Donni: Við ætlum að verða Íslandsmeistarar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. maí 2017 20:34 Þór/KA er á mikilli siglingu. vísir/stefán „Við ætlum að verða Íslandsmeistarar og höfum alltaf stefnt á það,“ sagði Halldór Jón Sigurðsson, Donni, þjálfari Þórs/KA eftir afar öflugan útisigur á Stjörnunni í Garðabæ í kvöld. Lokatölur urðu 1-3 og sýndu norðanstúlkur af sér mikinn karakter með því að koma til baka eftir að hafa lent undir. „Það var stórt högg að fá mark á okkur þar sem við höfum ekki fengið mörg mörk á okkur. Það var virkilega sterkur karakter hjá stelpunum að halda bara áfram og gefa í ef eitthvað var,“ sagði Donni í samtali við Vísi eftir leik. Þór/KA svaraði opnunarmarki Stjörnunnar með tveimur mörkum í fyrri hálfleik og kom það síðara á hárréttum tímapunkti, nokkrum sekúndum áður en flautað var til hálfleiks. „Það breytti hálfleiksræðunni heilmilið. Það var afar ljúft. Natalia er búin að vera að skjóta endalaust og það skilaði sér loksins í þessum leik,“ segir Donni og bætir við að með því marki hafi leikurinn spilast upp í hendur Þór/KA. „Seinni hálfleikur var uppleggið bara að halda stöðunni. Á þeirra heimavelli vissum við að þær myndu leggjast meira á okkur. Við erum góðar í að halda stöðunni og það gekk fullkomnlega upp,“ segir Donni. Markadrottningin Sandra María Jessen spilaði sinn fyrsta leik í byrjunarliðinu hjá Þór/KA í sumar eftir að hún sleit krossbönd fyrr á árinu. Hún leit vel út og mun án efa styrkja sterkt lið Þórs/KA til muna þegar fram í sækir. „Hún er að keyra sig í gang. Hún á meira inni, þetta lítur vel út og hún lítur vel út. Þetta snýst að öllu leyti um liðið og það hentaði vel að fá hana inn í þennan leik. Hún á ennþá eftir að verða betri eins og við. Við eigum bara eftir að verða betri og betri,“ segir Donni. Þór/KA er nú með fimm stiga forskot á lið Stjörnunnar sem er í öðru sæti. Liðið er með fullt hús stiga og er hreinlega að stinga af. „Það er mjög gott. Fimm stiga forskot er bara frábært og við fögnum því í hálfa mínútu eftir leikinn og við einbeitum okkur að næsta leik.“ Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Þór/KA 1-3 | Norðanstúlkur sýndu styrk sinn með sjöunda sigrinum í röð Þór/KA er með fimm stiga forystu á toppi Pepsi-deildar kvenna. 29. maí 2017 20:45 Mest lesið Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Íslenski boltinn Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum Fótbolti „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Íslenski boltinn Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Fótbolti Fleiri fréttir „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Sjá meira
„Við ætlum að verða Íslandsmeistarar og höfum alltaf stefnt á það,“ sagði Halldór Jón Sigurðsson, Donni, þjálfari Þórs/KA eftir afar öflugan útisigur á Stjörnunni í Garðabæ í kvöld. Lokatölur urðu 1-3 og sýndu norðanstúlkur af sér mikinn karakter með því að koma til baka eftir að hafa lent undir. „Það var stórt högg að fá mark á okkur þar sem við höfum ekki fengið mörg mörk á okkur. Það var virkilega sterkur karakter hjá stelpunum að halda bara áfram og gefa í ef eitthvað var,“ sagði Donni í samtali við Vísi eftir leik. Þór/KA svaraði opnunarmarki Stjörnunnar með tveimur mörkum í fyrri hálfleik og kom það síðara á hárréttum tímapunkti, nokkrum sekúndum áður en flautað var til hálfleiks. „Það breytti hálfleiksræðunni heilmilið. Það var afar ljúft. Natalia er búin að vera að skjóta endalaust og það skilaði sér loksins í þessum leik,“ segir Donni og bætir við að með því marki hafi leikurinn spilast upp í hendur Þór/KA. „Seinni hálfleikur var uppleggið bara að halda stöðunni. Á þeirra heimavelli vissum við að þær myndu leggjast meira á okkur. Við erum góðar í að halda stöðunni og það gekk fullkomnlega upp,“ segir Donni. Markadrottningin Sandra María Jessen spilaði sinn fyrsta leik í byrjunarliðinu hjá Þór/KA í sumar eftir að hún sleit krossbönd fyrr á árinu. Hún leit vel út og mun án efa styrkja sterkt lið Þórs/KA til muna þegar fram í sækir. „Hún er að keyra sig í gang. Hún á meira inni, þetta lítur vel út og hún lítur vel út. Þetta snýst að öllu leyti um liðið og það hentaði vel að fá hana inn í þennan leik. Hún á ennþá eftir að verða betri eins og við. Við eigum bara eftir að verða betri og betri,“ segir Donni. Þór/KA er nú með fimm stiga forskot á lið Stjörnunnar sem er í öðru sæti. Liðið er með fullt hús stiga og er hreinlega að stinga af. „Það er mjög gott. Fimm stiga forskot er bara frábært og við fögnum því í hálfa mínútu eftir leikinn og við einbeitum okkur að næsta leik.“
Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Þór/KA 1-3 | Norðanstúlkur sýndu styrk sinn með sjöunda sigrinum í röð Þór/KA er með fimm stiga forystu á toppi Pepsi-deildar kvenna. 29. maí 2017 20:45 Mest lesið Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Íslenski boltinn Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum Fótbolti „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Íslenski boltinn Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Fótbolti Fleiri fréttir „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Þór/KA 1-3 | Norðanstúlkur sýndu styrk sinn með sjöunda sigrinum í röð Þór/KA er með fimm stiga forystu á toppi Pepsi-deildar kvenna. 29. maí 2017 20:45