Í eldhúsi Evu: Spicy grænmetissúpa Eva Laufey skrifar 13. maí 2017 16:00 Spicy grænmetissúpa. Eva Laufey Í þættinum Í eldhúsi Evu, sem er á dagskrá Stöðvar 2 á fimmtudögum, töfra ég fram dýrindis kræsingar. Hér er uppskrift að spicy grænmetissúpu. Spicy grænmetissúpa 1 msk. olía 1 laukur 2 hvítlauksrif 1 rauð paprika ½ spergilkálshöfuð 5-6 gulrætur 350 g hakkaðir tómatar í krukku eða dós 1-2 msk. tómatpúrra 1,5 l kjúklingasoð (soðið vatn + 2 kjúklingateningar) 1 tsk. paprikukrydd ½ tsk. cumin-krydd ½ tsk. þurrkaður kóríander 1 tsk. karrí Salt og pipar Hitið olíu í potti, skerið grænmetið mjög smátt og steikið í smá stund eða þar til grænmetið verður mjúkt. Bætið kjúklingasoði, hökkuðum tómötum og tómatpúrru saman við. Kryddið til með þeim kryddum sem talin eru upp hér að ofan og leyfið súpunni að malla í lágmark 30 mínútur. Mér finnst súpan alltaf betri ef hún fær að malla svolítið lengi.Meðlæti með súpunni1 msk. olíaTortillakökur, skornar í litla bitaSýrður rjómiLárperaFerskur kóríanderHreinn fetaostur Hitið olíu við vægan hita á pönnu, skerið tortillakökurnar í litla bita og steikið á pönnu í 1- 2 mínútur eða þar til kökurnar eru gullinbrúnar. Berið súpuna fram með stökkum tortillavefjum, smátt skorinni lárperu, smátt söxuðum kóríander, sýrðum rjóma og hreinum fetaosti. Eva Laufey Grænmetisréttir Súpur Uppskriftir Mest lesið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Oft upplifir fólk leiða og depurð eftir gott sumarfrí Áskorun Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Walking Dead-leikkona látin Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið
Í þættinum Í eldhúsi Evu, sem er á dagskrá Stöðvar 2 á fimmtudögum, töfra ég fram dýrindis kræsingar. Hér er uppskrift að spicy grænmetissúpu. Spicy grænmetissúpa 1 msk. olía 1 laukur 2 hvítlauksrif 1 rauð paprika ½ spergilkálshöfuð 5-6 gulrætur 350 g hakkaðir tómatar í krukku eða dós 1-2 msk. tómatpúrra 1,5 l kjúklingasoð (soðið vatn + 2 kjúklingateningar) 1 tsk. paprikukrydd ½ tsk. cumin-krydd ½ tsk. þurrkaður kóríander 1 tsk. karrí Salt og pipar Hitið olíu í potti, skerið grænmetið mjög smátt og steikið í smá stund eða þar til grænmetið verður mjúkt. Bætið kjúklingasoði, hökkuðum tómötum og tómatpúrru saman við. Kryddið til með þeim kryddum sem talin eru upp hér að ofan og leyfið súpunni að malla í lágmark 30 mínútur. Mér finnst súpan alltaf betri ef hún fær að malla svolítið lengi.Meðlæti með súpunni1 msk. olíaTortillakökur, skornar í litla bitaSýrður rjómiLárperaFerskur kóríanderHreinn fetaostur Hitið olíu við vægan hita á pönnu, skerið tortillakökurnar í litla bita og steikið á pönnu í 1- 2 mínútur eða þar til kökurnar eru gullinbrúnar. Berið súpuna fram með stökkum tortillavefjum, smátt skorinni lárperu, smátt söxuðum kóríander, sýrðum rjóma og hreinum fetaosti.
Eva Laufey Grænmetisréttir Súpur Uppskriftir Mest lesið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Oft upplifir fólk leiða og depurð eftir gott sumarfrí Áskorun Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Walking Dead-leikkona látin Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið