Græðum meira en aðrir á Airbnb Snærós Sindradóttir skrifar 29. maí 2017 06:00 Um 75 prósent allra Airbnb íbúða í Reykjavík eru staddar í miðbæ, hlíðum og vesturbæ. Vísir/Eyþór Íslenskir gestgjafar græða meira á Airbnb en kollegar þeirra í öðrum löndum eða að meðaltali 16.500 dollara, sem jafngildir 1,6 milljón króna, á ári á hverja íbúð í miðbænum. Heildartekjur reykvískra gestgjafa voru 5,3 milljarðar króna á síðasta ári. Þetta kemur fram í tölum frá dr. Jeroen A. Oskam sem rannskað hefur framtíðarþróun í ferðaþjónustu og stýrir Framtíðarstofnun ferðaþjónustunnar við Stendan-háskóla í Hollandi. Oskam heldur erindi um áhrif Airbnb á fundi á vegum Samtaka ferðaþjónustunnar á þriðjudag. Samkvæmt upplýsingum Oskam græða íslenskir Airbnb-gestgjafar að meðaltali um 3.500 Bandaríkjadölum meira á ári en næst gróðahæstu gestgjafar heims, í Westminster-hverfinu í London. Gestgjafar í Barcelona, sem hefur notið gríðarlega mikils ferðamannastraums um margra ára bil, græða um 8.600 dollara á ári, tæplega helmingi minna en íslenskir gestgjafar. „Það sem kemur mest á óvart varðandi Reykjavík er að miðað við hvað þetta er lítil borg þá er hlutfall gesta sem nota Airbnb í engu samræmi við aðrar borgir. Árið 2015 var 1,1 milljón Airbnb-gesta í Amsterdam en á sama tíma voru Airbnb-gestir um 200 þúsund í Reykjavík. Reykjavík er einn sjötti af stærð Amsterdam,“ segir Oskam. Aukningin á milli ára var gríðarleg, en samkvæmt Oskam nýttu 380 þúsund manns sér Airbnb-gistingu í Reykjavík á síðasta ári. Um 75 prósent allra Airbnb-íbúða í Reykjavík eru í Miðbæ, Vesturbæ og Hlíðum. „Þetta hefur neikvæð áhrif á húsnæðismarkaðinn. Húsnæðisverð hækkar því leigjendur eru í beinni samkeppni við ferðamannastrauminn.“ Smæð Reykjavíkur reynist erfið til að finna raunhæfan samanburð við aðrar evrópskar borgir en sem dæmi má nefna að miðbær Rotterdam, með 616 þúsund íbúa, og Haag, með 510 þúsund íbúa, hafa síðustu ár verið með meira en helmingi færri gesti í Airbnb-gistingu en Reykjavík. Yfir 5.000 íbúðir eru til útleigu á Airbnb í Reykjavík en yfir helmingur, 51,3 prósent, þeirra sem standa í útleigu bjóða fleiri en eina íbúð til leigu. Airbnb Húsnæðismál Mest lesið Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar „Biðröðin er löng“ Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Greiðsluáskorun Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Sjá meira
Íslenskir gestgjafar græða meira á Airbnb en kollegar þeirra í öðrum löndum eða að meðaltali 16.500 dollara, sem jafngildir 1,6 milljón króna, á ári á hverja íbúð í miðbænum. Heildartekjur reykvískra gestgjafa voru 5,3 milljarðar króna á síðasta ári. Þetta kemur fram í tölum frá dr. Jeroen A. Oskam sem rannskað hefur framtíðarþróun í ferðaþjónustu og stýrir Framtíðarstofnun ferðaþjónustunnar við Stendan-háskóla í Hollandi. Oskam heldur erindi um áhrif Airbnb á fundi á vegum Samtaka ferðaþjónustunnar á þriðjudag. Samkvæmt upplýsingum Oskam græða íslenskir Airbnb-gestgjafar að meðaltali um 3.500 Bandaríkjadölum meira á ári en næst gróðahæstu gestgjafar heims, í Westminster-hverfinu í London. Gestgjafar í Barcelona, sem hefur notið gríðarlega mikils ferðamannastraums um margra ára bil, græða um 8.600 dollara á ári, tæplega helmingi minna en íslenskir gestgjafar. „Það sem kemur mest á óvart varðandi Reykjavík er að miðað við hvað þetta er lítil borg þá er hlutfall gesta sem nota Airbnb í engu samræmi við aðrar borgir. Árið 2015 var 1,1 milljón Airbnb-gesta í Amsterdam en á sama tíma voru Airbnb-gestir um 200 þúsund í Reykjavík. Reykjavík er einn sjötti af stærð Amsterdam,“ segir Oskam. Aukningin á milli ára var gríðarleg, en samkvæmt Oskam nýttu 380 þúsund manns sér Airbnb-gistingu í Reykjavík á síðasta ári. Um 75 prósent allra Airbnb-íbúða í Reykjavík eru í Miðbæ, Vesturbæ og Hlíðum. „Þetta hefur neikvæð áhrif á húsnæðismarkaðinn. Húsnæðisverð hækkar því leigjendur eru í beinni samkeppni við ferðamannastrauminn.“ Smæð Reykjavíkur reynist erfið til að finna raunhæfan samanburð við aðrar evrópskar borgir en sem dæmi má nefna að miðbær Rotterdam, með 616 þúsund íbúa, og Haag, með 510 þúsund íbúa, hafa síðustu ár verið með meira en helmingi færri gesti í Airbnb-gistingu en Reykjavík. Yfir 5.000 íbúðir eru til útleigu á Airbnb í Reykjavík en yfir helmingur, 51,3 prósent, þeirra sem standa í útleigu bjóða fleiri en eina íbúð til leigu.
Airbnb Húsnæðismál Mest lesið Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar „Biðröðin er löng“ Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Greiðsluáskorun Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Sjá meira