Innlent

Rúm 97 prósent þeirra sem horfðu á sjónvarpið horfðu á Eurovision

Frá fyrri undankeppninni í Kænugarði í gær.
Frá fyrri undankeppninni í Kænugarði í gær. vísir/eurovision.tv
Íslendingar eru Eurovision-sjúkir ef marka má áhorfstölur sem auglýsingastofan H:N markaðssamskipti hefur tekið saman. Um 97,5 prósent þeirra sem horfðu á sjónvarp fimmtudagskvöldið 8.maí í fyrra, þegar fyrra undanúrslitakvöldið fór fram, voru að horfa á Eurovision. Aðeins 2,5 prósent horfðu á eitthvað annað.

Áhorfstölur fyrir árið í ár liggja ekki fyrir en gera má fastlega ráð fyrir að þær verði á pari við tölurnar í fyrra. Uppsafnað áhorf fellur hins vegar talsvert þegar Ísland kemst ekki í aðalkeppnina, líkt og sést hefur síðastliðin tvö ár.

Uppsafnað áhorf féll niður í rúm 74 prósent þegar Gréta Salóme og María Ólafsdóttir duttu úr keppni, en þó úrslitakvöldið laði færri Íslendinga að skjánum þegar fulltrúi þjóðarinnar er ekki með breytir það ekki þeirri staðreynd að 96 prósent þeirra sem horfði á sjónvarp laugardaginn 10. maí í fyrra var að horfa á Eurovision.

Eurovision-vikan er líklega stærsta sjónvarpsvika ársins. Til að setja hlutina í meira samhengi má nefna að uppsafnað áhorf á Áramótaskaupið var um 80 prósent – en það er einn vinsælasti dagskrárliður ársins.

Þá segir í tölum H:N að Eurovision dagurinn í fyrra, 10. maí, hafi fengið næst mestu „dagsdekkun“ hjá RÚV. Aðeins einn dagur, 17. janúar, hafi náð meiri dekkun allt árið í fyrra á RÚV en þá þurfti tvo dagskrárliði til; landsleik hjá karlalandsliðinu í undankeppni Evrópumótsins og íslenska spennuþáttinn Ófærð síðar um kvöldið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×