsóknarflokkurinn og Alþýðubandalagið gegn samningum sem Jón Baldvin segir að hafi dregið gríðarlega langan slóða á eftir sér í íslenskum stjórnmálum. Stjórnarsamstarfið hefði haldið áfram ef þessir tveir flokkar hefðu ekki kúvent í málinu. „En þeir fóru, forystumenn þeirra, hamförum gegn samningnum með bulli og blaðri. Ég man eftir klisjum eins og þeim að spænski flotinn myndi leggja undir sig íslandsmið, portúgalskir verkamenn myndu flæða inn í landið og keyra niður laun. Þýskir auðkýfingar myndu kaupa laxveiðiár og óðul feðranna. Þeir sem bulluðu mest töluðu um að þetta væru endalok á íslensku sjálfstæði,“ segir Jón Baldvin. Þetta hafi með öðrum orðum verið landráðabrigsl og því hafi hann myndað ríkisstjórn með Davíð Oddssyni en Sjálfstæðisflokkurinn hafi skipt um skoðun á EES samningnum í skiptum fyrir forsætisráðuneytið. „Við sem stóðum að honum töldum að hann væri tímabundin brúarsmíð. Fyrsta skref og að lokum myndum við stíga skrefið til fulls,“ segir Jón Baldvin. Enda hafi Svíþjóð, Finnland og Austurríki gert það en Ísland sé ekki á leið í sambandið. Nú gæti svo farið að Færeyingar og jafnvel Skotar verði aðilar að samningnum í náinni framtíð. „Þannig að ég spái því nú, þvert á það sem ég hugsaði árið 1992 þegar ég undirritaði samninginn fyrir EFTA hönd, að hann eigi eftir að reynast langlífari en ég spáði,“ segir Jón Baldvin Hannibalsson.
Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Erlent Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Erlent Fleiri fréttir Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Sjá meira