Lebron og félagar með met „Showtime“ Lakers-liðsins í sjónmáli Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. maí 2017 14:30 LeBron James og Magic Johnson. Vísir/Getty LeBron James og félagar hans í Cleveland Cavaliers liðinu hafa ekki tapað leik í úrslitakeppni NBA-deildarinnar síðan að þeir voru lentir 3-1 undir í lokaúrslitunum í fyrra. Cleveland liðið vann þrjá síðustu leiki lokaúrslitanna á móti Golden State Warriors og tryggði sér NBA-titilinn. Liðsmenn Cleveland Cavaliers hafa síðan unnið níu fyrstu leiki sína í úrslitakeppninni í ár. Clevaland sló bæði Indiana Pacers og Toronto Raptors út 4-0 og er síðan komið í 1-0 á móti Boston Celtics í úrslitaeinvígi Austurdeildarinnar. Cleveland Cavaliers er þar með komið með tólf sigra í röð í úrslitakeppninni og geta jafnað 28 ára gamalt met með sigri í næsta leik á móti Boston Celtics sem verður í kvöld.Dating back to last year the @cavs have won 12-straight playoff games. They'll try to tie the 88-89 @Lakers record of 13 in Game 2! pic.twitter.com/k6WgXctHDH — NBA.com/Stats (@nbastats) May 18, 2017 Gamla metið á „Showtime“ Lakers-liðið sem vann tvo NBA-meistaratitla í röð frá 1987-88. Liðið vann þrettán leiki í röð frá 19. júní 1988 til 6. júní 1989. Vondu strákarnir í Detroit Pistons stoppuðu sigurgöngu Lakers í lokaúrslitunum 1989 og tók síðan líka af þeim NBA-titilinn seinna um sumarið. Í Lakers-liðinu voru þeir Magic Johnson, Kareem Abdul-Jabbar og James Worthy í aðalhlutverkum. Liðið fékk á sig „Showtime“ stimpilinn fyrir hraðaupphlaupin þar sem frákastararnir Kareem Abdul-Jabbar, Kurt Rambis, og A. C. Green voru fljótir að koma boltanum á Magic Johnson sem keyrði upp hraðaupphlaupin sem enduðu með körfum eða troðslum frá mönnum eins og Jamaal Wilkes, James Worthy, Byron Scott eða Michael Cooper. LeBron James hefur verið gjörsamlega óstöðvandi í sigurgöngu Cleveland-liðsins en í þessum tólf sigurleikjum í röð hefur hann skorað 32 stig eða meira í tíu leikjum og er með meðaltöl upp á 35,2 stig, 9,7 fráköst, 7,8 stoðsendingar og 2,3 stolna bolta. Hann hefur hitt úr 54 prósent skota sinna og 43 prósent þriggja stiga skot sinna í þessum tólf leikjum.Flestir sigurleikir í röð í úrslitakeppni NBA: 13 - Los Angeles Lakers 1988-1989 12 - Detroit Pistons 1989-1990 12 - San Antonio Spurs 1999 12 - Los Angeles Lakers 2000-01 12 - Cleveland Cavaliers 2016- 10 - New Jersey Nets 2003 10 - San Antonio Spurs 2012 10 - Cleveland Cavaliers 2016 10 - Golden State Warriors 2017-Leikur Cleveland Cavaliers og Boston Celtics í kvöld verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og hefst útsending klukkan hálf eitt. NBA Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Sjá meira
LeBron James og félagar hans í Cleveland Cavaliers liðinu hafa ekki tapað leik í úrslitakeppni NBA-deildarinnar síðan að þeir voru lentir 3-1 undir í lokaúrslitunum í fyrra. Cleveland liðið vann þrjá síðustu leiki lokaúrslitanna á móti Golden State Warriors og tryggði sér NBA-titilinn. Liðsmenn Cleveland Cavaliers hafa síðan unnið níu fyrstu leiki sína í úrslitakeppninni í ár. Clevaland sló bæði Indiana Pacers og Toronto Raptors út 4-0 og er síðan komið í 1-0 á móti Boston Celtics í úrslitaeinvígi Austurdeildarinnar. Cleveland Cavaliers er þar með komið með tólf sigra í röð í úrslitakeppninni og geta jafnað 28 ára gamalt met með sigri í næsta leik á móti Boston Celtics sem verður í kvöld.Dating back to last year the @cavs have won 12-straight playoff games. They'll try to tie the 88-89 @Lakers record of 13 in Game 2! pic.twitter.com/k6WgXctHDH — NBA.com/Stats (@nbastats) May 18, 2017 Gamla metið á „Showtime“ Lakers-liðið sem vann tvo NBA-meistaratitla í röð frá 1987-88. Liðið vann þrettán leiki í röð frá 19. júní 1988 til 6. júní 1989. Vondu strákarnir í Detroit Pistons stoppuðu sigurgöngu Lakers í lokaúrslitunum 1989 og tók síðan líka af þeim NBA-titilinn seinna um sumarið. Í Lakers-liðinu voru þeir Magic Johnson, Kareem Abdul-Jabbar og James Worthy í aðalhlutverkum. Liðið fékk á sig „Showtime“ stimpilinn fyrir hraðaupphlaupin þar sem frákastararnir Kareem Abdul-Jabbar, Kurt Rambis, og A. C. Green voru fljótir að koma boltanum á Magic Johnson sem keyrði upp hraðaupphlaupin sem enduðu með körfum eða troðslum frá mönnum eins og Jamaal Wilkes, James Worthy, Byron Scott eða Michael Cooper. LeBron James hefur verið gjörsamlega óstöðvandi í sigurgöngu Cleveland-liðsins en í þessum tólf sigurleikjum í röð hefur hann skorað 32 stig eða meira í tíu leikjum og er með meðaltöl upp á 35,2 stig, 9,7 fráköst, 7,8 stoðsendingar og 2,3 stolna bolta. Hann hefur hitt úr 54 prósent skota sinna og 43 prósent þriggja stiga skot sinna í þessum tólf leikjum.Flestir sigurleikir í röð í úrslitakeppni NBA: 13 - Los Angeles Lakers 1988-1989 12 - Detroit Pistons 1989-1990 12 - San Antonio Spurs 1999 12 - Los Angeles Lakers 2000-01 12 - Cleveland Cavaliers 2016- 10 - New Jersey Nets 2003 10 - San Antonio Spurs 2012 10 - Cleveland Cavaliers 2016 10 - Golden State Warriors 2017-Leikur Cleveland Cavaliers og Boston Celtics í kvöld verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og hefst útsending klukkan hálf eitt.
NBA Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Sjá meira