Móttökuúrræðið í Bæjarhrauni henti hvorki fylgdarlausum börnum né fórnarlömbum mansals Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 13. maí 2017 10:29 Sigríður Andersen dómsmálaráðherra. Vísir/Ernir Útlendingastofnun telur móttökuúrræði sitt í Bæjarhrauni í Hafnarfirði, sem hugsað er fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd, ófullnægjandi. Það geti ekki tekið nægilega vel á móti einstaklingum í viðkvæmri stöðu og hefur stofnunin þurft að grípa til ýmissa bráðabirgðaúrræða.Þetta kemur fram í svari Sigríðar Á Andersen dómsmálaráðherra við fyrirspurn Andrésar Inga Jónssonar, þingmanns Vinstri grænna, um fórnarlömb mansals. Sigríður segir að stofnunin telji sig ekki geta tekið nægilega vel á móti fylgdarlausum börnum og fórnarlömbum mansals, eða ákveðnum fjölskyldusamsetningum, svo sem einstæðum mæðrum sem eigi hálfstálpaða drengi eða einstæðum feðrum með ung börn eða unglingsstúlkur. „Grípa hefur þurft til annarra bráðabirgðaúrræða fyrir þessa einstaklinga, t.d með vistun fylgdarlausra barna hjá fósturfjölskyldum. Móttökuúrræðið í Bæjarhrauni er ekki nægjanlega stórt og ræður ekki við fjölbreyttan hóp umsækjenda um vernd eins og móttökumiðstöð þarf að gera,“ segir Sigríður. Þá tekur hún fram að ekkert rými sé í húsnæðinu til tómstundaiðkana eða afþreyingar fyrir fullorðna eða börn, hvorki innanhúss né utan. Viðtalsherbergi séu ekki til staðar og engin móttaka fyrir gesti. „Það er vilji Útlendingastofnunar að tekin verði í notkun móttökumiðstöð sem fullnægir þeim þörfum sem hér hafa verið tíundaðar og getur hýst margfalt fleiri einstaklinga en Bæjarhraunið gerir í dag. Rétt er að árétta að móttökukerfið í heild sinni þarf að vera sveigjanlegt og geta bæði stækkað og dregist saman eftir þörfum. Reynsla síðasta hausts sýnir að snörp aukning getur haft áhrif á þá þjónustu og það húsnæði sem þarf að vera til staðar.“ Sigríður tekur undir með Útlendingastofnun um nauðsyn þess að tekin sé í notkun viðunandi móttökumiðstöð sem komi til móts við mismunandi þarfir hælisleitenda á hverjum tíma. Útfærsla móttökumiðstöðva séu í stöðugri skoðun með tilliti til fjárheimilda á hverjum tíma. Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Sjá meira
Útlendingastofnun telur móttökuúrræði sitt í Bæjarhrauni í Hafnarfirði, sem hugsað er fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd, ófullnægjandi. Það geti ekki tekið nægilega vel á móti einstaklingum í viðkvæmri stöðu og hefur stofnunin þurft að grípa til ýmissa bráðabirgðaúrræða.Þetta kemur fram í svari Sigríðar Á Andersen dómsmálaráðherra við fyrirspurn Andrésar Inga Jónssonar, þingmanns Vinstri grænna, um fórnarlömb mansals. Sigríður segir að stofnunin telji sig ekki geta tekið nægilega vel á móti fylgdarlausum börnum og fórnarlömbum mansals, eða ákveðnum fjölskyldusamsetningum, svo sem einstæðum mæðrum sem eigi hálfstálpaða drengi eða einstæðum feðrum með ung börn eða unglingsstúlkur. „Grípa hefur þurft til annarra bráðabirgðaúrræða fyrir þessa einstaklinga, t.d með vistun fylgdarlausra barna hjá fósturfjölskyldum. Móttökuúrræðið í Bæjarhrauni er ekki nægjanlega stórt og ræður ekki við fjölbreyttan hóp umsækjenda um vernd eins og móttökumiðstöð þarf að gera,“ segir Sigríður. Þá tekur hún fram að ekkert rými sé í húsnæðinu til tómstundaiðkana eða afþreyingar fyrir fullorðna eða börn, hvorki innanhúss né utan. Viðtalsherbergi séu ekki til staðar og engin móttaka fyrir gesti. „Það er vilji Útlendingastofnunar að tekin verði í notkun móttökumiðstöð sem fullnægir þeim þörfum sem hér hafa verið tíundaðar og getur hýst margfalt fleiri einstaklinga en Bæjarhraunið gerir í dag. Rétt er að árétta að móttökukerfið í heild sinni þarf að vera sveigjanlegt og geta bæði stækkað og dregist saman eftir þörfum. Reynsla síðasta hausts sýnir að snörp aukning getur haft áhrif á þá þjónustu og það húsnæði sem þarf að vera til staðar.“ Sigríður tekur undir með Útlendingastofnun um nauðsyn þess að tekin sé í notkun viðunandi móttökumiðstöð sem komi til móts við mismunandi þarfir hælisleitenda á hverjum tíma. Útfærsla móttökumiðstöðva séu í stöðugri skoðun með tilliti til fjárheimilda á hverjum tíma.
Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Sjá meira