Endalaus snöpp og töfrabrögð í nýjustu uppfærslu Snapchat Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. maí 2017 13:38 Það er ýmislegt hægt í nýjustu uppfærslu Snapchat. Mynd/Snapchat Það kennir ýmissa grasa í nýjustu uppfærslu á samskiptamiðlinum Snapchat sem kom út á dögunum. Hægt er að senda endalaus snöpp, teikna með emoji-táknum og láta hluti hverfa með sérstöku strokleðri. Hægt er að sækja uppfærsluna með því að uppfæra smáforritið í App Store eða Google Play. Notendur Snapchat munu finna fyrir breytingum og segir í umfjöllun Mashable um uppfærsluna segir að uppfærslan sé ein sú stærsta sem fyrirtækið hefur sent frá sér.Stærsta breytingin er án efa að nú er hægt að senda endalaus snöpp. Þar sem hægt var að velja hversu lengi sá sem tekur á móti snappinu gat horft á það er nú búið að bæta við möguleika sem heitir óendanleiki.Svona lítur hinn nýji möguleiki út.Mynd/SnapchatMun snappið þá lifa á skjám móttakands þangað til að hann vill ekki sjá það lengur. Virkar þessi stilling bæði fyrir snöpp sem eru send til einstakra notenda sem og þau sem eru sett í hið svokallaða Story. Þá er einnig búið að bæta við möguleikanum að láta myndbönd spilast aftur og aftur, keimlíkt myndböndum sem sett voru á samskiptamiðillinn Vine. Viðmótinu hefur einnig verið breytt og er nú búið að setja stiku hægra meginn þar sem hægt er að velja ýmislegt sniðugt til þess að eiga við hvert og eitt snapp. Meðal þess sem þar hefur verið bætt við er að nú er hægt að nota emoji-tákn sem penna auk þess sem hægt er að láta hluti hverfa með sérstöku strokleðri.Hægt er að láta hluti hverfa.Mynd/SnapchatSnapchat er um þessar mundir í harðri samkeppni við Facebook og Instagram. Facebook er með milljarð virkra notenda á hverjum degi og nærri því tvo milljarða virkra notenda í hverjum mánuði. Hlutabréf í samfélagsmiðlinum Snapchat féllu um 25 prósent eftir að afkoma félagsins á fyrsta ársfjórðungi 2017 var birt á dögunum. Í tilkynningu frá félaginu kom fram að daglegum notendum miðilsins hafi aðeins fjölgað um fimm prósent á þessu tímabili, miðað við síðasta ársfjórðung 2016. Tengdar fréttir Staða Snapchat sögð slæm Gengi félagsins verra en spár gerðu ráð fyrir. 10. maí 2017 21:18 Mest lesið Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Viðskipti innlent Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Það kennir ýmissa grasa í nýjustu uppfærslu á samskiptamiðlinum Snapchat sem kom út á dögunum. Hægt er að senda endalaus snöpp, teikna með emoji-táknum og láta hluti hverfa með sérstöku strokleðri. Hægt er að sækja uppfærsluna með því að uppfæra smáforritið í App Store eða Google Play. Notendur Snapchat munu finna fyrir breytingum og segir í umfjöllun Mashable um uppfærsluna segir að uppfærslan sé ein sú stærsta sem fyrirtækið hefur sent frá sér.Stærsta breytingin er án efa að nú er hægt að senda endalaus snöpp. Þar sem hægt var að velja hversu lengi sá sem tekur á móti snappinu gat horft á það er nú búið að bæta við möguleika sem heitir óendanleiki.Svona lítur hinn nýji möguleiki út.Mynd/SnapchatMun snappið þá lifa á skjám móttakands þangað til að hann vill ekki sjá það lengur. Virkar þessi stilling bæði fyrir snöpp sem eru send til einstakra notenda sem og þau sem eru sett í hið svokallaða Story. Þá er einnig búið að bæta við möguleikanum að láta myndbönd spilast aftur og aftur, keimlíkt myndböndum sem sett voru á samskiptamiðillinn Vine. Viðmótinu hefur einnig verið breytt og er nú búið að setja stiku hægra meginn þar sem hægt er að velja ýmislegt sniðugt til þess að eiga við hvert og eitt snapp. Meðal þess sem þar hefur verið bætt við er að nú er hægt að nota emoji-tákn sem penna auk þess sem hægt er að láta hluti hverfa með sérstöku strokleðri.Hægt er að láta hluti hverfa.Mynd/SnapchatSnapchat er um þessar mundir í harðri samkeppni við Facebook og Instagram. Facebook er með milljarð virkra notenda á hverjum degi og nærri því tvo milljarða virkra notenda í hverjum mánuði. Hlutabréf í samfélagsmiðlinum Snapchat féllu um 25 prósent eftir að afkoma félagsins á fyrsta ársfjórðungi 2017 var birt á dögunum. Í tilkynningu frá félaginu kom fram að daglegum notendum miðilsins hafi aðeins fjölgað um fimm prósent á þessu tímabili, miðað við síðasta ársfjórðung 2016.
Tengdar fréttir Staða Snapchat sögð slæm Gengi félagsins verra en spár gerðu ráð fyrir. 10. maí 2017 21:18 Mest lesið Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Viðskipti innlent Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira