Innlent

Píratar sagðir þurfa strúktúr

Snærós Sindradóttir skrifar
Ástga Guðrún Helgadóttir sagði af sér embætti vegna ágreinings.
Ástga Guðrún Helgadóttir sagði af sér embætti vegna ágreinings. vísir/ernir
„Ég myndi segja að það væri ókostur að við erum ekki með eins mikinn strúktúr. Þær stöður sem verða innan flokksins taka mun meira pláss en ætlast er til af þeim í stað þess að verið sé að dreifa valdinu með skýrum hætti eins og er gert í öðrum flokkum með formennsku, varaformennsku og þingflokksformennsku,“ segir Ásta Guðrún Helgadóttir, fráfarandi þingflokksformaður Pírata.

Ásta sagði af sér embætti í gær vegna ágreinings innan þingflokksins um hlutverk þingflokksformanns, að sögn Ástu.

„Þetta snerist um hversu mikið þingflokksformaður ætti að gera og hvaða hlutverki hann gegnir innan þingflokksins. Við höfðum mismunandi sýn á það. Ég vildi halda í hefðirnar um stöðu þingflokksformanns og ekki vera að finna upp hjólið endalaust en samþingflokksmenn mínir voru einfaldlega ósammála mér varðandi það.“

Ásta segist vilja að þingflokksformaður sé málsvari flokksins inn á við og sjái um almenna yfirsýn og rekstur frá degi til dags. Um þetta hafi ekki verið einhugur.

Í kjölfarið var Einar Brynjólfsson kjörinn formaður þingflokks, Birgitta Jónsdóttir varaformaður þingflokks og Smári McCarthy ritari þingflokks.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×