Fjöldi starfsmannaleiga hefur margfaldast Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 18. maí 2017 18:30 Gissur Pétursson forstjóri Vinnumálastofnunar. Vísir/Vilhelm Fjöldi starfsmannaleiga hefur margfaldast á Íslandi á síðustu árum og hafa þær aldrei verið fleiri. Forstjóri Vinnumálastofnunar telur að minnst um þriðjungur þeirra brjóti á réttindum starfsmanna sinna. Sú mikla þensla sem nú er á íslenska vinnumarkaðnum var rædd á ársfundi Vinnumálastofnunar í dag. Erlent vinnuafl hefur aldrei verið meira í landinu en talið er að 21.000 erlendir ríkisborgarar hafi verið á íslenskum vinnumarkaði í fyrra. Umsóknum um atvinnuleyfi til útlendinga hefur fjölgað hratt en í fyrra voru gefin út nærri 1.800 leyfi. Þá hefur starfsmannaleigum einnig fjölgað síðustu ár. Í fyrra voru þær þrjátíu og voru starfsmenn á þeirra vegum á Íslandi ríflega fimmtán hundruð. „Þessi fyrirtæki eru að ráða til sín erlent vinnuafl og leigja það síðan út til íslenskra kaupenda að sinni þjónustu og því miður ber það mikið við að það sé ekki verið að greiða þessum einstaklingum sem þarna starfa laun í samræmi við íslenska kjarasamninga,“ segir Gissur Pétursson forstjóri Vinnumálastofnunar. Hann segir Vinnumálastofnun leggja mikið upp úr eftirliti til að koma í veg fyrir að brotið sé á réttindum starfsfólksins. Mörg þeirra virði þó ekki kjarasamninga. „Það er svona tilfinning okkar að það sé minnsta kosti einn þriðji af þeim starfsmannaleigum sem við erum að þjónusta, eða glíma við skulum við orða það, eru ekki að greiða laun í samræmi við kjarasamninga,“ segir Gissur. Félagsmálaráðherra hefur lagt fram frumvarp á Alþingi um réttindi og skyldur erlendra fyrirtækja sem koma með starfsmenn til landsins í gegnum starfsmannaleigur. Þar er meðal annars gert ráð fyrir aðalverktakar beri ábyrgð á undirverktökum sínum. „Við þurfum að tryggja réttindi þess hóps sem er að koma hingað. Hingað er fólk að koma í leit að betri lífsgæðum, hærra launastigi og svo framvegis. Við þurfum auðvitað að gæta bæði að réttindum þeirra en ekki síður að það sé ekki verið að grafa undan réttindum íslensks launafólks með félagslegum undirboðum þá í gegnum starfsmannaleigur eða með því að brjóta á rétti erlendra starfsmanna,“ segir Þorsteinn Víglundsson félags- og jafnréttismálaráðherra. Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Fleiri fréttir Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Sjá meira
Fjöldi starfsmannaleiga hefur margfaldast á Íslandi á síðustu árum og hafa þær aldrei verið fleiri. Forstjóri Vinnumálastofnunar telur að minnst um þriðjungur þeirra brjóti á réttindum starfsmanna sinna. Sú mikla þensla sem nú er á íslenska vinnumarkaðnum var rædd á ársfundi Vinnumálastofnunar í dag. Erlent vinnuafl hefur aldrei verið meira í landinu en talið er að 21.000 erlendir ríkisborgarar hafi verið á íslenskum vinnumarkaði í fyrra. Umsóknum um atvinnuleyfi til útlendinga hefur fjölgað hratt en í fyrra voru gefin út nærri 1.800 leyfi. Þá hefur starfsmannaleigum einnig fjölgað síðustu ár. Í fyrra voru þær þrjátíu og voru starfsmenn á þeirra vegum á Íslandi ríflega fimmtán hundruð. „Þessi fyrirtæki eru að ráða til sín erlent vinnuafl og leigja það síðan út til íslenskra kaupenda að sinni þjónustu og því miður ber það mikið við að það sé ekki verið að greiða þessum einstaklingum sem þarna starfa laun í samræmi við íslenska kjarasamninga,“ segir Gissur Pétursson forstjóri Vinnumálastofnunar. Hann segir Vinnumálastofnun leggja mikið upp úr eftirliti til að koma í veg fyrir að brotið sé á réttindum starfsfólksins. Mörg þeirra virði þó ekki kjarasamninga. „Það er svona tilfinning okkar að það sé minnsta kosti einn þriðji af þeim starfsmannaleigum sem við erum að þjónusta, eða glíma við skulum við orða það, eru ekki að greiða laun í samræmi við kjarasamninga,“ segir Gissur. Félagsmálaráðherra hefur lagt fram frumvarp á Alþingi um réttindi og skyldur erlendra fyrirtækja sem koma með starfsmenn til landsins í gegnum starfsmannaleigur. Þar er meðal annars gert ráð fyrir aðalverktakar beri ábyrgð á undirverktökum sínum. „Við þurfum að tryggja réttindi þess hóps sem er að koma hingað. Hingað er fólk að koma í leit að betri lífsgæðum, hærra launastigi og svo framvegis. Við þurfum auðvitað að gæta bæði að réttindum þeirra en ekki síður að það sé ekki verið að grafa undan réttindum íslensks launafólks með félagslegum undirboðum þá í gegnum starfsmannaleigur eða með því að brjóta á rétti erlendra starfsmanna,“ segir Þorsteinn Víglundsson félags- og jafnréttismálaráðherra.
Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Fleiri fréttir Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Sjá meira