Sænski sjarmörinn finnur ekki fyrir pressunni Benedikt Bóas og Stefán Árni Pálsson skrifa 12. maí 2017 09:15 Svíinn Robin Bengtsson er talinn líklegur sigurvegari í Eurovision með lagið sitt I Can't Go On. NORDICPHOTOS/GETTY Robin Bengtsson er talinn líklegur sigurvegari í Eurovision með lagið sitt I Can't Go On. Hann segist vera að njóta ferðalagsins og finnur meira fyrir gleði en pressu. „Ég er spenntur fyrir morgundeginum. Atriðið er gott og mér fannst ekkert mál að byrja í forkeppninni. Atriðið er þannig að það hentaði vel til að byrja,“ segir hjartaknúsarinn Robin Bengtsson frá Svíþjóð. Eins og venjulega er Svíum spáð góðu gengi og þótt flestir spái Ítölum sigri er meðbyrinn með laginu hans, I Can’t Go On, að aukast. Allavega hér í Kænugarði. Portúgalar eru einnig taldir líklegir til afreka. Svíar eru þyrstir í fréttir af Eurovision og flestir fjölmiðlar þaðan eru hér og hafa ekkert nema gott um sjarmatröllið að segja. „Svíar eru mjög ánægðir með hann. Ég hef talað við hann nokkrum sinnum og hann er nokkuð bjartsýnn. Hann talaði reyndar um ítalska lagið og það spá því flestir sigri þannig að ég held að ítalska lagið taki þetta,“ segir Ellinor Svensson, blaðakona frá Expressen í Svíþjóð. Sjálfur segist Robin vera pollrólegur yfir öllu fjölmiðlafárinu, bæði frá alþjóðlegum blaðamönnum og þeim sænsku.„Væntingarnar heima eru nokkuð miklar. Það eru margir sem horfa og vonast eftir góðum úrslitum. Ég finn að Svíþjóð fylgist vel með en ég finn ekki mikið fyrir pressunni. Ég er hér til að skemmta mér og vonandi öðrum og gera mitt besta í þessar þrjár mínútur sem ég hef á sviðinu.“Ellinor Svensson er blaðakona hjá Expressen í Svíþjóð.Robin varð þriðji í sænska Idol-inu fyrir níu árum. Síðan hefur ferill hans verið að hefja sig hægt og rólega á flug. Hann tók fyrst þátt í sænsku undankeppninni, Melodifestival, í fyrra með lagið Constellation Prize og varð fimmti. „Ég lít á þetta frekar sem mikinn heiður en eitthvað annað að vera hér. Þetta er ákveðinn draumur hjá mér að rætast og ég mun gera mitt allra besta. Ef Svíar sjá það þá vona ég að þeir verði stoltir af mér,“ segir hann en Melodifestival er trúlega ein flottasta undankeppni Evrópu. Þar leggja Svíar allt í sölurnar og forkeppni þeirra hófst í febrúar og lauk um mánuði síðar. Fjórar forkeppnir eru haldnar og svo keppa lög sem fá annan séns. Um 13 milljón atkvæði voru send inn sem er met. Lag Robins varð þriðja í símaatkvæðagreiðslunni en dómararnir sendu lagið áfram með miklum meirihluta atkvæða. Fékk hann 96 stig en lagið Hold On 20 stigum minna. Robin segir að öll Norðurlöndin hafi sent góð lög í keppnina í ár og er ánægður með Svölu og hennar lag þrátt fyrir að okkar kona hafi verið skilin eftir. „Allar Norðurlandaþjóðirnar sendu góð lög inn í ár að mínu mati. Þau eru nútímaleg lög, öll á sinn hátt. Lagið hennar Svölu, Paper, er líkt og mörg lög frá Íslandi með mikinn kraft og skemmtilegt og það var leiðinlegt að það skyldi ekki komast áfram.“ Eurovision Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Sjá meira
Robin Bengtsson er talinn líklegur sigurvegari í Eurovision með lagið sitt I Can't Go On. Hann segist vera að njóta ferðalagsins og finnur meira fyrir gleði en pressu. „Ég er spenntur fyrir morgundeginum. Atriðið er gott og mér fannst ekkert mál að byrja í forkeppninni. Atriðið er þannig að það hentaði vel til að byrja,“ segir hjartaknúsarinn Robin Bengtsson frá Svíþjóð. Eins og venjulega er Svíum spáð góðu gengi og þótt flestir spái Ítölum sigri er meðbyrinn með laginu hans, I Can’t Go On, að aukast. Allavega hér í Kænugarði. Portúgalar eru einnig taldir líklegir til afreka. Svíar eru þyrstir í fréttir af Eurovision og flestir fjölmiðlar þaðan eru hér og hafa ekkert nema gott um sjarmatröllið að segja. „Svíar eru mjög ánægðir með hann. Ég hef talað við hann nokkrum sinnum og hann er nokkuð bjartsýnn. Hann talaði reyndar um ítalska lagið og það spá því flestir sigri þannig að ég held að ítalska lagið taki þetta,“ segir Ellinor Svensson, blaðakona frá Expressen í Svíþjóð. Sjálfur segist Robin vera pollrólegur yfir öllu fjölmiðlafárinu, bæði frá alþjóðlegum blaðamönnum og þeim sænsku.„Væntingarnar heima eru nokkuð miklar. Það eru margir sem horfa og vonast eftir góðum úrslitum. Ég finn að Svíþjóð fylgist vel með en ég finn ekki mikið fyrir pressunni. Ég er hér til að skemmta mér og vonandi öðrum og gera mitt besta í þessar þrjár mínútur sem ég hef á sviðinu.“Ellinor Svensson er blaðakona hjá Expressen í Svíþjóð.Robin varð þriðji í sænska Idol-inu fyrir níu árum. Síðan hefur ferill hans verið að hefja sig hægt og rólega á flug. Hann tók fyrst þátt í sænsku undankeppninni, Melodifestival, í fyrra með lagið Constellation Prize og varð fimmti. „Ég lít á þetta frekar sem mikinn heiður en eitthvað annað að vera hér. Þetta er ákveðinn draumur hjá mér að rætast og ég mun gera mitt allra besta. Ef Svíar sjá það þá vona ég að þeir verði stoltir af mér,“ segir hann en Melodifestival er trúlega ein flottasta undankeppni Evrópu. Þar leggja Svíar allt í sölurnar og forkeppni þeirra hófst í febrúar og lauk um mánuði síðar. Fjórar forkeppnir eru haldnar og svo keppa lög sem fá annan séns. Um 13 milljón atkvæði voru send inn sem er met. Lag Robins varð þriðja í símaatkvæðagreiðslunni en dómararnir sendu lagið áfram með miklum meirihluta atkvæða. Fékk hann 96 stig en lagið Hold On 20 stigum minna. Robin segir að öll Norðurlöndin hafi sent góð lög í keppnina í ár og er ánægður með Svölu og hennar lag þrátt fyrir að okkar kona hafi verið skilin eftir. „Allar Norðurlandaþjóðirnar sendu góð lög inn í ár að mínu mati. Þau eru nútímaleg lög, öll á sinn hátt. Lagið hennar Svölu, Paper, er líkt og mörg lög frá Íslandi með mikinn kraft og skemmtilegt og það var leiðinlegt að það skyldi ekki komast áfram.“
Eurovision Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Sjá meira