Hélt marki sínu hreinu í tíu klukkutíma | „Trúið á draumana ykkar“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. maí 2017 09:00 Gianluigi Buffon fagnar í leikslok í gær. Vísir/AP Gianluigi Buffon, markvörður Juventus, fær nú þriðja tækifærið til að vinna Meistaradeildina en hann og félagar hans tryggðu sér sæti í úrslitaleiknum í gærkvöldi. Juventus vann þá 2-1 sigur í seinni undanúrslitaleik sínum á móti Mónakó og þar með 4-1 samanlagt. Buffon fékk á sig mark í leiknum þegar hinn ungi Kylian Mbappe skoraði hjá honum í seinni hálfleiknum. Þegar Kylian Mbappe skoraði þá var hinn 39 ára gamli Gianluigi Buffon búinn að halda marki sínu hreinu í 600 mínútur í Meistaradeildinni eða í tíu klukkutíma. Þetta er fimmti besti árangur sögunnar en það var enn langt í met Jens Lehmann sem hélt hreinu í 853 mínútur tímabilið 2005-06. Síðastur á undan Mbappe til að skora hjá Buffon í Meistaradeildinni var Nico Pareja sem skoraði fyrir Sevilla á móti Juve 22. nóvember síðastliðinn.Más minutos sin recibir gol en UCL: 853 Jens Lehmann 737 Keylor Navas 657 Edwin van der Sar 622 Dida 600 GIGI BUFFON 593 Bodo Illgner — MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) May 9, 2017 Juventus sló bæði Porto og Barcelona út úr útsláttarkeppninni án þess að fá á sig mark. Gianluigi Buffon hefur aldrei unnið Meistaradeildina á annars glæsilegum ferli sínum. Hann tapaði í úrslitaleikjunum 2003 og 2015. „Fyrir tveimur árum héldu allir að ég væri að spila minn síðasta úrslitaleik í Meistaradeildinni en þú verður að trúa á draumana þína,“ sagði Gianluigi Buffon eftir leikinn. „Við fáum að fara til Cardiff. Ég vil samt ekki segja að það sé markmiðið okkar því það skiptir engu máli að komast bara í úrslitaleikinn,“ sagði Buffon sem ætlar sér „stóra bikarinn með eyrun“ eins og einhverjir hafa kallað Meistaradeildarbikarinn. „Ég er mjög ánægður af því að ég er í góðu formi. Ég get samt ekki neitað því að ég væri ekki á leiðinni í úrslitaleikinn nema af því að ég er í frábæru liði,“ sagði Buffon. Juventus mætir annaðhvort Real Madrid eða Atletico Madrid í úrslitaleiknum í Cardiff 3. júní næstkomandi. Real Madrid er þar í góðum málum fyrir seinni leik liðanna í kvöld þökk sé 3-0 sigri í fyrri leiknum. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Rosalegt einvígi á Króknum Körfubolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Í beinni: Þór/KA - Tindastóll | Slagurinn um Norðurland Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Fleiri fréttir Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Í beinni: Þór/KA - Tindastóll | Slagurinn um Norðurland Í beinni: FHL - Valur | Fyrsti leikur í Fjarðabyggðarhöllinni Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Sjá meira
Gianluigi Buffon, markvörður Juventus, fær nú þriðja tækifærið til að vinna Meistaradeildina en hann og félagar hans tryggðu sér sæti í úrslitaleiknum í gærkvöldi. Juventus vann þá 2-1 sigur í seinni undanúrslitaleik sínum á móti Mónakó og þar með 4-1 samanlagt. Buffon fékk á sig mark í leiknum þegar hinn ungi Kylian Mbappe skoraði hjá honum í seinni hálfleiknum. Þegar Kylian Mbappe skoraði þá var hinn 39 ára gamli Gianluigi Buffon búinn að halda marki sínu hreinu í 600 mínútur í Meistaradeildinni eða í tíu klukkutíma. Þetta er fimmti besti árangur sögunnar en það var enn langt í met Jens Lehmann sem hélt hreinu í 853 mínútur tímabilið 2005-06. Síðastur á undan Mbappe til að skora hjá Buffon í Meistaradeildinni var Nico Pareja sem skoraði fyrir Sevilla á móti Juve 22. nóvember síðastliðinn.Más minutos sin recibir gol en UCL: 853 Jens Lehmann 737 Keylor Navas 657 Edwin van der Sar 622 Dida 600 GIGI BUFFON 593 Bodo Illgner — MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) May 9, 2017 Juventus sló bæði Porto og Barcelona út úr útsláttarkeppninni án þess að fá á sig mark. Gianluigi Buffon hefur aldrei unnið Meistaradeildina á annars glæsilegum ferli sínum. Hann tapaði í úrslitaleikjunum 2003 og 2015. „Fyrir tveimur árum héldu allir að ég væri að spila minn síðasta úrslitaleik í Meistaradeildinni en þú verður að trúa á draumana þína,“ sagði Gianluigi Buffon eftir leikinn. „Við fáum að fara til Cardiff. Ég vil samt ekki segja að það sé markmiðið okkar því það skiptir engu máli að komast bara í úrslitaleikinn,“ sagði Buffon sem ætlar sér „stóra bikarinn með eyrun“ eins og einhverjir hafa kallað Meistaradeildarbikarinn. „Ég er mjög ánægður af því að ég er í góðu formi. Ég get samt ekki neitað því að ég væri ekki á leiðinni í úrslitaleikinn nema af því að ég er í frábæru liði,“ sagði Buffon. Juventus mætir annaðhvort Real Madrid eða Atletico Madrid í úrslitaleiknum í Cardiff 3. júní næstkomandi. Real Madrid er þar í góðum málum fyrir seinni leik liðanna í kvöld þökk sé 3-0 sigri í fyrri leiknum.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Rosalegt einvígi á Króknum Körfubolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Í beinni: Þór/KA - Tindastóll | Slagurinn um Norðurland Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Fleiri fréttir Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Í beinni: Þór/KA - Tindastóll | Slagurinn um Norðurland Í beinni: FHL - Valur | Fyrsti leikur í Fjarðabyggðarhöllinni Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Sjá meira