Fóru húsavillt í Garðabæ og rifu þakið af röngu húsi Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 13. maí 2017 14:44 Diðrik Ísleifsson, sem er smiður, segist ekki hafa lent sjálfur í sambærilegu atviki. vísir/erla björg Verktakar fóru húsavillt í gær þegar þeir hugðust skipta um þak á húsi við Brekkubyggð 51 í Garðabæ. Þeir voru hálfnaðir með verkið þegar upp komst um mistökin. Eigandinn hélt að verið væri að stríða sér þegar honum var tilkynnt um málið.Vissi ekki um hvað maðurinn var að tala „Hann hringdi í mig verktakinn og sagðist vera búinn að rífa járnið af húsinu mínu. Ég varð bara alveg gáttaður á þessu og vissi ekki um hvað maðurinn var að tala,“ segir eigandinn, Diðrik Ísleifsson, en sonardóttir hans, sem býr í húsnæðinu, varð vör við framkvæmdirnar. „Hún varð ekki vör við neitt fyrr en þeir voru hálfnaðir að rífa af þakinu. Þá fór hún út og spurði hvað þeir væru að gera en þetta voru útlendingar sem skildu hana ekki. Verkstjórinn kom svo skömmu síðar og hringdi þá í mig til þess að bera þetta undir mig. Þá kom í ljós að þeir hefðu farið húsavillt.“Hér má sjá járnið sem rifið var af þakinu.vísir/erla björgJárnið ónýtt Járnið sem rifið var af er ónýtt og nú er aðeins pappi á þakinu. Þakið verður lagað en að sögn Diðriks mun það taka nokkurn tíma, enda þarf að panta allt efni og fleira. „Það á eftir að panta allt, smíða og fleira og ekki hægt að byrja á þessu fyrr en í næstu viku. Það þarf að eiga allt í svona lagað áður en það er hægt að byrja.“ Diðrik er sjálfur smiður en aðspurður segist hann aldrei hafa lent í sambærilegu atviki. „Nei það hef ég ekki gert,“ segir hann og hlær, en þrátt fyrir leiðinleg mistök sér hann spaugilegu hliðina á þeim. Vinna er þegar hafin á þaki rétta hússins, sem er skammt frá, eða við Brekkubyggð 67-69.Járnið er ónýtt og aðeins pappi er á þakinu.vísir/erla björg Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fellaskóli vann Skrekk Lífið Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Fleiri fréttir Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu Sjá meira
Verktakar fóru húsavillt í gær þegar þeir hugðust skipta um þak á húsi við Brekkubyggð 51 í Garðabæ. Þeir voru hálfnaðir með verkið þegar upp komst um mistökin. Eigandinn hélt að verið væri að stríða sér þegar honum var tilkynnt um málið.Vissi ekki um hvað maðurinn var að tala „Hann hringdi í mig verktakinn og sagðist vera búinn að rífa járnið af húsinu mínu. Ég varð bara alveg gáttaður á þessu og vissi ekki um hvað maðurinn var að tala,“ segir eigandinn, Diðrik Ísleifsson, en sonardóttir hans, sem býr í húsnæðinu, varð vör við framkvæmdirnar. „Hún varð ekki vör við neitt fyrr en þeir voru hálfnaðir að rífa af þakinu. Þá fór hún út og spurði hvað þeir væru að gera en þetta voru útlendingar sem skildu hana ekki. Verkstjórinn kom svo skömmu síðar og hringdi þá í mig til þess að bera þetta undir mig. Þá kom í ljós að þeir hefðu farið húsavillt.“Hér má sjá járnið sem rifið var af þakinu.vísir/erla björgJárnið ónýtt Járnið sem rifið var af er ónýtt og nú er aðeins pappi á þakinu. Þakið verður lagað en að sögn Diðriks mun það taka nokkurn tíma, enda þarf að panta allt efni og fleira. „Það á eftir að panta allt, smíða og fleira og ekki hægt að byrja á þessu fyrr en í næstu viku. Það þarf að eiga allt í svona lagað áður en það er hægt að byrja.“ Diðrik er sjálfur smiður en aðspurður segist hann aldrei hafa lent í sambærilegu atviki. „Nei það hef ég ekki gert,“ segir hann og hlær, en þrátt fyrir leiðinleg mistök sér hann spaugilegu hliðina á þeim. Vinna er þegar hafin á þaki rétta hússins, sem er skammt frá, eða við Brekkubyggð 67-69.Járnið er ónýtt og aðeins pappi er á þakinu.vísir/erla björg
Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fellaskóli vann Skrekk Lífið Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Fleiri fréttir Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu Sjá meira