Robert Spencer segir Íslending hafa eitrað fyrir sér Samúel Karl Ólason skrifar 16. maí 2017 10:26 Robert Spencer á fyrirlestri sínum á Grand Hotel. Vísir/Eyþór Bandaríski rithöfundurinn Robert Spencer segir Íslending hafa eitrað fyrir sér síðastliðinn fimmtudag. Það hafi gerst skömmu eftir fyrirlestur hans á Grand Hotel þegar hann fór út að borða með aðstandendum fyrirlestursins og öðrum fyrirlesara. Spencer segir ungan mann hafa gengið að sér, heilsað sér og líst yfir aðdáun sinni á Spencer. Skömmu seinna hafi annar maður gengið að honum, tekið í höndina á honum og sagt: „Hoppaðu upp í rassgatið á þér.“ Skömmu seinna hafi hendur hans byrjað að skjálfa, hann hafi orðið dofinn í andlitinu, byrjað að kasta upp og að hjartsláttur hans hafi orðið „hættulega“ hraður. „Ég varði nóttinni á sjúkrahúsi í Reykjavík,“ skrifar Spencer í grein á Frontpagemag.com. Þar segir Spencer að sjúkrahúsið hafi staðfest að lyfi hafi verið komið fyrir í drykk hans. Enn fremur segir Spencer að hann farið til lögreglunnar og tilkynnt atvikið. Guðmundur Pétur Guðmundsson, hjá rannsóknardeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir Spencer hafa kært hina meintu eitrun og að málið sé í forskoðun. „Ég var veikur í nokkra daga, en ég fór á lögreglustöðina og gaf þeim stærra mál en þeir hafa séð í langan tíma,“ skrifar Spencer. Hann telur ljóst að „aðdáandi“ hans hafi eitrað fyrir sér þar sem hann hafi verið nær honum en dónalegi maðurinn sem gekk upp að honum. Þá hafi Spencer verið fljótur að finna nafn mannsins og jafnvel símanúmer. Því hafi hann skoðað Facebook síðu mannsins og þar segist Spencer engar vísbendingar hafa séð um að ungi maðurinn hefði í raun verið aðdáandi hans.Skotmark vegna fjölmiðlaRobert Spencer er þekktur fyrir harðskeytt skrif sín um íslam og hefur gefið út fjölda bóka þar sem hann varar við „íslamsvæðingu“ Vesturheims og hættunni sem hann telur stafa af múslimum. Spencer hefur víða verið gagnrýndur fyrir skrif sín um Íslam og var honum til að mynda árið 2013 meinað að koma til Bretlands í 3 til 5 ár af þáverandi innanríkisráðherra, Theresu May, sem nú gegnir embætti forsætisráðherra. Óttast var að erindi sem hann hugðist halda myndi valda uppþotum og var ákvörðunin rökstudd með því að Spencer væri einn „öfgafyllsti andstæðingur íslam í heiminum.“Sjá einnig: Leiðarljós Breivik heldur fyrirlestur í ReykjavíkSpencer segir líklegast að ungi maðurinn, eða einhver annar, hafi heyrt af því að því að hann væri að koma til Reykjavíkur, kannast við sig og ákveðið að kenna sér lexíu. Hann segir fjölmiðla hafa farið offari í umfjöllun um hann og að þeir og hin ýmsu samtök hafi í raun gert hann að skotmarki. Þá líkir hann meintum aðferðum þeirra við aðferðir Nasista. „Auðvitað telja þeir sig vera að gera eitthvað göfugt. Vinstrið fyllir þá sem það heilaþvær með hatri og á sama tíma gera þeir andstæðingum sínum að ala á hatri, svo að ofbeldisfullir vinstrimenn eins og ungi maðurinn sem eitraði fyrir mér, geti fundist aðgerðir þeirra réttmætar þegar þeir níðast á íhaldsmönnum.“ Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Bandaríski rithöfundurinn Robert Spencer segir Íslending hafa eitrað fyrir sér síðastliðinn fimmtudag. Það hafi gerst skömmu eftir fyrirlestur hans á Grand Hotel þegar hann fór út að borða með aðstandendum fyrirlestursins og öðrum fyrirlesara. Spencer segir ungan mann hafa gengið að sér, heilsað sér og líst yfir aðdáun sinni á Spencer. Skömmu seinna hafi annar maður gengið að honum, tekið í höndina á honum og sagt: „Hoppaðu upp í rassgatið á þér.“ Skömmu seinna hafi hendur hans byrjað að skjálfa, hann hafi orðið dofinn í andlitinu, byrjað að kasta upp og að hjartsláttur hans hafi orðið „hættulega“ hraður. „Ég varði nóttinni á sjúkrahúsi í Reykjavík,“ skrifar Spencer í grein á Frontpagemag.com. Þar segir Spencer að sjúkrahúsið hafi staðfest að lyfi hafi verið komið fyrir í drykk hans. Enn fremur segir Spencer að hann farið til lögreglunnar og tilkynnt atvikið. Guðmundur Pétur Guðmundsson, hjá rannsóknardeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir Spencer hafa kært hina meintu eitrun og að málið sé í forskoðun. „Ég var veikur í nokkra daga, en ég fór á lögreglustöðina og gaf þeim stærra mál en þeir hafa séð í langan tíma,“ skrifar Spencer. Hann telur ljóst að „aðdáandi“ hans hafi eitrað fyrir sér þar sem hann hafi verið nær honum en dónalegi maðurinn sem gekk upp að honum. Þá hafi Spencer verið fljótur að finna nafn mannsins og jafnvel símanúmer. Því hafi hann skoðað Facebook síðu mannsins og þar segist Spencer engar vísbendingar hafa séð um að ungi maðurinn hefði í raun verið aðdáandi hans.Skotmark vegna fjölmiðlaRobert Spencer er þekktur fyrir harðskeytt skrif sín um íslam og hefur gefið út fjölda bóka þar sem hann varar við „íslamsvæðingu“ Vesturheims og hættunni sem hann telur stafa af múslimum. Spencer hefur víða verið gagnrýndur fyrir skrif sín um Íslam og var honum til að mynda árið 2013 meinað að koma til Bretlands í 3 til 5 ár af þáverandi innanríkisráðherra, Theresu May, sem nú gegnir embætti forsætisráðherra. Óttast var að erindi sem hann hugðist halda myndi valda uppþotum og var ákvörðunin rökstudd með því að Spencer væri einn „öfgafyllsti andstæðingur íslam í heiminum.“Sjá einnig: Leiðarljós Breivik heldur fyrirlestur í ReykjavíkSpencer segir líklegast að ungi maðurinn, eða einhver annar, hafi heyrt af því að því að hann væri að koma til Reykjavíkur, kannast við sig og ákveðið að kenna sér lexíu. Hann segir fjölmiðla hafa farið offari í umfjöllun um hann og að þeir og hin ýmsu samtök hafi í raun gert hann að skotmarki. Þá líkir hann meintum aðferðum þeirra við aðferðir Nasista. „Auðvitað telja þeir sig vera að gera eitthvað göfugt. Vinstrið fyllir þá sem það heilaþvær með hatri og á sama tíma gera þeir andstæðingum sínum að ala á hatri, svo að ofbeldisfullir vinstrimenn eins og ungi maðurinn sem eitraði fyrir mér, geti fundist aðgerðir þeirra réttmætar þegar þeir níðast á íhaldsmönnum.“
Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira