Íslenski hópurinn verður áfram í Úkraínu Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 11. maí 2017 11:29 Felix Bergsson með hjónunum Einari og Svölu á blaðamannafundi á dögunum. vísir/eurovision.tv „Við verðum úti fram á sunnudag. Það var það hagkvæmasta í stöðunni. Þannig að hér er fólk bara að chilla og bíða eftir að komast heim á sunnudag,“ segir Felix Bergsson, fararstjóri íslenska Eurovision-hópsins í Kænugarði. Sem kunnugt er komst hópurinn, með Svölu Björgvinsdóttur í fararbroddi, ekki upp úr fyrri undanriðli Eurovision. Felix segir að í framhaldinu hafi verið reynt að finna flug heim en að það hafi verið of kostnaðarsamt og því verði hópurinn úti um helgina. „Breytingagjald á hverjum miða eru um 120 evrur, því þetta eru tveir leggir, og þetta var bara vonlaust mál. Við fáum eiginlega ekkert endurgreitt á hótelinu og úr varð að við verðum hér fram á sunnudag. Menn eru bara að sleikja sárin í rólegheitunum og við RÚV-ararnir vinnum bara okkar vinnu hér áfram.“Seinni keppnin mun slappari Felix segir mikla gleði ríkja innan hópsins þrátt fyrir að hafa ekki komist upp úr undankeppninni. Allir séu afar sáttir við framlag Íslendinga í ár. „Stemningin er rosalega góð og menn eru mjög sáttir. En núna er seinni undankeppnin og svekkjandi að sjá hvað hún er miklu, miklu slappari en þessi undanriðill sem við vorum í. Ég held það sé niðurstaða flestra sem sjá það að úr þeim undanriðli hefðum við átt meiri möguleika á að komast áfram. En það er eitthvað sem þýðir ekkert að velta fyrir okkur,“ segir hann.Bara sumir fá miða Þá segir Felix aðspurður að fólk sé spennt fyrir aðalkeppninni en uppáhalds lög íslenska hópsins er það sænska, ítalska og portúgalska. Hins vegar fái aðeins hluti hópsins miða á keppnina. „Við eigum ekki miða fyrir alla. Við fáum miða á æfingar og nokkra miða á Grand Final, en það eru líka sumir sem vilja taka því rólega á laugardagkvöldinu því við fljúgum mjög snemma á sunnudagsmorgninum. Aðrir verða að fylgjast með á hótelinu eða Euro-village eða annars staðar.“ Eurovision Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira
„Við verðum úti fram á sunnudag. Það var það hagkvæmasta í stöðunni. Þannig að hér er fólk bara að chilla og bíða eftir að komast heim á sunnudag,“ segir Felix Bergsson, fararstjóri íslenska Eurovision-hópsins í Kænugarði. Sem kunnugt er komst hópurinn, með Svölu Björgvinsdóttur í fararbroddi, ekki upp úr fyrri undanriðli Eurovision. Felix segir að í framhaldinu hafi verið reynt að finna flug heim en að það hafi verið of kostnaðarsamt og því verði hópurinn úti um helgina. „Breytingagjald á hverjum miða eru um 120 evrur, því þetta eru tveir leggir, og þetta var bara vonlaust mál. Við fáum eiginlega ekkert endurgreitt á hótelinu og úr varð að við verðum hér fram á sunnudag. Menn eru bara að sleikja sárin í rólegheitunum og við RÚV-ararnir vinnum bara okkar vinnu hér áfram.“Seinni keppnin mun slappari Felix segir mikla gleði ríkja innan hópsins þrátt fyrir að hafa ekki komist upp úr undankeppninni. Allir séu afar sáttir við framlag Íslendinga í ár. „Stemningin er rosalega góð og menn eru mjög sáttir. En núna er seinni undankeppnin og svekkjandi að sjá hvað hún er miklu, miklu slappari en þessi undanriðill sem við vorum í. Ég held það sé niðurstaða flestra sem sjá það að úr þeim undanriðli hefðum við átt meiri möguleika á að komast áfram. En það er eitthvað sem þýðir ekkert að velta fyrir okkur,“ segir hann.Bara sumir fá miða Þá segir Felix aðspurður að fólk sé spennt fyrir aðalkeppninni en uppáhalds lög íslenska hópsins er það sænska, ítalska og portúgalska. Hins vegar fái aðeins hluti hópsins miða á keppnina. „Við eigum ekki miða fyrir alla. Við fáum miða á æfingar og nokkra miða á Grand Final, en það eru líka sumir sem vilja taka því rólega á laugardagkvöldinu því við fljúgum mjög snemma á sunnudagsmorgninum. Aðrir verða að fylgjast með á hótelinu eða Euro-village eða annars staðar.“
Eurovision Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira